Vísir - 05.11.1975, Page 20

Vísir - 05.11.1975, Page 20
20 Visir. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Ég bið aft heilsa Tomos, hvislahi Tarzan aö Erot um leið og þeir skildu. Ykkur gengur vonandi betur næst Hér stendur, að fyrir fimmtiu rúblur getir þú fengið tónlistina að hvaða lagi, sem samið hefur verið. k ** spa Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 6. nóv. tlrúturinn 21. mars—20. april: Það væri ráðlegt að endurskoða íramtiðaráætlunina og gera á henni bragarbót. Seinni hluti dagsins er varasamur, farðu var- lega. m Nautið 21. apríl—21. mai: Þér áskotnast hlutur eða peningar, sem annar ætti að hljöta. Gættu þin á ósvifnu og ágengu fólki. Notaðu kvöldið til að uppfræða sjálfan þig. M Tviburarnir 22. mai—21. júni: Vertu ekki of léttúðugur, maki þinn eða vinir þolir enga óvar- kárni. Fjárhagsáætlunin þarfnást endurskoðunar. Krabbinn 21. júni—23. júli: Forðastu að eyða tima annarra með sifelldu tali um heilsu þina og áhyggjur. Þú hefur tilhneigingu til að skjóta allri vinnu á frest. Ljónið 24. júll—23. ágúst: Ástarmálin ganga ekki nógu vel i dag. Þú hittir aðlaðandi persónu af hinu kyninu en vertu ekki of ákafur. Eyddu Evöldinu við að lagfæra það sem úr lagi er gengið. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Óánægju gætir vegna vinnu semþú þarft að leysa af hendi, vertu ekki of fljótfær við að kippa þvi i lag. Eyddu kvöldinu hjá barninu þinu eða þeim sem þér er annt um. Vogin 24. sept.—23. okt.: Áhrif morgunsins skýra fyrir þér menn og málefni. Samneyti þitt við annað fólk er heldur yfirborðs kennt. Reyndu að vera góður gestgjafi i kvöld, skemmtu gest- um þinum með smellnum skritl- um. Drekinn _________ 24. okt.—22. nóv.: Varastu að handleika hluti of kæruleysislega. Treystu ekki um of á verðmætamat þitt. Kvöldið er vel fallið til stuttra ferða og samræðna. Bogniaðurinn 23. nóv.—21. des.: Innan skamms tekur þú þátt i mikilvægri rannsókn eða at- hugun, láttu niðurstöðurnar ekki koma þér á óvart. Vanræktu ekki félagslifið. Kvöldið er heppilegt til að koma fjármálunum i samt horf. u Steingeitin 22. des.—20. jan.: Þú virðist heldur niðurdreginn, og áhyggjufullur, en láttu hugg- ast, lausnin er á næsta leyti. Kvöldið býður upp á náin sam- skipti. Vatnsberinn 21. jan.—19. febr.: Forðastu að eigra um aðgerða- laus i dag. Hlustaðu á það sem aðrir hafa til málanna að leggja og reyndu að fá botn i málið. Fiskárnir 20. febr.—20. mars: Aðstæðurnar blekkja þig i dag. Félagi þinn kemur ómerkilega fram við þig, ef um viðskipti er að ræða þá taktu þvi með rósemi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.