Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 13.09.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 13. september 1975. 9 öllum er i fersku minni heim- sókn svissneska landsliðsins i boði Bridgefélags Reykjavikur i vor. Þetta fræga landslið hlaut mikið burst hjá okkar beztu bridgemönnum og vakti mikla athygli hérlendis. En þar er ekki öil sagan sögð, þvi ég held að fáir geri sér grein fyrir þvi hve góð landkynning það er, að fá hingað til lands erlenda bridgemeistara, sem margir hverjir skrifa um bridge i við- lesin blöð og timarit. Einn Svisslendinganna, Tony Trad, skrifaði grein i Bridge Magazine þar sem hann lýsir heimsókninni og lofar aðbúnað og móttökur. Nafnagreinir hann Hótel Loftleiðir sem hann likir við hvaða alþjóðahótel sem er hvað þægindi og þjónustu snertir. Svisslendingarnir spiluðu i stórri Barometer-keppni og unnu Trad og Jean Besse hana naumlega. Besse fékk erfitt varnarviðfangsefni sem hann leysti farsællega. Besse sat i vestur og hlustaði á eftirfarandi sagnir: Suður Vestur Norður Austur 2 4 P 3 V P 4* P P P r Islenzkur tvífari Jean Besse Þessi mynd er frá Barometerkeppninni og sýnir Jean Besse spila við tvifara sinn frá íslandi, Benedikt Jóhannsson. Tveir tiglarþýddu þriggja lita hendi, 13-15 p. og þrjú hjörtu lof- uðu 8-9 spilum i hálitunum. A-v voru á hættu og Besse var heppinn að koma ekki inn á tveimur hjörtum með þessi spil: 4 10-9-8-5 V K-G-10-3 ♦ 10-2 4 A-7-3 44-3 V A-D-8-7-6-5-4 ♦ A-K- 48-2 bana spilinu en það liggur sjálf- sagt ekki á þvi að taka hjartaás- inn ef sagnhafi á einspil og þó? Ef sagnhafi getur tekið af vestri laufin og trompin og spilar siðan hjarta, þá er sama hvort Besse gefur eða drepur, sagnhafi hlýt- ur að vinna spilið. Besse tók þvi hjartaásinn og spilaði sig út á trompi. Þetta reyndist rétt ákvörðun þvi allt spilið var þannig: 4 10-9-8-5 y K-G-10-3 4 10-2 4 A-7-3 44-3 V A-D-8-7 ♦ A-K 48-2 4 A-K-D-G -6-5-4 V 2 t D-9-7:6 K-9-6-5 Besse spilaði út tigulás, Makker lét þristinn og það er augljóst að ekkert liggur á aö taka annan tigulslag. 4 7-6-2 ¥9 ♦ G-8-5-4-3 4 D-G-10-4 Næst kom tromp og sagnhafi virðist áhyggjulaus þegar hann drepur á gosann. Hann spilar lágtigli og Besse er aftur komin að. Ef suður er með eyðu i hjarta þá er sennilega erfitt að Þetta er nokkuð margslungið endaspil og manni virðist spilið standa. En prófið þið bara að vinna það eftir að Besse hefur tekið hjartaásinn og spilað sig út á trompi. Yetrarstarfið er óðum að hefjast hjó bridgefélögunum í Reykjavík Meistaratvímenningur BR hefst í mestu viku Úrslit eru nú kunn úr sumarspilamennsku Tafl- og bridgeklúbbsins og sigraði hinn kunni bridgemeistari, Einar Þorfinnsson. Hlaut hann 17 stig en stigagjöf var þannig háttað, að fyrsta sæti gaf 3 stig, annað sæt- ið 2 stig og þriðja sæti 1 stig, hvert kvöld er spilað var. Jafnir i öðru og þriðja sæti urðu Sigtryggur Sigurðsson og Sveinn Helgason með 16 stig. Stigahæsta konan var Kristjana Steingrimsdóttir með 11 stig. Allir þessir aðilar hlutu verð- laun fyrir frammistöðu sina. Aðalfundur TBK verður á mánudaginn kl. 20 i Domus Medica. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og laga- breytingar. Vetrarstarfið hefst siðan með fimm kvölda tvi- menningskeppni n.k. fimmtu- dagskvöld. Bridgefélagið Ásarnir i Kópa- vogi hefur vetrarstarfsemina með þriggja kvölda tvimenn- ingskeppni mánudaginn, 15. september. Bridgedeild Breiðfirðinga hefur starfsemina n.k. fimmtudagskvöld með tvi- menningskeppni og er spilað i Hreyfilshúsinu. Bridgefélag Reykjavikur hóf starfsemi sina s.l. miðvikudags- kvöld með eins kvölds tvimenn- ingskeppni. Var spilað i tveimur riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: 1. Guðmundur — Karl 278 2. Einar — Páll 244 3. Magnús — Steingrimur 228 4. Magnús — Sigfús 227 5. Stefán — Simon 226 6. Páll Jakob 224 Meðalskor 210. B-riðill: 1. Ester — Þorfinnur 205 2. Guðlaugur — örn 200 3. Jón — Guðmundur 198 4. Gisli — Gylfi 169 5. Björn — Ólafur 166 6. Björn — Þórður 165 Meðalskor 165. Næsta miðvikudag hefst I meistaratvimenningskeppni félagsins og er öllum heimil þátttaka. Þátttöku ber að til- kynna til stjórnarinnar sem allra fyrst. Hrafn Gunnlaugsson skrifar athyglinni vakandi allan timann — en gallinn við tónlist i sjón- varpi er oftast sá, að myndinni er ofaukið, og truflar fremur en hitt. Sé ástæða til að gera athuga- semd viðeitthvaði þættinum, er það kynningin á laginu „Icelandic Cowboy”, sem var til þess að negla áhorfandann aftur við sjónvarpstækið og brjóta uppkæruleysi myndatök- unnr. En ef þátturinn er borinn saman við annað islenzkt efni sem birzt hefur á skjánum, fær hann tvimælalaust einkunnina frábær. Um sumardagskrá Útvarpsins Oft hefur dagskrá útvarpsins verið litlaus og þurr en i sumar hefur þó hljóðvarpið keyrt algerlega um þverbak. Það hefur ekki bara verið litlaust og þurrt, heldur einstaklega leiðin- legt. Ef undan er skilinn lestur Jökuls Jakobssonar á kvöld- sögunni „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” i samantekt Martin Berheim-Schwarzbach, og þáttur Páls Heiðars, A þriðja timanum, er naumast hægt að benda á einn einasta dagskrár- lið sem vakið hefur áhuga eða glatt eyrað. Óhætt er að kenna bæði útvarpsráði og dagskrár- stjórum um, þvi séu dagskrár- stjórar uppþomaðir af nýjum hugmyndum ætti útvarpsráð að geta komið með ferskar uppá- stungur,sérstaklega þegar þess er gætt, að i útvarpsráði sitja mestmegnis nýir menn, sem ættu ekki að þjást af langsetu. Einhliða og tílþrifalaus Hér verða ekki eltar ólar við einstaka þætti, þvi það er heildarsvipur og fjölbreytni dagskrárinnar sem skiptir máli. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna þáttinn Á kvöldmálum (útvarpað á þriðjudögum strax eftir fréttir) sem dæmi um það tilþrifaleysi sem einkennt hefur dagskrána. Segulbandasafn Útvarpsins ætti að varðveita nokkur eintök þessa samsulls (af klaufalegum kynningum, máttlausum samtölum og kauðsku lagavali) sem dæmi um það hvernig útvarpsefni á ekki að vera. — Að visu hefur þessum þætti verið fækkað úr vikulegri útsendingu i hálfs- mánaöarlega og í staðinn er kominn nýr þáttur, I sjonmáli, sem hefur vakið nokkra von i þau fáu skipti sem hann hefur heyrzt. Hér eru a ferðinni ungir menn, sem full ástæða er til að vona að verði ekki strax gamlir ungir menn en ósköp finnst mér nafnið „1 sjónmáli” ófrumlegt og „fabrikerað”. Um leiö og dagskrána hefur skort alla dirfsku og frumleika, hefur tilbreytingaleysið aldrei veriö meira. Umsjónarmenn þáttanna eru allir á eina bókina lærðir. Ekki hefur bólað á pólitiskri satiru eða skemmtiþáttum. Engum dottið i hug að brydda upp á ljóðrænni einlægni (a’la Vilmundur). Hversdagskerksni (i anda Jökuls) verið óþekkt. (Aö visu er Jökull nýlega byrjaður með þátt á laugar- dagseftirmiðdögum og er það vel). Og fjörugir samtals-eða spurningaþættir dottið upp fyrir. Um dagskrárgreiðslur Útvarpiö kvartar oft yfir mannaleysi og fjárskort, en hvemig er hægt að ætlast til þess, að upp komi nýir menn og áhugavert efni. þegar greiðslur fyrir dagskrárefni eru með þeim endemum sem hér skal lýst: Reglan um dagskrárgreiðslur er i höfuðdráttum sú að borga eftir lengd dagskrár en ekki eftir þeirri vinnu sem lögð er i hverja minútu eða gæðum. Sá sem situr við hljóðnemann I hálftima, leikur plötur og spjallar um hitt og þetta, fær i flestum tilfellum betur borgað fyrir þennan hægðarleik (2-3 tima vinnu), heldur en maður sem stendur i þvi dögum saman að setja saman bita- stæðan gaman- eða alvöruþátt. Dagskrárgerðarmaður sem teygir lopann nógu mikiö, getur haft það af að koma sæmilega út úr fjármálum við Útvarpið, en sá sem leggur vinnu og tima i sína þætti, gæti eins fengið sér vinnu við að tina sveppi á Kaldadal i von um afrakstur. Þaö væri verðugt verkefni fyrir alla aöila að gera gagn- gera breytingu á reglum um dagskrárgreiðslur og endur- skoða algerlega mat á samsettu efni i Útvarpi, annars er hætt við að þrettándinn þunni frá þvi I sumar endist næstu árin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.