Tíminn - 01.11.1966, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 1966
TÍMINN
5
Úfgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón tíelgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. tnnanlands — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
11. þing S.U.F.
11. ingi Sambands ungra Framsóknarmanna lauk á
sunnudag. Þingið sóttu um 130 fulltrúar hvaðanæva að
á landinu. Var þetta hið myndarlegasta þing, er gerði
margar merkar ályktanir um þjóðmálin. Var einhugur
ríkjandi á þinginu um málefnin og má sérstaklega benda
á, að þingið gerði nýjar ályktanir um varnarmálin, sem
samþykktar voru í einu hljóði.
í ályktuninni um varnarmálin sögðu ungir Framsókn-
armenn, að þeir teldu aðild íslands að Nato eðlilega að
óbreyttum ástæðum, en vísuðu jafnframt til fyrirvar-
ans, sem settur var af íslendinga hálfu, er ísland gerðist
aðili að Nató, þ.e., að á íslandi væri ekki her á friðar-
tímum, að það væri á valdi og samkvæmt mati íslend-
inga sjálfra, hvenær hér væri her og hvernig hann væri
búinn og íslendingar hefðu ekki í hyggju að stofna her.
Ungir Framsóknarmenn vilja, að herinn hverfi úr landi
svo fljótt sem tiltækilegt og skynsamlegt þykir og ís-
lendingar taki við rekstri ratsjárstöðvanna og gæzlu
nauðsynlegra mannvirkja Nato hér á landi. Vill þing
ungra Framsóknarmanna, að þegar verði hafnar viðræð-
ur við aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins um gerð
fjögurra ára áætlunar um brottför bandaríska hersins
af íslandi og að þjálfaðir verði íslenzkir sérfræðingar,
sem tækju við starfrækslu ratsjárstöðvanna og gæzlu
mannvirkja stig af stigi, samhliða því, að bandarískum
hermönnum á íslandi yrði fækkað jafnt og þétt. Kostn
aðurinn af þessum breytingum yrði greiddur af Nató-
ríkjunum sameiginlega. Komi til ófriðar, sem vonandi
verður aldrei, hyrfi hið íslenzka gæzlulið frá gæzlustörf-
um og tæki þess í stað við sérstöku hlutverki á sviði
almannavarna, og Nató við mannvirkjum.
Það þarf ekki að koma á óvart, að ungir Framsóknar-
menn álykti á þennan hátt um varnarmálin. í fyrrasum-
ar ritaði Tómas Karlsson greinar um þessi mál hér í
blaðið, þar sem þessi stefna kom fram og var rækilega
rökstudd og sýnt fram á, að það væri sjálfsagt og auð-
velt íslendingum að taka við því raunverulega hlutverki,
sem varnarliðið hefði hér — og til þess þyrftu íslending-
ar engan her. Það er líka ljóst nú, að það eru fleiri en
ungir Framsóknarmenn, sem þessari stefnu vilja fylgja
fram. Þess verður greinilega vatt í öðrum stjórnmála-
flokkum. Fyrirvarinn, sem íslendingar settu um aðild
sína að Nató og fullt samkomulag var um með Sjálfstæð-
isflokknum, Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum
og undirstrikaður var rækilega af þáverandi utanríkis-
ráðherra, Bjarna Benediktssyni, er í fullu gildi og á
hann má aldrei ryk falla- En þá er spurningin, hvernig
á að gera hann virkan og framkvæmanlegan við ríkjandi
aðstæður. Hafi menn ekki svar við því, er ekkert lík-
legra en hér verði bandarískur her um aldur og ævi.
Ungir Framsóknarmenn hafa nú gefið sitt svar. Það er
líklegt, að þeir verði margir, sem vilja taka undir við
þá.
Samtök ungra Framsóknarmanna eru sterkustu stjórn-
málasamtök ungs fólks á íslandi. Á ályktanir þessara
samtaka er því hlustað. Þessi samtök hafa starfað vel
og verið Framsóknarflokknum mikill styrkur. Örlygur
Hálfdanarson lét nú af formennsku samtakanna og Jón
Abraham Ólafsson af varaformennsku eftir að hafa gegnt
embættum sínum með mikilli prýði í 6 ár samfleytt.
Tíminn vill þakka þessum mönnum fyrir góð störf i
þágu flokksins og býður hinn nýja formann, Baldur
Óskarsson, velkominn til samstarfs-
Valdhafarnir mega ekki hafa van-
trú á landi og þjóð að leiðarljósi
Útdráttur úr ræðu Einars Ágústssonar alþingismanns á
fundi í Framsóknarfélagi Rvíkur 25. októher síðastliðinn.
Fundarefnið liér hefur verið
nefnt: Atvinnuvegirnir eftir 7
ára viðreisn. Forsætisráðherrann
nefndi framsöguræðu sína á
Varðarfundi um daginn: Á vega
mótum velgengni og vandræða
og sjá auðvitað allir, að hér er
um sama málefnið að ræða. Rík
isstjórnin hefur búið við hagstæð
skilyrði hvað aliar ytri aðstæður
snertir, samt erum við nú að
hennar eigin dómi staddir á
vegamótum, þar sem vandræði
eru til annarar handarinnar.
Menn þurfa auðvitað ekki að
staldra lengi við til þess að koma
auga á það, sem þessu veldur-
Hér á stjórnarstefnan síærstan
hlut að máli. f sumar var mál
flutningur ráðherranna sá, að ís-
lendingar væru svo sjálfstætt
fólk, að þeir þyldu ekki að þeim
væri stjórnað. Þetta hefur eflaust
átt að sætta fólk við þá staðreynd
sem allir sáu, að ráðherrarnir
hafa alveg kiknað undir þeirri
byrði, sem þeir hafa árangurs
laust reynt að axla i 7 ár, að
stjórna landinu. Hér hefur verið
látið reka á reiðanuin, stefnan
svonefnda þverbrotin í öllum
meginatriðum, það sem mest var
fordæmt á fyrstu mánuðunum
hefur orðið þrautalending til að
verjast áföllum. Dýrtíðinni átti
að halda í skefjum, það var
fyrsta boðorðið og jafnframt það
sem allra verst hefur verið hald
ið. Óðaverðbólga hefur geisað og
afleiðing þess er sú, að atvinnu
vegimir eru á heljarþröminni.
Peningapólitík og ráðstafanir
gegnum bankana áttu að vera
þýðingarmikill hlekkur í fram
kvæmd stjórnarstefnunnar, en
afskiþtin af þeim hafa tekizt
þannig, að vegna ónógs fjár-
magns er fjöldi einstaklinga o;
fyrirtækja nú að gefast upp.
Mönnum eru sjálfsagt enn í
fersku minni umræður um þau
greiðsluvandræði, sem Bograr-
sjóður Reykjavíkur hefir.* búið
við undanfarna mánuði. Borgar
stjórinn gaf ýmsar skýringar á
því, hvað þessu ylli, og sumar
þeirra voru harla léttvægar. En
ein skýring hans var alveg áreið
anlega rétt: Landsbankinn neit-
aði um aukinn yfirdrátt, fyrir-
greiðsla Reykjavíkurborgar . í
þessum viðskiptabanka sínum
var því sem næst hin sama í
krónutölu og árið áður, þrátt fvr
ir hækkaða fjárhagsáætlun,
aukna fjárþörf og örugga vissu
fyrir meiri tekjum eíðar á árinu
en nokkru sinni fvrr.
Halda menn að bmkastjórn
Landsbankans hafi íieitað um
20—30 milljón króna viðhótavlán
í stuttan tíma vegna vantrausts á
endurgreiðslugetu borgarsjóðs
eða viljaleysis til að firra
borgarstióra þeim álitshnekki,
sem af greiðsluvandræðumim
leiddi? Eg héld ekki. Eg held að
Landsbankinn hafi neitað vegna
þess, að hann taldi sig ekki geta
greitt úr þessum vand.a vegna
fjárskorts.
En af hverju er þetta svona?
Af hverju getur þessi stóri og
sterki banki ekki lánað Reykia
vík þá peninga, sem barna þurfti
Einar Ágústson
í tiltekinn, stuttan tíma? Af
hverju geta viðskiptabankarnir
yfirleitt ekki greitt úr tímabundn
um rekstrarörðugleikum við-
skiptamanna sinna?
Ástæðan ,er fyrst og fremst
stjórnarstefnan, ástæðan cr
framar öðru sparifjárbindingin
og þær miklu kvaðir, sem ríkis
valdið leggur á viðskiptahankana.
Öllum viðskiptabönkum og
sparisjó.ðum er nií gejrt að greiða
til Seðlabankans í' sparifjárbind
ingu 30% af nýju sparifé.
Til viðbótar verða þeir að
kaupa ríkistryggð skuldabréf f.vr
ir 10% af sparifjáraukningunni.
Þessi 40% sem viðskiptabönkun
um hefur verið gert að frysta á
þennan hátt nema nú einhvers
staða rnálægt 2000 miiljónum
króna.
Nú er ég ekki að segja að
sparifjárbinding geti ekki ált
rétt á sér út af fyrir sig. Slik
binding er hagstjórnartæki, sem
víða hefur verið gripið til í þvi
skyni að draga úr þcnslu.
En ég vil halda fram að svona
mikil binding á öðrum eins verð
bólgutímum og gengið hafa yfir
þjóðina að undanförnu, eigi ekki
rétt á sér vegna þess, að spari
fiáraukningin er ekki raunvcru
leg. Hún er fyrst og fremst krónu
fjölgun en ekki raunveruleg verð
mætasköpun, sem því svarar.
Maður, sem átti t. d. 100 þús.
krónur í sparisjóði fyrir svo sem
einum áratug, þarf sjálfsagt að
eiga 1 millj. kr. til þess að vera
jafnt settur í dag. Afleiðingin af
því, að svo mikið er bundið af
sparifénu, þessu sparifé, sem
ekki er ný verðmæti heldnr fleiri
krónur, er sú að bankarnir verða
að takmarka fyrirgeiðslu sina til
fyrirtækjanna í mörgum t.ilfellum
við sömú krónutölu og árið áður,
en þótt forsvarsmenn fyrirtækj
anna geti sannað mcð óyggjandi
rökum að tilkostnaðurinn hafi
vaxið um einhverja ákveðna prö
sentu vegna dýrtíðaraukningar-
innar.
Þetta er það, sem orsakar það
ekki hvað sízt, að ýmis fyrirtæki
eiga nú í meiri rekstrarfiárörðug
leikum en nokkru sinni fyrr-
Þrátt fyrir þetta heldur ríkis
sjóður ótrauður áfram að keppa
við bankana um spariféð með
því að bjóða fram ríkistryggð
skuldabréf með þeim kjöruin,
sem engum banka er leyfilegt
að bjóða, vísitölutryggð með há
um vöxtum. Þessi bréf renna æv
inlega út eins og heitar lummur,
að undanförnu hafa þau selzt upp
fyrsta morguninn sem þau hafa
verið fáanleg. Einnig á þennan
hátt rýrast möguleikar viðskipta
bankanna til útlána.
Þannig er það, að viðskiptabank
arnir eru nú flestir ef ekki allir
fjárvana. Þeir verða að vísa ósk
um viðskiptamanna sinna um
aukna fyrirgreiðslu á bug, enda
þótt forstöðumenn fyrirtækja
geti sannað með óyggiandi rök
um að þau geti ekki haldið
áfram að starfa nema að fá lán
in hækkuð a. m. k. scm vcrð
bólguvextinum svarar.
Útlánaaukning bankanna hefur
á þessu ári orðið til ágústloka
rúmar 1000 millj. kr. en var 941
milljón á sama tíma í fyrra. Meg
inástæða þessarar hækkunar
mun vera hversu mikið er nú
af óseldum sjávarafurðum í
landinu. Ennfremur er alveg
vafalaust að vegna rangra inn-
kaupa hefur hrúgazt upp í land-
inu ótrúlegt magn af ólíkasta
skrani, sem enginn veit hveriær
muni seljast, eða hvort yfirleitt
nokkur vilji kaupa. Er vafalaust
að verulegt fjármagn er bundið
á þennan hátt.
Með hliðsjón af þessu er sýnt,
að hækkun útlána er ekki næg
til þess að fyrirtæki getj haldið
áfram rekstri. Mörg beirra verða
að loka. Ráðaleysi valdliafanna
gagnvart verðbólgunni er svo al-
gert að mörg stór fyrirtæki, sem
fram undir þetta hafa verið
hornsteinar íslenzks efnahagslífs
eru nú að því komin að hætta
rekstri sínum og sum þegar bú
in að loka.
Um einstakar greinar atvinnu
lífsins hafa aðrir ræðumenn rætt
hér í kvöld, svo ég get sleppt
því að mestu. Þó langar mig til
að segja liér örfá orð um iðn
aðinn. Þessa atvinnugrein tekur
forsætisráðherrann fyrir í vega
mótaræðunni og segir þelta m. a.
„En ef við viljum eins og gert
hefur verið, veita innlendum
iðnaði vernd, þá kostar sú vernd
það, að við verður að borga
mcira verð heldur en ella fynr
vöruna. Sumir, sem býsnast yfir
verðbólgunni segja áð verðbólg
an sé að drepa iðnaðinn. En ein
mitt iðnaðurinn á sinn þátt í
okkar háa verðlagi "
Síðar segir í ræðunni, eins og
hún er birt í Morgunblaðinu:
„Við sjáum það einnig af tiltekn
um dæmum, að ef íslenzkur iðn
aður fellur í rúst, þá hækka er-
lcndir framleiðendur sína vöru,
þannig að við verðum að borga
meira en elln. Þess vegna er ís-
lenzkur iðnaður einn þáttur í
því að halda hér uppi sérstöku
og sjálfstæðu þjóðfélagi. En
hann kostar það, að við verðum
að hafa hærra verölag en ella."
Hvað fá mcnn þá út úr þcssu?
Mér virðist þarna sagt í fyrsta
lagi, að íslenzkur iðnaður sé verð
bólguvaldur og orsaki það, a?
menn verði að kaupa dýrari vör
ur en ella, væntanlega af því, að
Framhald á 6. síðu