Vísir


Vísir - 26.09.1975, Qupperneq 6

Vísir - 26.09.1975, Qupperneq 6
6 Vísir. Föstudagur 26. september 1975 visrn Ctgefandi: Framkvæmdast jóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjórifrétta: Fréttastjóri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: AfgreiOsla: Ritstjórn: y Reykjaprent hf. Daviö Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hvérfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprcnt ni. Að hlaupa fyrir fé og renna fyrir fisk í umræðum um menntamál á undanförnum árum hefur verið lögð rik áherzla á lengingu skólaársins. Menn hafa talið nauðsynlegt að feta i fótspor ann- arra þjóða i þessum efnum. Með grunnskólalögun- um var stigið stórt skref i þessa átt. Háskólakennsl- an hefur einnig verið að færast smám saman i þenn- an farveg. . Breyttir þjóðlifshættir hafa gert menntun æ mikilvægari fyrir þjóðfélagið. Eftir þvi sem þjóð- félagsstarfsemin hefur orðið flóknari hefur þörfin fyrir sérþekkingu farið vaxandi. Hitt er aftur á móti vafamál hversu langt við eigum að ganga á þeirri braut að lengja árlegan skólatima. Fyrir nokkrum árum ræddi kunnur rithöfundur og núverandi alþingismaður um nauðsyn þess að háskólastúdentar þyrftu ekki að vinna með námi og gætu helgað sig þvi eingöngu. Þetta var rökstutt með þvi að á alþjóðaþingum væri ekki að þvi spurt hvort íslendingar hefðu hlaupið fyrir fé eða rennt fyrir fisk, heldur hversu gagnmenntaðir þeir væru. Skoðanir af þessu tagi hafa mótað i rikum mæli þróun menntamála hér á landi á siðustu árum. Meðal háskólastúdenta er t.a.m. veruleg tilhneiging til þess að vinna ekki með námi. Hér er einfaldlega komið að þeirri spurningu hvort menntunin komi að fullum notum ef þeir, sem hennar njóta, eru ekki i lifandi tengslum við þjóðlifið sjálft. Umsjón: GP IBOHBBBBBaaBBBBBOBBOBBBBBBBBBBBBI iaoaBBBB»»BaB»BaBBBBBBBBBUBMB»l ISSSSSS Forsætisráöherrann ávarpar ,,Knesset' þing tsraels Afleiðingin af lengingu skólatimans hefur orðið sú að yfirvöld fræðslumála hafa komið af stað tilraun- um með að færa verkkennslu i auknum mæli inn i skólana. Nú á að kenna reynslu hins daglega lifs á skólabekk. Fram til þessa hafa skólanemendur get- að aflað sér slikrar reynslu með sumarvinnu. Sverrir Pálsson skólastjóri vék að þessu vanda- máli i ræðu við setningu Gagnfræðaskólans á Akur- eyri fyrir skömmu. Hann sagði að það væri spurn- ing hvort forráðamenn skólamála væru á réttri leið með þvi að efna til dýrrar skólakennslu um verk og vinnubrögð svo að nemendur verði ekki reynslu- lausir glópar, skilningslausir apar og menntunar- snauðir álfar út úr hól án lifsnauðsynlegrar snertingar við þjóðlifið sjálft og ærlega vinnu. Hér er vissulega vakin athygli á spurningu, sem vert er að leiða hugann að. 1 fljótu bragði sýnist það vera eðlilegra að hafa skólahléin heldur lengri og gefa nemendum kost á að afla sér raunverulegrar reynslu i atvinnulifinu. Með þessu er ekki verið að varpa rýrð á fræðslustarfsemi i skólum og á þeirra vegum um atvinnuhætti landsmanna. Þvert á móti er þar um gagnmerkan þátt i skólastarfi að ræða. Hitt er álitamál hversu langt við eigum að ganga á þeirri braut að lengja skólatimann. Jafnvel há- skólastúdentum er nauðsynlegt að kynnast atvinnu- starfsemi af einhverju tagi þó að þeir stefni að þvi að verða gagnmenntaðir. Það er full ástæða til þess að vara við þeirri þróun sem átt hefur sér stað i þessum efnum. Þrátt fyrir allt getur það verið nokkurs virði að hafa hlaupið fyrir féogrennt fyrir fisk. 8 ■B BB 8 Henry Kissinger, uta nrikisr áðh err a, hafði nær alveg gefið viðræðurnar i fyrra milli Sýrlands og ísra- els um afvopnunar- samkomulag upp á bátinn. En Golda Meir fékk talið hann á að gera siðustu úrslita- tilraunina og hún hreif. Þetta kemur fram i bók, sem kom Ut eftir Goldu Meir i London I gær. „Ævi min” heitir þessi sjálfsævisaga, gefin Ut af Weiáenfeld og Nicolson. I bókinni kemur fram mikil aödáun hennar á dr. Kissinger, sem hún segir að hafi allt til brunns að bera: „Gáfur, kost- gæfni, Uthald og þá staðreynd, að hann kemur fram i nafni voldugasta rikis veraldar....” Fréttamenn, sem fylgdust meö maraþonviðræðunum i mai i fyrra, urðu þess varir, að upp Ur þeim virtist ætla að slitna. Golda Meir, sem viða i bók sinni veitir lesandanum tækifæri til aö skyggnast að tjaldabaki, upplýsir hversu nærri þessar umræður höfðu farið Ut um þUfur. Síðasta tilraunin hreif tsrael hafði hafnað siðustu kröfu Hafez A1 Assad, Sýrlands- forseta, og dr. Kissinger hafði sagt við Meir: „Þessu er þá lokiö. (Aðstoðarutanrikis- ráðherra Joseph) Sisco fer þá á morgun til Damaskus með fyrirmæli um að tilkynna þeim, að það verði ekki af frekari viðræðum, og að við leggjum til, að sameiginleg yfirlýsing verði gefin.’.’ En siðar um kvöldið átti Kissinger annan fund með Goldu Meir og spurði hana hvort hUn héldi að hann ætti að fara sjálfur. „Þvi sagði ég: „Sjáðu til. Ég veit eitt fyrir vist. Ef þú ferð sjálfur er smámöguleiki á þvi að þér takist það i þetta sinn. Annars er enginn möguleiki”, skrifar Golda Meir, og bætir þvi við að Sisco hafi verið henni sammála. „Ó.K... ég skal fara. Má vera, að ég geti eitthvað gert,” hefur hUn svo eftir Kissinger. Hann kom frá Damaskus kl. 1.30daginneftirog hitti straxað máli samninganefnd Israels. Meir bætir við i frásögn sinni: „Hann vatt sér inn og sagði: „Þetta er allt I lagi. Okkur tókst það.” íngin rauðsokka Eftir að hafa verið 50 ár i sviðsljósinu, kann Golda Meir, sem nU er 77 ára, frá mörgu sliku að segja. En sjálfsævisaga hennar greinir þó mest frá þvi hvað mótar slika manneskju sem varð ein fárra kvenna til að stofna og stýra nUtimaþjóð. Ziónisti, jafnaðarmanneskja og auðsjáanlega sterktrúuð á réttindi kvenna en þvi fer fjarri að Meir sé ein af þessum her- skáu valkyrjum rauðsokkahug- sjónarinnar. „Ég er ekki ýkja hrifin af þeirri tegund kvennahugsjóna, sem brennir brjóstahaldara, hatar karlmenn eða traðkar á móðurhlutverkinu. En ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir þessum ötulu konum sem finna má innan verkalýðshreyfingar- innar... ” segir hUn. Ævi hennar sjálfrar er talandi tákn um þetta. Drjúgur kafli i ævisögu hennar fjallar um þá innri baráttu, sem hUn háði með sér, allt frá þvi að skólagöngu hennar lauk og þar til hún dró sig i hlé frá stjórnsýslu. Það var samvizkustrið hennr, þegar hún reyndi að skipta sér milli þjóðarleiðtogahlutverksins og hinsvegar eiginkonu-.móður- og ömmuhlutverksins. Það slitnaði upp úr hjóna- bandi hennar i þessum átökum og sakar hún sjálfa sig að mestu fyrir það sem hana hafði skort hæfni til þess að endurvekja ást sina til eiginmanns sins, Morris, meðan hún var gagntekin af starfinu 'að hugsjónamálum sinum. Mun án vafa margri nútima- konunni þykja athyglisvert að lesa um reynslu hennar i þessu efni. Svo virðist þó sem henni hafi tekizt að viðhalda sambandi sinu við börnin hennar tvö en tiðrætt er henni um það sam- vizkubit, sem langar fjarvistir hennar frá börnunum, fyrst á vegum ziónistahreyfingarinnar en eftir 1948 i þágu Israelsrikis, bökuðu henni. iaiHIII»aHBHBI»HI»»l»BBailB ■■■■■■■BaaaBBaB»B»»»HHaaBB»»»B»»»»BBBaaa»BB»H»B»»BBa»fe

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.