Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 8
8 Vfsir. Laugardagur 13. september 1975. Hljómsveitin Change mun snila hingað aftur úr sumarleyfi slnu á Spáni og spila hér um tvær heglar. Change hafa verið á Costa del Sol síðan um mánaðamót og leikið þar I næturklúbbi við mjög góðar undirtektir. Koma þeir fram i klukkutíma þrjú kvöld i viku. Upphaflega var ætlunin að þeir héldu beint til Englands en sú áætlun breyttist og munu þeir þvi koma hér við i rúma viku á leið sinni þangað. Þegar þeir koma til Englands, munu þeir staldra stutt við, þar eð þeir eiga að koma fram á hljómleik- um I Paris i byrjun næsta mánaðar. Hérlendis munu þeir leika á Hvoli og að Hlégarði þá tvo laugardaga, sem þeir dvelj- ast hér, en óvist er hvar þeir verða annars staðar. Millilending Megnsar Nafn þessarar plötu Megasar, „Millilending”, gefur vel til kynna þá breytingu sem orðið hefur á tóniist hans frá þvl hann gaf út fyrstu plötu sina. Þó er ef til vill rangt aö segja tón- list hans, þvi að hijómsveitin Júdas á þar mestan hlut að máli. Fyrsta pj,atan sem kom út með Megasi var nokkurs konar „underground” plata, þ.e. hún var ekki seld á almennum markaði hljómplötuverzlana, heldur nær einungis innan veggja Háskólans. Þrátt fyrir þetta fyrirkomulag seldist upp töluvert stórt upplag plötunnar. A henni flutti Megas lög og ijóð eftir sjálfan sig við eigin undir- leik á gitar. Útkoman varð væg- ast sagt tormelt, og höfðaði ein- göngu til þröngs hóps fólks, sem haföi gaman af sérstæðum text- um Megasar. Á „Millilendingu” verður hins vegar sú breyting, að i stað fábreytilegs gitarleiks heyrum við mjög góð tilþrif einnar vinsælustu stuðhljómsveitar landsins við ljóðasöng Megasar. Undirleikur Júdasar lyftir mörgum ljóðunum á plötunni mjög mikið upp, og nægir að nefna lögin. „Ég á ekki tölu, Jónas Ólafur Jóhannesson frá Hriflu,” og ,,Ég á mig sjálf”. Fjölbreytt og skemmtileg tón- listin gerir það að verkum, að ljóð Megasar verða mun að- gengilegri fyrir þorra fólks en áður. Þar er komin sú millilend- ing er ég minntist á i upphafi. Þaö vantar m jög litið upp á að þetta samkrull Megasar og Júdasar geri plötuna mjög góða, en þetta litla er samt mikilvægt atriði. Þó að textar fylgi með plötunni, þá er það slæmt, hversu framburður Megasar er illskiljanlegur á köflum. Þá er það gegnumgang- andi að Megas virðist vera á allt öðru plani en hljómsveitin, og hann fylgir alls ekki tónlistinni. Hann gæti þess vegna veriö að raula með uppáhalds plötunum sinum. Fyrra atriðið hlýtur að skrifast á reikning upptöku- mannsins, hann hefi getað blandað rödd Megasar ofar i lokahljóðblöndun en hann gerði. Um seinna atriðið verður að segjast að Megas er Megas. Næstkomandi mánudag mun hinn engilsaxneski plötusnúður Óðals efna til keppni á milli plötusnúða. Mun hún fara þannig fram, að þeir, sem staddir verða á staðnum og hafa hug á, munu fá tækifæri til þess að spreyta sig á tækjum húss- ins, en sá engilsaxneski, Stuart Austin, mun siðan taka að sér að skera úr um, hver sé beztur af þeim, sem reyna sig um kvöld- ið. Mun hann hljóta einhver verðlaun fyrir vikið. Ekki tókst Brambolti að afla sér upplýs- inga þess efnis, hvort einhverjir af starfandi plötusnúðum bæjarins myndu ætla að taka þátt i þessu gamni, en allavega verður gaman að fylgjast með keppninni og úrslitunum. Þeir hjá óðali ætla að fitja upp á ýmsum nýjungum á næst- unni og til að byrja með ætla þeir að hafa danskennslu á staðnum. Verða þar ' kenndir nýjustu diskódansarnir, sem hafa farið eins og eldur i sinu um heiminn undanfarið. Munu dansamir „Bump” og „The Hustle” verða kenndir til að byrja með en báðir eru þeir upprunnir frá Ameriku. Sagði Jón Hjaltason i Óðali, að hann vonaðist til að þetta yrði til að efla dansmenntina hjá gestum sinum og að sér fyndist hálf- leiðinlegt að sjá, hvernig fólk dansaöi i diskótekum þessa dagana. „Eins og fólkið dansar núna, gæti strákurinn verið i einu diskóteki, og stúlkan i öðru án þess að þau tækju eftir þvi.” Lonlí blú bojs halda til London Lonli blú bojs eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings á ný eftir að hafa notið góðs af velheppn- aðri metsöluplötu sinni. Þann 15. þessa mánaðar munu þeir félagar halda utan, nánar tiltek- ið til London, þar sem þeir ætla að freista þess að taka upp nokkur lög, er gætu allt eins orö- ið efni I nýja, stóra plötu. Ekki er ennþá vitað, hvaða lög verða á plötunni, en vafa- laust fylgja þeir félagar met- söluplötu sinni vel eftir, og verður þá næsta plata væntan- lega I svipuðum dúr. Samkvæmt upplýsingum, sem Brambolt aflaöi sér hjá Hljómaútgáfunni, þá mun hún gefa út væntanlega plötu LBB, en næsta plata, sem væntanleg er frá útgáfunni er sólóplata með Gunnari Þórðarsyni. Búið er að taka plötuna upp, og er hún tilbúin til pressunar. Mun hún væntanleg á markaðinn eft- ir u.þ.b. mánuð. Siöasta plata Hljómaútgáfunnar sem var með væntanlega einnig Klúbbnum. Af trióinu er það helzt að frétta, að þeir fóru af landi brott siðast- liðinn sunnudag áleiðis til New York. Þar var ætlunin að dvelja i tvær til þrjár vikur en halda siðan til Hollywood og taka upp plötu. Rúnar ekki í Brimkló Það liggur nú ljóst fyrir, að Rúnar Júliusson mun ekki ganga I hljómsveitina Brimkló að svo stöddu. Hann hefur það mikið að gera I hljómplötuút- gáfu Hljómanna að hann treystir sér ekki til að bæta meir á sig. Hins vegar kemur til greina, að hann starfi með Brimkló seinna meir, þegar hann hefur tima til þess, en nýja Brimkló mun allavega byrja að spila án hans. Bjarki Tryggvason mun koma I stað Sigurjóns Sighvatssonar á bassa og væntanlega einnig sjá að miklu leyti um söng. Gamla Brimkló spilar enn og veröur I kvöld að Hlégarði. Ekki er vist, að þetta verði þeirra sið- asta ball, en það gæti allt eins orðið. Gylfa Ægissyni hefur selzt nokkuð vel að sögn Rúnars Júliussonar hjá Hljómum. Söngkonurnar tvær, sem vcru I för með White Bachman trióinu, þær Stellina McCarthy og Lorenza Johnson, frestuðu för sinni til Bandarikjanna um rúma viku. Þær munu þvl ekki halda þangað fyrr en aö upptöku plötu WBT kemur, en dveljast hér þangað til og skemmta okk- ur. Siöastliðinn fimmtudag skemmtu þær I Tónabæ, I gær- kvöldi I Festi og á Vellinum. t kvöld munu þær koma fram með Paradis að Hellu og I Tóna- bæ, en annað kvöld troða þær upp i Restaurant Sesar og Einhliða og tilþrifalaus Frábært Spilverk Sfðastliðinn laugardag sýndi sjónvarpið tónlistarþátt sem bar nafnið Spilverk þjóðanna. Þátturinn var á sinn hátt mjög góður og á köflum frábær. Kemur þar margt til: tónlist Spilverksins er i senn uppruna- leg og félagarnir búa allir yfir sérstæðum persón uleika. Atriðin voru látlaus og passlega absúrd: runnu hvert inn i annað án nokkurrar áreynslu. Mynda- takan var með skemmtilegum kæruleysisbrag: lét vera að „demonstrera” hið absúrda, heldur tók þvi eins og fullkom- lega eðlilegum hlut, t.d. glimu- mennirnir dönsuðu inn i myndina og út úr henni, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ahorfandinn hékk þvi á köflum i lausu lofti og vissi ekki alveg hvemig hann ætti að bregðast við. Fyrir bragðið hélt myndin Spilverk þjóðanna I sjónvarpssal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.