Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 24
vísir Föstudagur 26. september 1975 Bremsurnpr biluðu og bíllinn í vegginn Hann var seinkeppinn bif- rei&astjórinn, sem ætlaði að leggja bifreið sinni i stæði við Útvegsbankann i gærdag. Hann renndi bifreiðinni af list inn i stæðið og sýndi öll tilþrif fyrirmyndar bifreiðarstjóra, þar til hann ætla&i að stanza. Reyndist þá farkosturinn skyndilega hemlalaus og gat ekkert forðað frá árekstri, þvl steyptur veggur var örskammt framundan. Areksturinn við vegginn var ekki ýkja harður, en nóg til þess að ökumanni og farþega brá illilega og þurfti að fara með þá á Slysadeild. Meiðsli þeirra voru engin teljandi. —HV Miklar skemmdir en engin slys Harður árekstur varð á mótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun. Slys urðu ekki á fólki, en bif- reiðarnar, sem i árekstrinum lentu, skemmdust mikið. HV Stelast í vtnnu- tœkin ó kvöldin ■Nokkur óþægindi hafa undanfarið stafað af fikti bama og unglinga við dráttar- vélar og aðrar vinnuvélar í Kópavogi. Ástunda ungling- arnir það á kvöldin, að setja vélarnar i gang og jafnvel aka þeim eitthvað til. Hefur hávaði og önnur óþægindi af þessari iðju þeirra valdið ibáum Kópavogs nokkrum truflunum og fáeinir kært til lögreglunnar. Skemmdir eða slys hafa ekki hlotizt af enn, en á sliku er alltaf nokkuð mikil hætta, þegar óvanir unglingar eru að fást við vinnutæki i óleyfi. —HV Harður árekstur Harður árekstur varð á mótum Suðurlandsbrautar og Hallarmúla á tiunda timanum i gærkvöldi. Rákust þar saman tvær bifreiðar og skemmdist önnur þeirra mik- ið. Alvarleg slys urðu ekki á fólki, en fernt var flutt á Slysadeild til athugunar. Fengu allir að fara heim i gærkvöld, að athugun lokinni. Areksturinn varð með þeim hætti, að leigubifreið var ekið niöur Hallarmúla og inn á Suðurlandsbraut. Mun öku- maður hennar ekki hafa séð Volkswagen bifreið, sem ekið var austur Suðurlandsbraut, þar sem hann ók i veg fyrir hana. Areksturinn milli bif- reiðanna varð all-harður og skemmdist Volkswagen bif- reiðin nokkuð mikið. Þegar lögregla kom á staðinn voru farþegar i henni fastir inni og þurfti að brjóta þeim leið Ut. ökumaður og tveir farþegar i Volkswagenbifreiðinni hlutu smáskurði og skrámur, en ökumaður leigubifreiðarinnar slapp án meiðsla. — HV Lamb fyrír bifreið Ekið var á lamb i Reykjavik i gær og það meitt svo, að nauðsynlegt reyndist að aflifa það. Atburður þessi átti sér stað inn við Elliðaár i gærdag, þeg- ar vörzlumaður var að elta kindur þar innfrá. Hljóp þá eitt lambið úr fjárhópnum upp á veginn, i veg fyrir bifreið, með fyrrgreindum afleiðing- um. Fyrirkemuralloftaðekið sé á búfé á þjóðvegum landsins, en hitt mun öllu sjaldgæfara, að slikt gerist innan marka Reykjavikurborgai. —HV Vélagollor töfðu verkið Austfirðingar fagna Lagarf Ijótsvirkjun — Það er ánægjulegt, að Lag- arfljótsvirkjun skuli vera komin i gang, þó að á ýmsu hafi gengið i sambandi við uppsetningu vélasamstæðanna i stöðvarhús- inu, sagði Kári Einarsson, deildarverkfræðingur fram- kvæmdadeildar Lagarfljóts- virkjunar. „Við uppsetningu vélanna, sem framleiddar eru af Skoda Export i Tékkóslóvaklu, unnu að jafnaði 30-40 manns. Voru menn hvaðanæva að af landinu, en flestir þó héðan af Héraði. Þessir menn unnu eins og bezt verður á kosið. Frágangur vél- anna tók tiltölulega skamman tima. Siðasti hluti rafbúnaðar kom.- i byrjun janúar 1975 en fór fyrst i gang 15. febrúar.” „Þvi miður verður það að segjast eins og er, að viss hluti vélanna var ekki I þvi ásig- komulagi, sem búizt var við, loksins þegar þeir komu til landsins. En töluverður dráttur varö á afhendingu þeirra. Það þurfti til dæmis að taka hluta véianna I sundur og hreinsa þá, þvi að þeir voru annaðhvort óhreinir eða ryðgaðir. „Einnig komu fram gallar I gangráðatúrbinunnar, þannig að hún brenndi oliu, svo mynd- aðist sót I henni.” „Lengi framan af héldu Tékk- arnir þvi fram, að um sérstakar bakteríur I oliunni væri að ræða og stóðum við lengi i þrefi um þetta mál. Málið leystist ekki fyrr en sérfræðingar Raf- magnsveitunnar ásamt ame- rlskum sérfræðingi frá Mobil oil komust að hinu sanna. Þá sendu Tékkarnir sérfræðinga slna austur til að kippa þessu I lag. En við samþykktum ekki að taka við virkjuninni, fyrr en bú- ið væri að koma þessu I lag,” sagði Kári. „Annars tel ég, að vélarsam- stæðurnar muni reynast vel I heild.” „Ég tel, að betra hefði verið að skipta við eitthvert vestan- tjaldslandanna, enda þótt véla- samstæður sem þessar séu dýr- ari frá þeim löndum,” sagði Kári að lokum. HE. Ýmsir fyrirmenn þjóðarinnar voru samankomnir I gær við Lag- arfljótsvirkjun er hún var formlega tekin I notkun. Hér má m.a. sjá Gunnar Thoroddsen, orkumálaráðherra, en virkjunin var sett I gang, eftir að Gunnar Thoroddsen hringdi niður I vélarsal, og sagði „Þetta er Gunnar Thoroddsen, ég bið ykkur að setja véiar Lagar- fljótsvirkjunar I gang”. Mikill er móttur smó- auglýsinganna íslenzk kona í alþjóð- legum kvennadómstól „Mér var skrifað frá Noregi og ég beðin að vera fulltrúi á islandi vegna skipulagningar á alþjóð- iegum kvennadómstóli”, sagði Kristin Didriksen Bárugötu 7, hér i borg. Forsaga málsins er sú að siðastliðna páska var haldin ráð- stefna, þar sem saman komu 50 konur frá 20 löndum. (Þar á meðal Danmörku, Sviþjóð og Noregi, Bandarikjunum Puerto Rico og Saudi Arabíu. Tilgangur ráðstefnunnar var annars vegar að miðla upplýsing- um um ýmiss konar afbrot og yfirgang gagnvartkonum i hinum ýmsu löndum, en hins vegar skipulagning alþjóðlegs kvenna- dómstóls þar sem afbrotamál þessi munu vera kynnt, tekin til umræðu og afstaða mörkuð. Þátttakendur ráðstefnunnar sögðu frá algengustu réttarskerð- ingu kvenna i heimalöndum sin- um. Kom þar fram að margar þjóöir áttu við sams konar vahda- mál að stríða, og var samþykkt að skipta afbrotunum i 5 flokka: 1. Likamlegt ofbeldi og kyn- ferðisafbrot (sifjaspell, nauðgun, skækjulifnaður). 2. Valdbeiting viðvikjandi barneignum (glæpamennska við fóstureyðingar, vönun gegn vilja, ógreiður aðgangur að getnaðar- vörnum eða alls enginn). 3. Yfirgangur innan fjölskyld- unnar (undirokun, ólaunuð heimilisstörf, mismunun i með- ferð fjölskyldu-, tryggingar- og skattalaga). 4. Fjárhagsleg þvingun (lág laun, skortur á atvinnumöguleik- um, litil vörn gegn uppsögnum). 5. Stjórnmálaleg, trúarbragða- leg og/eða hugmyndafræðileg undirokun (stjórnmálalegt ófrelsi, skortur á frelsi til að stofna félagasamtök o.s.frv.) Dómstóllinn er hugsaður sem hvatning til að ná jafnrétti hvar sem er i heiminum. Katrin sagði að ætlunin væri að fá sem flestar konur inn i starfs- hópa, sem nú starfa og standa öll- um opnir. Hópurinn vill ná til kvenna sem sjálfar hafa orðið fyrir andlegu og likamlegu of- beldi i eða utan hjónabands, nauðgun, mismunun i vinnu eða menntun, smánarlegri meðferð i réttarsal eða af lögreglu. Hópur- inn er bundinn þagnarskyldu og nöfn verða ekki birt nema með leyfi. Þá stendur til að senda 2 konur utan, sem myndu vilja segja frá óréttlæti sem þær hefðu orðið fyrir en fulltrúi frá Islandi færi með. Til þess að komast i starfshópa eða að segja frá reynslu sinni geta konur skrifað Katrinu. —EVI Hvar og hvernig útvegar maður sér skinn af tigrisdýri með áföstum haus? Jú, maður fer og veiðir tigris- dýrið, flær það, og verkar skinn- ið. En manninum sem vantaði svona skinn tilfinnanlega vegna myndatöku, þótti það full mikil fyrirhöfn. An þess að gera sér minnstu von um að slikt skinn fyndist á Islandi, auglýsti hann eftir einu sliku i smáauglýsing- um Visis. Og viti menn. Hann fékk tvær upphringingar. Hon- um var boðið skinn af tigrisdýri frá Nepal, og skinn af hvita- birni. Liklega einu skinnin sinn- ar tegundar hérlendis. Að sjálf- sögðu var maðurinn mjög feg- inn. Hann hafði reiknaö út, að ferð til Afriku á tigrisveiðar mundi kosta 450.00 krónur. Með þvi að auglýsa I Visi sparaði hann sér 449.400 krónur. —ÖH Flugleiðir ekki ó leið úr Cargolux — Það er ekki neinn fótur fyrir þvi að meðeigendur Flugleiða að Cargolux hafi boðizt til að kaupa okkur út vegna afskipta sam- göngumálaráðuneytisins af flug- vélakaupum fyrir Cargolux, sagði Alfreð Eliasson, fram- kvæmdastjóri Flugleiða við Visi i morgun, 1 nýjásta hefti timaritsins Frjáls verzlun er sagt að sam- gönguráðuneytið hafi gert at- hugasemd við kaup Cargolux á DC-8 þotu, vegna rikisábyrgðar á þeim tveim DC-8 þotum sem Flugleiðir hafa nýlega fest kaup á. Hafi þá hinir sænsku og luxem- borgisku meðeigendur Flugleiða boðist til að kaupa það út úr félag- 'inu. Visir fékk það einnig staðfest i samgönguráðuneytinu að það hefði enga athugasemd gert við flugvélakaup Cargolux. Jóhannes Einarsson, hjá Flugleiðum, sagði að rekstur Cargolux gengi mjög vel og hafi veltan verið 35 milljón dollar ar á siðasta ári - Jóhannes sagði einnig að kaup- leigusamningur um nýju DC-8 þotuna yrði undirritaður næstu daga og yrði hún afhent fyrsta október. Hún er keypt af félaginu Flying Tigers. Cargolux verður þá með tvær DC-8 þotur og fjórar Rolls Royce 400. —óT. LÓÐ ÁRMANNSFELLS EKKI Á „GRÆNU SV/EÐI" Lóðin, sem Armannsfell.fékk var ekki á svokölluðu „grænu líthlutað snemma á þessu ári, svæði”, þegar henni var úthlut- að, eins og fram kom i forsiðu- frétt I blaðinu i gær. „Græn svæði” eru þau, sem ætluð eru til útivistar. Þessi lóð var upp- haflega ætluð sem grænt svæði. í áætlun um hverfi og útivist ár- iö 1974 var fallið frá að nota lóö- ina til útivistar. —ÓH Dýrasta bókin fór á 216 þús. „Þær bækur, sem ég álit, að veki mesta athygli á listmuna- uppboðinu á morgun, eru Hæstaréttardómar, Ný félags- rit, Lækninga-kver Jóns Hjalta- lin, Lækningabók fyrir almúga eftir Jón Pétursson og svo Járn- siða, sem kom út I Kaupmanna- höfn árið 1847.” Þetta sagði Guðmundur Axelsson i Klausturhólum, sem heldur uppboð á bókum i Tjam- arbúð á morgun klukkan 14. „Dýrasta bók, sem ég hef selt, fór á 216 þúsund krónur. Það var Snorri Sturluson Heimskringla edr Noregskon- unga-sogör Toums 1-6 hafniæ 1777—1826. Ég býst við, að Hæstaréttardómarnir fari á 100—200 þúsund krónur.” Guðmundur verður með upp- boð á mynt eftir viku, á bókum afturþann 25. október og á mál verkum 1. nóvember. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.