Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Föstudagur 26. september 1975 9 Það er þriðja einkasýning Sigurþórs, sem hann opnar á morgun, laugardag, i vinnu- stofu sinni að Hafnarstræti 5 (gengið inn frá Tryggvagötu). Sigurþór Jakobsson er fullt nafn. Hann fæddist 1942 í hiisi við Laugaveginn. Arið 1960 byrjaði hann að mála i Mynd- listarskóla Reykjavi'kur og var þar viðloðandi næstu fjögur árin. A sama tima var hann við prentiðn í Gutenberg. — í sýningarskrá segir um feril hans: „Haustið 1965 lagði hann land undir fót og stefndi til Eng: lands til frekara náms i frjálsri teikningu og auglýsingagerð. Barði hann fyrst að dyrum hjá Sir John Cass College of Art og siðan hjá Croydon School of Art, sem báðir eru i London. Einnig fór hann kynnisferðir i söfn, bæði i London og Paris, til að kynna sér hina ýmsu strauma innan hins félagslega umhverfis listamanna, sem voru i uppreisn gegn firringu þjóðfélagsins og kynntu um leið þjóðfélaginu nýjan félagslegan veruleika. Eftir heimkomu Sigurþórs til Islands hóf hann brauðstrit sitt i þágu ney:zluþjóðfélagsins, sem auglýsingateiknari og hefur starfað við það siðan.” — Sigurþór hefur haldið tvær einkasýningar á hinum fræga kaffistað Mokka á Skólavörðu- stig, þar sem meirihluti vits íslendinga drekkur kaffi dag- lega. NUna sýnir hann 33 myndir, sem hann hefur málað á siðasta ári, og enginn fengið að sjá áður. Mest ber á abstrakt oliu- málverkum. — Þeir, sem sjá vilja, verða að muna að ganga inn frá Tryggvagötunni. Hann heitir Kristinn Morthens - Hann málar Hann heitir Kristinn Morthens, oftast kallaður Diddi Morthens. — Það þekkja hann margir. Hann er óneitanlega llf- legur persónuleiki, og hefur þann frábæra kost að vera alltaf, eða oftast, i góðu skapi. — Hann syngur vel og spilar á gitar og margir fengið að njóta. Hann verður 58 ára i næsta mánuði en litur ekki út fyrir að vera árinu eldri en fertugur. Þó gæti verið að gránandi skegg kæmi upp um hann. — Honum hefur tekizt að láta málaralist- ina brauðfæða sig, án þess að hafa nokkru sinni þegið styrki listamanna. Þannig hefur al- mannafé aldrei hrokkið i hans vasa. — Hann lifgar upp á tilveruna hvar sem hann kemur og skemmtilegra ferðalaga er vart hægt aö hugsa sér, en að hökta með honum á gamla Willys jeppanum upp I sveit. Þá er hann óspar á sögur um hvað- eina sem fyrir hann hefur kom- ið á lifsleiðinni, og þar hefur margt skemmtilegt gerzt. Þeg- ar börn eru nálægt hænast þau að honum eins og járnsvarf að segli. Betri meðmæli fær enginn maður. — Arið 1928 kynntist hann Guðmundi heitnum Kjartans- syni, jarðfræðingi, á einni af hans mörgu Hekluferðum. Þeir hittust i Næfurholti á Rangár- völlum og þar varð Diddi fyrir áhrifum frá Guðmundi, sem teiknaði listilega vel smámynd- ir, sem þvi miður urðu alltof fá- ar. Teikningar Guðmundar hrifu Didda, og hann fór að mála. Siðar komst hann i læri hjá Eggerti Guðmundssyni og dundaði við listnám Uti i kóngs- ins Kaupmannahöfn. Siðan hef- ur hann málað og fátt annað fengizt við. — Siðustu árin hefur hann mest haldið sig i „Fjallakofan- um” sinum við Meðalfellsvatn, þar sem kyrrð og ró hvetur hann til dáða rétt eins og Meðal- fells-hjónin, sem vilja að hann setjist að þar efra. — Diddi á það til að skreppa upp á fjall og hefja þar hug- leiðslu og koma niður nýr og betri maður. „Ég er náttUru- barn og þess vegna hljóta myndir minar að vera i þeim anda,” segir hann. „Slik list hef- ur ekki átt upp á pallborðið hjá ýmsum fyrr en nU allra siðustu árin. NU mála þeir náttUruna svo nákvæmlega að litill munur er á málverki og ljósmynd,” bætti hann við. — En alltaf hafa myndirnar eftir Kristin Morthens selzt. Þær hafa farið viða, og hann veit um myndir I Suður-Ameriku, Japan og fleiri fjarlægum og dularfullum lönd- um og heimsálfum. — Hvert er svo tilefni þessa spjalls. JU, Kristinn Morthens ætlar að halda málverkasýn- ingu á ísafirði. Myndir, tuttugu oliumálverk, verða sýnd I Mánakaffi, þeim kunna stað, og verður sýningin opnuð á morgun, laugardag, og verður opin nokkra næstu daga. Beitir gamalli aðferð, sem margir þekktir listmálarar hafa notað... Hafsteinn Austmann, list- Myndirnar sem Hafsteinn málari.opnar sýningu á verkum sýnir eru frá árunum 1950-1975, sinum á Loftinu, Skólavörðu- en er þó engan veginn yfirlits- stig, á morgun laugardag kl. 2. sý.ning, sagði Hafsteinn. Við hittum Hafstein að máli Sýningarsalurinn Loftið var þegar hann var að leggja opnaður i april s.l. Er hann til siöustu hönd á undirbUning hUsa á loftinu fyrir ofan verzlun sýningarinnar. Helga Einarssonar og nýtur Hann sýnir þarna 30 aquarell- salurinn vaxandi vinsælda, ur, sem eru vatnslitamyndir, enda hinn vistlegastii alla staði. sem málaðar eru með þeim Hafsteinn er sjötti málarinn hætti að hvfti litur pappirsins er sem sýnir myndir sinar i saln- látinn halda sér i staðinn fyrir um. að nota hvítan lit. Sýning Hafsteins verður opin Þetta er gömul aðferð, sem næstu tvær vikur alla virka margir þekktir listmálarar hafa daga á venjulegum verslunar- notað m.a. Jóhannes Kjarval, tima kl. 9-6, en á laugardögum Asgrimur Jónsson og brezki og sunnudögum frá kl. 2-6 málarinn Turner, sem var i siödegis. sjónvarpinu i fyrri viku. Ljósm.: JIM — abj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.