Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Laugardagur 13. september 1975. FASTEIGNIR FASTEIGNIR Hús og íbúðir af öUiyn stæröum. Háar útborganir, ennfremur einbýlishús og raðhús. Eignaskipti oft möguleg. Haraldur Guömundsson, löggiltur fasteignasali, Hafnarstræti 15. Símar 15414 og 15415. hyggist þér selja, skipta.kaupa Eigna- markaóurinn Austurstræti 6 sími 26933 Okkur vantar fast- eignir i sölu. Höfum kaupendur af öllum gerðum fast- eigna. Hringið i sima 15605. Obinsgötu 4. Sfmi 15605 Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 ÍSiHi& Valdi) slmi 26B00 Fasteignasalan Fasteignir viö allra hæfi Noröurveri Hátúni 4 a Slmar 21870 og 20998. Hafnarstræti 11. Slmar: 20424 — 14120 Heima: 85798 — 30008 ÉIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLaGÖTU23 SlMI: 2 66 50 IS usava FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali. Kvöldsimi 21155. lícmnlSQifM VONARSTRÆTI 12 simi 27711 Sdlustjöri: Swerrir Kristinsson EICNAVAL 33510 85650 Suðurlandsbraut 10 8^740 FASTEIGN ER FRAMTÍÐ 2-88-88 AOALFASTEIGNASALAN AUSTURSTRÆTI 14. 4. HÆÐ SfMI28888 kvöld og helgarslmi 8221 9. FASTEIGNAVER H/r Klapperstlg 16, almar 11411 og 12811. EIGNASALAIM REYKJAVIK ÞórðurG. Halldórsson stmi 19540 og 19191 Ingólfsstrœti 8 \ÞUFF/Ð ÞÉR HÍBÝu\ HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38. Simi 26277 Gisli Ólafsson 201 78. ISOIUIIHIAHS FASTEIGNASALA - SKIP OG VERBBRÉF Slrandgötu 11, Hafnarfiröi. Sfmar 52680 — 51888. Heimasfmi 52844. Vandi Atlantshafs- bandalagsríkjanna Aö lokinni öryggismálaráöstefnunni i Helsinki. Þrátt fyrir ýmsar tilhneigingar bandariskra þingmgnna að und- anförnu til að draga úr umsvif- um og skuldbindingum Banda- rikjanna erlendis, er ekki mikil hætta á, að þeir kjósi að taka upp einangrunarstefnu á ný. Slik stefnubreyting mundi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar vfða um heim. Þetta gera flestir þingmenn sér ljóst, þegar á reynir, og er þvi svo komið, að ýmsir áhrifamenn á Banda- rikjaþingi, sem verið hafa stjóminni óþægur ljár i þúfu við framkvæmd utanrikismála undanfarin ár, hafa sliðrað sverðin, augljóslega i þeim til- gangi að vinna bug á þeim ótta ýmissa bandamanna Banda- rikjanna, að þau hneigðust nú til einangrunarstefnu að nýju. Hafa ýmsar tillögur þingmanna um niðurskurð á útgjöldum til hermála eða um fækkun eða heimköllun hermanna frá öðr- um löndum nú verið dregnar til baka þær felldar, eða þeim frestaö. Ekki er ósennilegt, að Banda- rlkin muni i framtlðinni kosta kapps um að varðveita og efla tengslin við næstu ná- granna sfna og þau erlend riki, svo sem riki Vestur-Evrdpu og Japan, sem þau telja til mests skyldleika og sameiginlegra hagsmuna með og þau hafa átt lengsta og eðlilegasta samleið meö. 1 eðlilegu framhaldi af Nixon-kenningunni, sem áður er getið, má hins vegar ætla, að Bandarikin dragi smám saman úr þeim skuldbindingum sinum gagnvart öðrum rikjum og heimshlutum, sem urðu til á há- tindi veldis og áhrifa Bandarikj- anna og þegar heimskommún- isminn var talinn miðstýrðari og samhæfðari en síðar kom á daginn. Niðurstaða þess umróts, sem komizt hefur á mótun og fram- kvæmd bandariskrar utanrikis- stefnu að undanförnu, verður þvi vonandi fyrst og fremst i þvi fólgin, að Bandarikjamenn taki að gera skýrari greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum f utnarikismálum sinum. Eins og aö framan getur eru likur á, að Bandarikin leggi nú aukna áherzlu á að efla tengsl sln við riki Vestur-Evrópu, en nokkurrar togstreitu hefur gætt þar á milli undanfarin ár, eink- um á stjórnmála- og efnahags- sviðinu. Ýmsar hættur steðja nú að Atlantshafsbandalaginu; efna- hagserfiðleikar i aðildarrikjun- um, sem gera að verkum, að æ örðugra reynist að afla fjár- framlaga til varnarmála, og stjórnmálaþróun í ýmsum rikj- um Vestur-Evrópu. Þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað árið 1949, var það gert vegna ótta við sovézka innrás eða ihlutun i Vestur-Evrópu, og i stofnsáttmála bandalagsins var þvf lýst yfir, að árás á eitt aðildarriki yrði skoðuð sem árás á þau öll. Enn leggur bandalagið vitaskuld áherzlu á að standast Varsjárbandalag- inu snúning hernaöarlega. Samt sem áður eru ekki margir, sem að óbreyttum aðstæöum telja hernaðarárás eöa ihlutun Sovét- ríkjanna yfirvofandi eða á næsta leiti. Sovétmönnum sjálf- um hlýtur og að vera ljóst, hvað sem liöur áhuga þeirra á að efla áhrif sfn i Vestur-Evrópu, að þeim yrði li'tiö ágengt með vopnavaldi eins og nú háttar til hernaðarjafnvægi i álfunni. En þróunin er Sovétrikjunum engu að siður hagstæð með öðr- um hætti. Kommúnistaflokkar eiga viöa vaxandi fylgi að fagna I aðildarrikjum Atlantshafs- bandalagsins og öðrum rikjum Vestur-Evrópu, svo sem á Spáni, ttaliu og i Grikklandi, og allra veöra er enn von I Portú- gal, hvað sem liður kjörfylgi i kosningum i vor. Þessu til við- bótar fer stuðningur við Atlantshafsbandalagið og trúin á nauðsyn sterkra og samein- aðra varna viða dvinandi. Atlantshafsbandalagið var stofnað til að verjast utanað- komandí hernaöaríhlutun, ekkí til aö takast á við þróun innan- rikismála I aðildarrikjunum. Af þessum sökum stendur banda- Baldur Guðlaugsson skrifar Seinni grein lagið ráðalitið gagnvart upp- gangi kommúnistaflokka og þátttöku þeirra i rikisstjórnum, ef valdataka þeirra á sér stað með stjómskipulegum hætti og án utanaðkomandi ihlutunar. Ráðamenn f Sovétríkjunum hafa gætt þess vel, að hlakka sem minnst yfir þróun stjórn- mála f Vestur-Evropu, óförum Bandarlkjanna i Suðaustur-Asíu og efnahagsörðugleikum vest- rænna ríkja. Sumir álita raun- ar, aö Sovétmönnum sé ekkert um það gefið, að efnahagsleg og stjómmálaleg umskipti verði með svo skjótum hætti, þvi að þeir óttist, að afleiöingarnar geti oröið efling og valdataka fasiskra stjórnmálahreyfinga llkt og á fjóröa áratug aldarinn- ar. Hitt er þó ekki ósennilegra tilgáta, að þeir telji skynsam- legra að hafa hægt um sig, þró- unin verði hvort sem er þeim i hag og þeim mun örar sem þess verði minna vart, að þeir hygg- ist ganga á lagið. Jafnframt leggja Sovétmenn sifellt áherzlu á áframhald detentestefnunnar svokölluðu, þ.e. minnkandi spennu og bætta sambúð aust- urs og vesturs. Þess misskiln- ings hefur viða gætt á Vestur- löndum undanfarin ár, að á þessu sviði væru orð hið sama og athafnir, að með fjálglegum yfirlýsingum og skálaræðum hefði verið þurrkað yfir þann grundvallarmun stjórnskipu- lags, hugmyndafræði og rikja- hagsmuna, sem verið hefur á milli austurs og Vesturlanda og undirrót kalda strlösins verið upprætt. Þetta hefur haft í för með sér minnkandi stuðning við framlög til landvarna og auknar hlutleysistilhneigingar i Vestur- Evrópu, eins og eðlilegt verður að teljast. En þegar að þvi hefur komið að gera afrakstur de- tente-stefnunnar áþreifanlegan fyrir ibúa Vestur-Evrópu, hefur róðurinn orðið þyngri. Nú er að visu lokið störfum öryggismálaráðstefnu Evrópu, eftir að undirritaðar hafa verið skrúðmálgar yfirlýsingar um friðhelgi landamæra, frelsi og fullveldi og ýtrustu mannrétt- indi. Allt orðalag er þarna loðið, stundum tvibent og ekki hefur lokayfirlýsing ráðstefnunnar lagagildi. Auk þess hafa öll undirskrifarriki áður gefið sams konar yfirlýsingar, m.a. með aðild að sáttmála og mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Lyktir og samþykktir öryggismálaráöstefnunnar t marka þvi— að minum dómi — lltil timamót og vara ber við þvi, að þær veki tálvonir og falska öryggiskennd með ibúum Vestur-Evrópu. Og viðræður um gagnkvæman samdrátt herafla I Mið-Evrópu, sem voru for- senda þess, að riki Atlantshafs- bandalagsins féllust á, að öryggismálaráðstefnan yrði haldin, hafa engan árangur bor- ið til þessa. Ekki er ósennilegt, að vest- rænar þjóöir láti stjórnast af meira raunsæi í næstu áföngum detentestefnunnar. Þar verður engu áorkað á augabragði, heldur er um langvarandi þróun að ræða, Um stjórnmálaþróun i einstökum rikjum Vestur- Evrópu og áhrif innlendra stjórnmálahræringa í stefnu þeirra utanrikis- og varnarmál- um er erfiðara að spá. Þar helzt fjölmargt I hendur. Má nefna sem dæmi, að lausn Kýpurdeil- unnar mundi að öllum likindum færa samskipti Grikklands og Tyrklands við Atlantshafs- bandalagið og Bandarikin i samt lag á ný. En aö öðru leyti er ljóst, að samstarf rikja i Vestur-Evropu innbyrðis og samvinna þeirra við Bandarikin i utanrikis- og varnarmálum, fær þvl aðeins staðizt til lengd- ar, að til þess séu forsendur inn- anlands i hinum einstöku rikj- um. Og til þess að þaö megi verða þarf að vinna bug á fjöl- mörgum efnahagslegum og fé- lagslegum vandamálum, styrkja innviði lýðræðisins og skapa slik þjóðfélög jafnréttis, velferðar og lifsfyllingar, að á annað betra verði ekki kosið og allur þorri almennings sé reiöubúinn að verja áunnið hlut- skipti fyrir innlendum og er- lendum slagorðasmiðum og draumóra- og upphlaupsmönn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.