Vísir - 24.09.1975, Síða 2
2
Vlsir. Miðvikudagur 24. september 1975
VÍSBSm:
Hvað mundir þú gera ef þú
fengir milljón í dag?
Kolbrún Jónatansdóttir, skrif-
stofustúlka: Ja, hvernig á ég að
geta svarað þvi? Ætli ég mundi
ekki gera eitthvað sniðugt. Lik-
lega kaupa rhér bil, t.d. Cortinu.
Ég mundi þá hafa bilinn gamlan
til þess að geta átt einhvern af-
gang.
Kristján Guðnason, bílstjóri. Veit
það ekki. Það hef ég aldrei hugs-
að um. En ætli ég mundi ekki
reyna að fjárfesta i einhverjum
fasteignum. Alla vega mundi ég
hugsa mig ve) uin.
Steinþór Sigurðsson, sjómaður.
Ég mund nota hana til þess að
eignast aðra!
örn llafsteinsson, hilstjóri. Ég
mundi eyða henni. í hvað? Bara
vitleysu.
Filippia Guömundsdóttir, verka-
kona.Það veit ég ekki. Jú, likleg-
ast mundi ég kaupa mér hús eða
ibúð. Ég á ekkert slíkt, heldur
leigi ég.
Þo rh j ö rg Þórarinsdóttir,
hjúkrunarkona, húsmóðir með
meiru. Það er ekki gott að segja.
Ég mundi sennilega leggja i eitt-
hvert lyrirtæki og laga til á minni
jörð. Þaö er það eina sem ég
myndi gera, peningarnir eru svo
verðlitlir núna.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Hýðið
þroskoð
þess vegna springa kartöflur
Lesandi i VIsi spurði af hverju kartöflur spryngju. Hér kemur svar-
ið:
„Gullauga og reyndar Helga vanþroskað, þegar kartöflurnar
lika sem er skyld tegund eru teknar upp.”
springa af þvi hýðið er svo Þetta sagði Jóhann Jónasson,
forstjóri Grænmetisverzlunar
landbúnaðarins, er við spurðum
hvers vegna kartöflur
spryngju, vegna fyrirspurnar
frá lesanda.
Hann sagði ennfremur að
þegar kartöflurnar væru teknar
upp væri þær nærri því eins
viðkvæmar og egg. Ef þeim er
til dæmis kastað i fötu heyrist
hvellur er þær spryngju.
Hiði kartaflnanna þroskast
siðast. I Noregi er sú aðferð við-
höfð við kartöflurækt að grasið
er slegið eða þvi eytt 10-14 dög-
um áður en tekið er upp. Þá
hættir vöxtur ogbýðisfrumurnar
taka til að vaxa. Verður það þá
sterkara og springur siður. Við
hér á íslandi höfum svo stutt
sumar að við getum ekki leyft
okkur þessa aðferð.
Ástæðan fyrir þvi að kartöflur
springa I moldinni yfir sumarið,
er misjafnt tiðarfar. Til dæmis
ef það er mjög kalt i nokkra
daga og síðan kemur hiti og svo
jafnvel aftur kuldi.
Árœði?
Hannes H. Gissurarson
skrifar:
Undir nýrri ritstjorn hefur
Visir mjög breytzt til batnaðar,
fréttir orðið áreiðanlegriog for-
ystugreinar skynsamlegri. Og
önnur dagblöð hafa tekið við þvi
hlutverki gangstéttablaðanna
gulu,sem Visir gegndi stundum
áður: að „þora”. — Mér brá
þess vegna illa, er ég sá þessa
klausu i mánudagsblaðinu:
„Það voru svo nokkrir hressi-
legir strákar sem tóku af skarið
og gripu nokkra Karlsberg. Og
svo loks kom einn, sem gekk
hiklaust að kassanum, tók hann
undir hendina og labbaði með
hann á braut. Að sjálfsögðu
fengu þeir, sem höfðu áræðið, að
eiga sinn bjór. Verði ykkur að
góðu.” Framtakið var að koma
fyrir bjórkassa i Austurstræti
ogathuga viðbrögð vegfaranda.
Hugmyndin er að visu fengin að
láni frá dönskum blaðamönn-
um, og var vettvangur þeirra
Ráðhústorgið í Kaupmanna-
höfn. En athugasemdin ofan-
greinda er þó öllu verri, og
verður ekki þagað við henni. ís-
lenzk tunga á mörg orð um þann
verknað, sem heitir „hressi-
legir” strákar höfðu „áræði” til
að vinna, — að taka verðmæti
traustataki. Og þeir hafa verið
fremur fáir, sem lofað hafa
slikar athafnir. A klausuna þarf
ekki að eyða fleiri orðum, en ég
vona, að Visismönnum verði
ekki á fleiri slik mistök.
„Þjáningarfullt
að hlusta á
útvarpserindið'
Útvarpshlustandi
skrifar:
S.l. mánudag varð ég
fyrir þeim leiðindum
að hlusta á þáttinn
„Um daginn og veg-
inn” fluttan af Bene-
dikt Bogasyni, verk-
fræðingi. Sjaldan hef
ég þjáðst jafn mikið
undir útvarpslestri og
það kvöld og það eina
sem bjargaði geðheils-
unni voru manu-
dagslögin sem komu
strax á eftir.
Flutningur þáttarins var allur
með endemum og mismæli voru
fleiri en setningarnar sem mað-
urinn sagði. Mér finnst að Ut-
varpsmenn ættu að kanna
lestrarkunnáttu þeirra sem ætla
að lesa fyrir alþjóð áður en lest-
urinn hefst og gera þær kröfur
að lesandinn standist unglinga-
próf i lestri. Auk þess voru mál-
villur geysimargar og tók hjart-
að aukakipp við hverja þeirra
og reyndist ógjörningur að
telja hjartaslögin. Mállýti voru i
næstum hverri málsgrein, röng
notkun orðtaka og erlend orð
sem venjulega heyrast ekki i út-
varpi heldur eingöngu I daglegu
máli (sem er yfrið nóg), voru
voru þarna lika.
Ekki fundust mér skoðanir
mannsins heldur neitt sérstak-
lega yndislegar en skitt með
þær á þessu stigi málsins. Hitt
þykir mér verra ef skoðanir
þessar (sem yfirleitt spegla
sjónarmið núverandi valdhafa)
komast ekki á framfæri á betri
hátt. Þá er hætt við að eftir
næstu kosningar komi ný rikis-
stjóm með önnur sjónarmið.”
„Margur heldur mig sig"
„Flesta kitlar orð I eyra
ef eitthvaö mcrgjað finnst.
Þvi vill ekki þjóðin heyra
þá, sem ljúga minnst”
(Káinn).
Miklar fréttir og mergjaðar gleðja góða
blaðamenn, þvi að þá seljast blöðin bezt.
Þegar engar fréttir finnast, er stundum
gripið til þess að búa til mikið Ur litlu sbr.
striðsfyrirsagnirnar ,,S1S endurvekur
einokunarverzlun á Islandi” og „Dularfullt
dufl úr Dritvikinni” I Visi, fimmtud. 11.
sept. Þetta merkilega dufl reyndist þó að-
eins ósköp meinlaus og innantóm netakúla
og eins mun um þessar stórfréttir báðar,
innihaldið heldur litið.
Þar sem min er hlýléga getið i blaðinu, án
þess að haft hafi verið fyrir þvi að tala við
mig, óska ég að koma með smáathuga-
semd.
Greinin um einokun SIS byggist á kvört-
un Hermanns Einarssonar, blaðaútgefanda
og kaupmanns i Vestmannaeyjum, undan
ofriki kaupfélagsstjórans i Eyjum, er hafi
látið loka fyrir viðskipti hans við SIS.
Hlutverk Innflutningsdeildar Sambands
Isl. samvinnufélaga er að sinna þörfum
kaupfélaganna og félagsmanna þeirra með
þvi að útvega þeim góðar vörur með sem
hagstæðustum hætti. Tel ég, að þaðhljóti að
sitja i fyrirrúmi fyrir þjónustu við kaup-
mcnn, enda munu rnargir aðrir reiðubúnir
til að sinna þeim hluta innflutnings lands-
manna. Þó mun SIS eiga viðskipti við kaup-
menn bæði hér I Eyjum og annars staðar og
selja þeim vöruflokka, sem kaupfélög á
viðkomandi stöðum ekki verzla með.
Hermann E. rekur hér Verzlunina
Miðhús og verzlar með sportvörur og leik-
föng. Á miðju siðasta ári, mun hann hafa
óskað eftir þvi að fá að kaupa byssur og
skotfæri hjá StS. Þar sem Kf. Vestmanna-
eyja verzlar ekki með slika hluti, sam-
þykktiég það fúslega. Fljótlega fór hann þó
að færa sig upp á skaftið og vildi einnig fá
leikföng o.fl. Þar sem við höfum hér á
boðstólum þau leikföng er Innflutningsdeild
SIS er með, sá ég enga ástæðu til að sam-
þykkja það, enda væntanlega engin vand-
kvæði l'yrir hann að fá þessar vörur annars
staðar.
Skal þess i þessu sambandi getið, að til að
ná sem hagstæðustum innkaupum á þess-
um vörum o .fl. hefur töluverðum hluta inn-
kaupa kaupfélaganna i gegn um
Innflutningsdeild SIS verið hagað þannig,
að gerðar hafa verið stórar sameiginlegar
pantanir „SAMKAUP” með löngum fyrir-
vara. Sér SIS siöan um að leysa vörurnar út
og skipta þeim samkvæmt þessum pöntun-
um.
Aðspurður sagði ég Hermanni, að ég sæi
enga ástæðu til að hann fengi af þessum
„SAMKAUPAVORUM” Kaupfélaganna,
né öðrum þeim vörum hjá StS, er við
verzluðum hér með. Flitt mætti standa, er
um hefði verið talað, að hann fengi þar bæði
byssur og skotfæri. Fyndist mér auk þess
Innflutningsdeild StS hafa prýðilega nög
annað við sina aura að gera en binda þá í
innflutningi fyrir aðra en aðildarfélög sin,
meðan þau vantaði ef til vill ýmsar nauð-
synjavörur.
Þeir, sem eitthvað hafa komið nálægt
verzlun, vita aðalgengter, að innflytjendur
hafi sina ákveðnu umboðsaðila i bæjum
úti á landsbyggðinni, og selja þá ekki sömu
vörur til annarra verzlana á þeim stað. Er
algengt að sjá auglýsingar innflytjenda,
þar sem þeir auglýsa þessa útsölustaði sina
um land allt. T.d. seldu hér tvær verzlanir
hljómplötur frá ákveðnu fyrirtæki, þar til
nýlega, að innkallaðar munu hafa verið
allar plötur frá annarri, en hin hélt áfram,
enda mun hún hafa talið sig vera hér einka-
umboðsmann. Um þetta veit Hermann
Einarssonað sjálfsögðu ekki neitt. Af sömu
ástæðum hefur Kf. Vestmannaeyja ekki
alltaf getað fengið þær vörur, sem viö
gjarnan vildum verzla með en einnig eigum
við prýðileg viðskipti við mörg fyrirtæki
með þessum hætti. Hef ég ekki séö ástæðu
til að gráta i dagblöðum þó að maður geti
ekki verið alls staðar.
Með beztu kveðjum og fyrirfram
þakklæti fyrir birtinguna.
Virðingarfyllst,
Georg Hermannsson,
kaupfélagsstjóri,
V'estm annaeyjum.”