Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 16
lý Vísir. Laugardagur 13. september 1975. | íSAG | D KVÖLD| Q □AG | D KVÖl L Q □AG | Útvarp kl. 21,45 á laugardag: Framhaldssögurnar í dagblöðunum Klukkan hálf fimm spjallar Jökull Jakobsson við hlustend- ur. Þar gefur hann landsmönn- um forsmekkinn af þvi hve framhaldssögur dagblaðanna eru skemmtilegar og áhuga- vekjandi. Hann mun siðan hringja i fólk Uti i bæ, til að spyrja það hvort það lesi fram- haldssögurnar i blöðunum. Flytjendur auk hans verða Steinunn Jóhannesdóttir og Karl Guðmundsson. Þá verður minnst 20 ára af- mælis Delta Rithm Boys og spil- uð nokkur lög, sem voru tekin upp á hljómleikum i Háskóla- biói árið 1963. — HH. Útvarp kl. 16,30: Dóra f Kaplaskjóli er mlkii hestakona. Sjónvarp kl. 18,55 á sunnudag: Gjafahrossið Myndin hefst á þvi, að eigin- kona timbursala nokkurs verður ekkja. Hún á tvo syni. Tekur eldri sonurinn við þvi að aka Ut eldi- viðnum en til þess notar hann vagn, sem dreginn er af hesti. Blaðamenn sjá strákinn af til- viljun og finnst það mjög sniðugt að ennþá skuli vera notaður hest- vagn i þessa leiðangra með timbrið. Tala þeir við strákinn en þegar þeir smella mynd af honum, þar sem hann situr upp á hestvagninum, þá fælist hestur- inn af blossanum og stekkur fyrir bil og deyr.. Þessir ágætu blaðamenn sjá nú að efnið er orðið enn betra. Segja þeir frá þessu i blöðunum og setja frásögnina þannig upp að strákurinn sé ekki aðeins ný bú- inn að missa föður sinn heldur sé hann einnig búinn að missa hest- inn. Peningarnir streyma að og keyptur er annar hestur.. HE. Hvernig getur bók, sem heitir „Ljóð vega salt", staðið kyrr? i júii I sumar gaf Heimskringla út ljóðabók eftir ungan höfund, scm heitir Sigurður Pálsson. Nefnir hann Ijóðabókina „Ljóð vega salt”. í kvöid mun þetta unga skáid iesa upp úr bók sinni nokkur ljóð. „Ljóðin i bókinni eru mishljóma samstæða, en undir niðri er tónninn af sama toga spunninn,” sagði höfundurinn. SJONVARP • Laugardagur 13. september 1975 18.00 Iþróttir.Umsjónarmaöur Omar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir I vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Nótt I líkhúsinu. Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Rolf Harris. Breskur söngva- og skemmtiþáttur. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. 21.40 Georgy (Georgy Girl) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1966. Aðalhlutverk Lynn Redgrave, Charlotte Rampling, Alan Bates og James Mason. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Georgina, eða Georgy, er ung og glaðleg hnáta. Hún gefur sig litt að karlmönn- um, en vinkona hennar og herbergisfélagi, Meredith, er hins vegar til I tuskið, og hefur með framferði sinu ó- fyrirsjáanleg áhrif á örlög þeirra beggja. Sunnudagur 14. september 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökúlsson. 18.25 Tönlistarhátið ungs fólk. 18.55 Kaplaskjól. Bresk fram- haldsmynd. Gjafahrossið. „En ég mun flytja ljóð i kvöld , sem sýna sem flestar hliðar af þessum demant”. „Ljóðin eru einkum frá Parisarárum minum, en þar stundaði ég nám i leikhúsfræðum og bókmenntum.” — Hefur bók þin selzt vel? . „Hvernig getur bók, sem heitir „Ljóð vega salt” staðið kyrr? — Um hvað fjalla ljóð þin? „Ljóðin skýra sig sjálf. Ef þau 19.20 lllé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 The New Settlers. Siðastliðið vor var breska söngsveitin The New Settlers á hljómleikaferða- lagi hér á landi, og kom þá meðal annars við i sjón- varpssal, þar sem þessi upptaka var gerð. Stjóm upptöku Egill Eðvarðsson. 20.50 Smásalinn. Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir A. E. Coppard. Aðalhlutverk Keith Coppard. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Harvey er farandsali, sem ferðast um sveitir og selur bændum og búaliði ýmiss konar nauðsynjar. Á bæ einum kemst hann i kynni við Mary og móður hennar, sem er roskin og heilsuveil. Móðirin biður Harvey að kvænast stúlkunni, sem innan skamms á að erfa jörðina, og er þar að auki álitleg i besta lagi. Honum list vel á þessa hugmynd, en vill þó ekki rasa um ráð fram. 21.40 Ilinn hinsti leyndar- dómur. Bandarisk fræðslu- mynd um rannsóknir á vit- undog lifskrafti. I myndinni er meðal annars fjallað um sjálfsvitund jurta og örvera, huglækningar og beitingu hugarorkunnar. Þýðandi og þulur Geir Vilhjálmsson. 22.20 iþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 22.50 Að kvöldi dags. gera það ekki þá gerir það eng- inn.” — Hefur þú fengizt við skáld- sögu- eða leikritagerð? „Ég treysti mér til að taka nokkra kafla i skáldsögu og koma öllu innihaldi þeirra fyrir I einu ljóði. Það er nú einu sinni svo með mig, Skáldiö, Sigurður Pálsson, að heimili sinu á Tómasarhaganum. að alltaf þegar ég byrja að skrifa „prósa”, þá enda ég i ljóði”. — Getur þú lifar af skáld- skapnum eingöngu? Nei ég hef aldrei getað komizt i nógu ódýrt fæði sem þarf til að geta lifað af listinni eingöngu. Þess vegna hef ég stundað aðra atvinnu jafnhliða. Siðastliðinn vetur kenndi ég við báða leik- listarskólana i borginni og i sum- ar starfaði ég sem fararstjóri,” sagði Sigurður að lokum. — HE, Útvarp kl. 19,35: „Armenía er nýr heim- ur fyrir íslending" — Gunnar M. Magnúss flytur fyrri þátt sinn um Armeníu — Armenia er alveg nýr heimur fyrir tslendinga, sagði Gunnar M. Magnús, sem flytur ferðaþátt um það ágæta land. — Ég dvaldi i Armeniu i tiu daga i ágústmánuði, sagði Gunnar. Þangað fór ég ásamt þeim Ólafi Ornólfssyni, loft- skeytamanni og Elinu Guð- mundsdóttur. Armenia er á landamærum Tyrklands og Iran að sunnan- verðu en Rússlands að norðan- verðu. Við ferðuðumst mikið um, fórum upp á hálendið, skoð- uðum borgir og söfn. Við dvöld- um I höfuðborginni Jerevan, sem er bæði eldgömul og ný.tizkuleg. Það er mikil velmegun i Armeniu. Ibúarnir sem eru Eranar lifa aðallega á útflutn- ingi á suðrænum ávöxtum, mjölvöru, kjötiðnaði, gúmmi- og baðmullarframleiðslu og fleiru. — Þetta er mjög failegt fólk, brúnleitt á hörund, svarteygt og móeygt, sagði Gunnar. Þeir eiTi kristinnar trúar og byggðu þeir fyrstu kirjuna sem sögur geta um. Vegna trúar sinnar hafa þeir átt i stööugum bardögum og það mjög illvíg- um. Tyrkir reyndu aö útrýma þeim en þeir eru múhameöstrú- ar. Eftir að fyrri heimsstyrjöld- inni lauk gengu þeir i samband með Sovétlýðveldinu.áður höfðu þeir verið undirokaðir af Tyrkj- um að hluta en að hluta sjálf- stæðir. Þessi þjóð hefur alið ýmsa fræga menn, þar á meðal tónskáldið Katsaturian, skák- manninn Petroshan skáldið Saroyan, sem siðan flutti til Ameriku, og fleiri. — HE. Útvarp kl. 14,00 í dag: Rœtt við umföluð- ustu menn ársins Á þriöja timanum i dag munu Edda Þórarinsdóttir, Guðlaug- ur Þorvaldsson, háskólarektor, og Thor Vilhjálmsson rithöfund- ur hella úr skálum vizku sinnar yfir landsmenn. Auk þess verða viðtöl við um- töluðustu menn ársins, þá Jónas jvristjánson og Þorstein Páls- son. Viðtölin eru tekin sitt I hvoru lagi en þeir fá sömu spurningarnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.