Vísir - 24.09.1975, Síða 16

Vísir - 24.09.1975, Síða 16
16 Vfsir. Miðvikudagur 24. september 1975 SVERRIR PÁLSSON, SKÓLASTJÓRI A AKUREYRI: Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, setti skólann við athöfn i Akur- eyrarkirkju á mánudag. — í skólanum verða i vetur «20 nemendur, 550 stúlkur og 270 piltar. — í skólasetningarræðu vék Sverrir að máli sem mjög er verðugt ihugunar og skóiamenn hafa gefiðof lítinn gaum, þar til Sverrir ryður nú brautina. — Hann varpar fram þeirri spurn- ingu hvort forráðamenn skóla- mála séu á réttri braut, þegar þeir ætla sér að stytta til muna sumarhlé skólanna. — Þá fjall- aði Sverrir all-nokkuð um verk- námskennsiu. — Hann sagði i gær, að það væri mikið alvöru- mál og raunar brennandi mál fyrir Akureyri og nágranna- byggðarlögin, ef skólatiminn yrði styttur. Mikil vinna væri i september, þar sem unglingar ynnu þjóðnytjastörf. — Við grip- um inn i ræðu Sverris, þar sem hann byrjar að tala um verk- námið: Eins og ég gat um áðan, verð- ur verknám aukið nokkuð frá þvi, sem var,ekki sist i 3. bekk. I landsprófsdeildum verða nemendastundir 2, og fá piltar annaðhvort smiðar eða föndur, en stúlkurnar annaðhvort sauma eða hannyrðir, eftir þvi, hvaða deild á i hlut. t tveimur af almennu bóknámsdeildunum og i hjálpardeild verður piltum kennt bæði föndur og smiðar en stúlkum bæði saumar og hann- yrðir. Iðnkynning. — í þriðju almennu bóknáms- deildinni, sem til þess var valin með hlutkesti, fer fram til- raunakennsla i þvi, sem við höf- um nefnt iðnkynningu, og kem- ur hún i stað handavinnukennsl- unnar. Tilraun þessi er gerð á vegum Menntamálaráðuneytis- ins með vitund og vilja skóla- nefndar Akureyrar, og hefir Akureyri sérstaklega verið val- in til þessarar tilraunar vegna hinna mörgu blómlegu iðnfyrir- tækja i bænum og gamallar iðn- menningar hér. Svipuð tilraun verður gerð til kynningar á landbúnaði og framleiðsluvör- um hans á Selfossi og á sjósókn og fiskiðnaði sennilega á Akra- nesi. Kennslutilraunir þessar eru til undirbúnings námsskrár- gerðar og námsefnisöflunar vegna áforma um vaxandi og fjölbreyttari verknámskennslu i islenskum skólum i framtiðinni, og ég legg áherslu á, að lita verður á þessa kennslu fyrst og fremst sem tilraun, sem leitar forms og mótunar með þeirri reynslu, sem einungis fæst með þvi að prófa sig áfram. Mig grunar, að nemendur annarra hli’óstæðra bekkjardeilda þykist afskiptir og jafnvel órétti beitt- ir, úr þvi að þeim er ekki á sama hátt gefinn kostur á þessu námi, en eftir nána athugun og um- hugsun þótti hvorki rétt né fært að hafa tilraun þessa of fjöl- menna eða stóra i sniðum. Verksmiðjur og iðnfyrirtæki hafa sýnt mikinn áhuga Skólarannsóknadeild Mennta- málaráðuneytisins átti frum- kvæði að nýmæli þessu, og snemma á siðasta vori komu þeir Hörður Lárusson og Stefán Ólafur Jónsson, deildarstjórar, hingað norður og áttu fundi með formanni skólanefndar, fulltrú- „...svo oð nemendur verði ekki reynslulausir glópar, skilningslausir apar og menntunarsnauðir ólfar út úr hól, ón lífsnauðsyn- legrar snertingar við þjóð- lífið sjólft og œrlega vinnu" um ýmissa verksmiðja og iðn- fyrirtækja á Akureyri, forráða- mönnum skólans og hand- mennta- og heimilisfræða- kennurum hans. Einnig var á fundinum Valgarður Haralds- son, námsstjóri, sem frá upp- hafi hefir verið mikill áhuga- maður um þetta mál. Fleiri fundir voru haldnir i' vor og i sumar, bæði hér á Akureyri, i Reykjavik og i Reykholti i Borgarfirði og smám saman tóku hugmyndirnar, sem i fyrstu voru óljósar og hikandi, að nálgast veruleikann og form- ast á framkvæmdastigi. Svo samdist um, að ráðuneytið réð Guðmund Gunnarssor., kenn- ara, til þess að undirbúa kennslutilraunina og sjá um framkvæmd hennar en Bern- harð Haraldsson, kennara, til þess að taka saman sagnfræði- legan fróðleik sem snerti efnið, — og þá einkum iðnaðarsögu Akureyrar, — sem nota mætti til hins bóklega þáttar iðnkynn- ingarinnar. Ég vil sérstaklega taka fram að verksmiðjur og iðnfyrirtæki hér í bæ sem leitað hefir verið til um samvinnu i þessu máli og fulltrúar þeirra hafa sýnt afar mikinn áhuga og eru mörg hver þegar búin að leggja mikla vinnu fram við skipulagningu og undirbúning og hafa jafnvel bakað sér all- mikinn kostnað. Allir full- trúarnir og forráðamennirnir hafa verið boðnir og búnir að veita alla hugsanlega aðstoð, miðla hugmyndum og sérþekk- ingu og enginn þeirra talið eftir sér fyrirhöfn og tima. Fyrir þessar undirtektir og fúsleik til samstarfs vil ég leyfa mér að þakka, um leið og ég þakka öll- um þeim, sem unnið hafa að undirbúningi þessarar kennslu- tilraunar á einn eða annan hátt. Ég vil á sama hátt leyfa mér að vona, að þeir nemendur, sem munu taka þátt í henni, leggi sig alla fram um að láta hana tak- ast vel og farsællega, þannig að hún verði i senn skólanum til sæmdar, nemendum til ánægju og þroska og þeim mönnum, sem lærdóma munu draga af niðurstöðunum, til glöggvunar og leiðbeiningar við skipulagn- ingu framtiðarkennslu af þessu tagi. Eru forráðamenn fræðslumála á réttri leið? t framhaldi af þessu veit ég ekki, hvort ég þori að nefna þá hugsun, sem stundum hefir læðst að mér og átt til að verða nokkuð áleitin: spurningin um, hvort forráðamenn fræðslumála muni vera á réttri leið, þegar þeir ætla sér að stytta til muna sumarhlé skólanna og þar með gera nemendum mun erfiðara fyrir að afla sér vinnu, en í stað- inn að efna til dýrrar skóla- kennslu um verk og vinnubrögð, svo að nemendur verði ekki reynslulausir glópar, skilnings- lausir apar og menntunar- snauðirálfar út úr hól ánlifsnaui synlegrar snertingar við þjóðlif- ið sjálft og ærlega vinnu. Væri ekki nær að lofa unga fólkinu að stunda likamlega vinnu um bjargræðistim ann og jafnvel ætlast til þess af þvi, eins og kfn- verjar gera? Ekki geðjaðist Stefáni G. að andlegum igulker- um ótal skólabóka, mönnum, sem lifa á gervi-heimi fræðanna án þess að þekkja af eigin raun gildi strengja og svita. Er ekki kenningin um ávinninginn af lengri árlcgri nýtingu skólahús- anna i þörf fyrir endurskoðun? Þætti það góð hagfræði hjá bónda að reka fé sitt heim úr af- rétt um hásumar og taka það á hús og gjöf til þess að fá lengri árlega nýtingu fjárhúsa sinna? Matreiðsla og heimilisfræði hjá öllum nemendum 1. bekkjar Enn er þess að geta, að nú verður tekin upp kennsla i mat- reiðslu og heimilisfræðum hjá öllum nemendum 1. bekkjar, piltum jafnt sem stúlkum, eins og tíðkast hefir i 4. bekk. Þetta er unnt vegna fækkunar nem- enda i 4. bekk, þannig að skóla- eldhúsið er nú lengur til ráð- stöfunar handa 1. bekk en áður. Ég veit, að boðendur jafnréttis kynjanna munu fagna þessu. Hin aukna handmennta- kennsla á rætur að rekja til breyttrar viðmiðunarstunda- skrár, sem Menntamálaráðu- neytið gefur út. Þar er að visu einnig gert ráð fyrir valgreinum i 3. bekk og að nokkru leyti i 2. bekk, en gögn um þær, fyrir- komulag og námsþætti bárust svo seint á vorinu, að ekki þótti fært að leggja út i miklar nýjungar á þvi sviði án rækilegs undirbúnings. Sumir þættir, svo sem um námsgögn og náms- bækur, liggja jafnvel ekki fyrir enn. Okkur þótti þvi einsýnt að fresta valgreinakennslu hér um eitt ár, en nota timann þangað til til þess að undirbúa hana bet- ur og afla nánari vitneskju um reynsluna annars staðar. Hitt er einnig staðreynd, að nemendur þurfa að kjósa sér valgreinar á vorin og þá eftir rækilega kynn- ingu og umhugsun, ef eitthvert vit á að vera i skipulagi kennsl- unnar. Kennarar þurfa og að hafa tima til undirbúnings og útvegunar efnis og gagna, ef vel á að vera. Hvorugt gat orðið á siðastliðnu vori, þar sem þær fáu og stuttorðu leiðbeiningar, sem ráðuneytið sendi, bárust ekki fyrr en eftir að flestir nem- endur voru farnir og meðan kennarar voru i prófaannriki eins og það verður mest. Málinu kann þar að auki að vera unnið tjón með þvi að flaustra að undirbúningi þess og flyta sér um of. Þvi þótti nú betur heima setið um sinn en af stað farið. Kæru nemendur. „Dagur es upp kominn / dynja hana fjaðr- ar / mál es vilmögum / að vinna erfiði,” segir i Bjarkamálum hinum fornu, sem Ólafur kon- ungur Haraldsson hinn helgi kallaði Húskarlahvöt. Fram- undan eru margir dagar erfiðra viðfangsefna i' námi ykkar. Þið verðið menn að meiri, ef þið lát- ið ekki hugfallast frammi fyrir þeim, heldur gangið til atlög- unnar hiklaus og hugprúð. Sigurinn styrkir ykkur og eflir til enn meiri átaka i námi og starfi. Notið vel dagana, sem ykkur gefast, þeir koma aldrei aftur. „Kenn oss að telja daga vora, að við öðlumst viturt hjarta,” segir i'helgum fræðum. Hugleiðið þau orð, þau geyma mikinn sannleika. Við getum lika vikið þessum orðum örlitið við án teljandi merkingar- röskunar og sagt: „Kenn oss að nota daga vora, nota þá rétt, okkur sjálfum og öðrum til hags, heilla og blessunar.” Með þeim orðum segi ég Gagnfræðaskólann á Akureyri settan og 46. starfsárhans hafið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.