Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65.árg.— Föstudagur 26. september 1975 —219. tbl. - heitir nýútk sjúlfsœvisoga Goldu Meir, þar sem hún leyfir lesendum að skyggnast með sér að tjaldabaki — sjú bls. 6 ENN EINUM LANDSLIÐS- MANNI BOÐIÐ TIL ÚTLANDA — sjó íþróttaopnu Getur þú lifoð af ellilífeyri þínum? — sjú bls. 11 19 hjónabönd oð baki — er enn til í tuskið - sjó NÚ bls. 14-15 LANDSLIÐS- NEFNDIN SPRAKK! Viðar Símonarson „einvaldur" landsliðsins í handknattleik eftir úgreining við þó Karl Benediktsson og Birgi Björnsson — sjú íþróttaopnu „Hornklofinn" — nýr þóttur t dag hefst i blaöinu nýr þátt- ur, sem nefnist „Hornklofinn”. Höfundur nefnir sig Pétur, og mun hann skrifa um hvaðeina, sem honum þykir vert að eyBa bleki sínu i. Búast má við, að hann geti orðið harðorður á stundum, og skafi ekki utan af hlutunum. Ráðherra vinnur að lokaundirbúningi fjárlagafrumvarps í frétt Visis i gær var sagt, að Matthias A. Mathiesen fjármála- ráðherra væri i sumarleyfi er- lendis um þessar mundir. Þessar upplýsingar voru á misskilningi byggðar. Fjármálaráðherra kom heim úr sumarleyfi fyrir viku. Hann hefur að undanförnu unnið að lokaundirbúningi fjárlaga- frumvarpsins, en það verður lagt fram i byrjun þings nú i október. Þessi mynd hefur aldrei birst áður: Nonni og séra Octa víus í Japan 1937 Góðlegir kirkjunnar menn fyrir framan linsu japansks ljósmyndara áriö 1937. Séra Octavius er til vinstri, Nonni til hægri. Þessi mynd hefur aldrei birzt áður. Hún fer nú f Nonna-húsiB á Akureyri. Myndin hér aö ofan hef- ur aldrei birzt áður. Hún er af rithöfundinum og prest- inum Nonna, Jóni Sveins- syni, og séra Octavíusi Þorlákssyni, trúboða og konsúl Islands í San Fran- cisco í mörg ár. Anna Snorradóttir, sem var einn af frumkvöðlum að stofnun Nonna-hússins á Akureyri, fékk þessa mynd frá dóttur Octavíusar i San Francisco þegar hún var þar I heimsókn fyrir nokkru. Hún kom með myndina heim, til að setja hana i Nonnahúsið. Visir fékk leyfi hjá Onnu til að birta myndina. Myndin var tekin i Japan árið 1937. Nonni var þá á heimsferða- lagi sinu. Hann dvaldist tvo mán- uði i Japan, hjá Octaviusi, sem var trúboði þar. Þeir Nonni og Octavius fóru saman til japansks ljósmyndara, sem festi þá á filmu með mikilli viöhöfn. Nonni er annar af tveimur þekktustu rithöfundum íslend- inga. Bækur hans hafa veriö þýddar á 30 tungumál. Octavius Þorláksson er enn lif- andi. Hann býr i San Francisco. Anna Snorradóttir sagði Visi, að Octavius hefði sagt, að Nonni hefði verið bezti gestur, sem hægt var að fá. Octavius var trúboði i Japan i 25 ár. Hann slapp naumlega frá Japan, áður en árásin á Pearl Harbour var gerð, og strið hófst milli Bandarikjamanna og Jap- ana. Anna Snorradóttir kom einnig með heim frá San Francisco tvær Fálkaorður, aöra hafði faðir Octaviusar fengið, en hina fékk Octavius. —ÓH Borgarfulltrúar m mm sjálfstœðismanna OSKU wTTIl opinbem rannsókn Aðalfulltrúar og vara- fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hafa sent Rikissaksóknara bréf, þar sem óskað er eftir því að hann feli sakadómi Reykjavíkur að kanna, hvort um saknæmt at- ferli hafi verið að ræða í sambandi við lóðarút- hlutunina til Armanns- fells. t bréfinu segir, að ljóst sé, að ekki muni nást samkomuiag um skipan nefndar innan borgar- ráðs til þess að kanna þær ásak- anir, sem bornar hafa verið fram um meint misferli við út- hlutun lóðar til byggingar- félagsins Armannsfells hf. Lóð- arúthlutunin var samþykkt 29. ágúst sl. Undir þessa beiðni rita: Birgir Isleffur Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Magnús L. Sveinsson, Markús örn Antons- son, Davið Oddsson, Páll Gisla- son, Elin Pálmadóttir, Ragnar Júliusson, Sveinn Björnsson, Valgarð Briem, Hilmar Guð- laugsson, Margrét Einarsdóttir, Sveinn Björnsson verkfr., Sig- riður Asgeirsdóttir og Bessi Jó- hannsdóttir. Þessi ákvörðun var tekin á fundi i borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna, sem haldinn var siðdegis i gær. Fjar- staddir voru: Ólafur B. Thors, Gústaf Einarsson og Olfar Þórðarson. 1 fréttum Visis i gær um Ar- mannsfellsmálið var greint frá yfirlýsingum Birgis tsleifs Gunnarssonar borgarstjóra og Alberts Guðmundssonar, þar sem þeir lýstu sig reiðubúna til þess að leggja rannsókn málsins fyrir sakadóm til þess að leiða hið rétta i ljós. —ÞP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.