Tíminn - 08.11.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 08.11.1966, Qupperneq 9
ÞRrojUDAGUR 8. nóvember 1966 TÍMINN Frá bátahöfninni í Pireus, Aþena i baksýn. Sramtíð þeirra, og vorudýrin íeymd úti á bátaþilfari skips- tas í langan tíma. Er siga tók á seinni hluta ferðarinnar kom skipsyfirvöldum og forráða- mönnum ferðarinnar saman um, að ekkert vit væri í að flytja þessa gripi í land vegna skordýrahættu, langhyggilegast væri að varpa þeim fyrir borð, en áður en það yrði gert þufti <<h2víí<*ö Rð fá samþykki alla ulfaldaeigendanna. Langflest- ir sýndu á þessu skilning, en Jiökkrir þverneituðu að láta meðhöndla úlfalda sína svo grimmilega, einn sagði jafnvel að yrði úlfalda sínum fleygt í hafið myndi hann sjálfur fara á eftir honum. Þótti nú málið vandast allískyggilega, það varð að láta eitt yfir alla úlfaldana ganga, og meðan maður þessi hélt hótun sinni stíft fram, var ekkert hægt að aðhafast í málinu. Stóð í þófi um þetta í marga daga, en dag inn áður en komið var til Reykjavíkur gaf maðurinn loks eftir. Þá var ekkert til fyrir- stöðu og jarðarförin fór fram uppi á bátaþilfari skipsins. Þetta var ákaflega sérstæð at- höfn, sáu Rússarnir um fram- kvæmd hennar, en fjöldi manns stóð og horfði á eftir úlföldun um er þeim var kastað út í At- lantshafið. Það síðasta er sást til þeirra var, að þeir stefndu tugum saman hægt og hátíð- lega suður á bóginn, og hver veit nema þeir muni ná til átthaga sinna seint um síðir. Baltikaferðinni er lokið, farþegarnir komnir hver til / síns h*»ima og hafa rakið ferða söguna í stórum dráttum fyrir ættingja og vini. En sagan veð ur aldrei til fullnustu rakin, ekki einu sinni þótt einhver úr þessum stóra hóp tæki sig til og skrifaði um hana heila bók. Ég hef reynt að gera henni nokkur skil í þessum pistlum, en ég geng þess ekki dulin, að þar er mörgu áfátt, og margt hefur fallið niður, sem hefði átt skilið að komast á prent. Ef til vill hef ég gert of mikið úr vandræðum þeim, sem við lentum í, en það er nú yfirleitt þannig, að manni verður það minnisstæðast sem aflaga fer, og ég er þess full- viss, ferðin hefði ekki orðið jafn skemmtileg og raun ber vitni, ef allt hefði verið slétt og fellt, en auðvitað hefur hver sitt mat á hlutunum. •gþe- «#■* liSS Sjötugur í dag: Friðrik Jónsson Þorvaldsstöðum Etna, eldfjallið fræga á Sikiley Friðrik Jónsson, bóndi og hrepps nefndaroddviti að Þorvaldsstöð- um_ í Skriðdal er sjötugur í dag. Á Þorvaldsstöðum 'hefir hann búið í 40 ár. Ræktað og bætt jörð sína og byggt myndarlegt og var- anlegt íbúðarhús eins og margir aðrir bændur hin síðari ár- Hitt er máske frásagnaverðara, að hann hefi allan sinn búskap .yer- ið sá fyrirhyggjumaður að láta sig aldrei hey Skorta nokkurt vór, en eiga alltaf heyfyrningar á miUi ára. En ábyrgðartilfinningin, sem fram kemur í því, að tryggja alltaf fyllsta fóðuröryggi fyrir búpening inn hefir auðkennt öll störf Frið- riks. Oddviti sveitar sinnar hefur hann verið í þrjá áratugi — og stjómað málum sveitarinnar á þann hátt, að hann hefir notið trausts og virðingar allra sinna sveitunga og annara þeirra, sem komið hafa að málefnum hrepps- ins. Um mörg ár hefir Friðrik ver- ið í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa og nú síðustu átta árin förmaður stjórnarinnar — eða þar til á síð- asta aðalfundi, að hann gaf ekki lengur kost á sér i stjórn félags- ins. Kynni okkar Friðriks hafa eðli lega orðið mest í sambandi við nær 5 ára samstarf að málefnum kaupfélagsins. Hann hefir þ^r sem í öðrum störfum reynst fyrir- hyggjusamur. traustur, ráðhollur og óeigingjan, og að ég tel reynt að líta á hvoru tveggja í senn, öryggi félagsins og hagsmunamál félagsmanna. Ég er honum mjög þakklátur fyrir samstarfið, sem í einu og öllu hefir verið mér ánægjulegt. Hann hefir nánast þessi ár verið mér sem góður eldri bróðir. Skaprikur er Friðrik nokkuð og ekki eðlilegt að fara í felur með meiningu sína þegar honum mis líkar, en svo sáttfús og drenglund aður jafnframt, að ég ætla að ó- gjarnan erfi nokkur við hann þykkju. En vegna einlægrar löngunar hans til að gjöra engum rangt til, hefi ég heyri hann harma það, hve fljótur hann væri stundum að reiðast og sagði mér að kona sín væri sinn góði verndari, og þegar hún væri viðstödd reyndi hún að milda og draga úr að hann gæfi skapi sínu lausan taum. En Frið rik er giftur hinni ágætustu konu Sigríði Benediktsdóttur, ljósmóð- ur, sem búið hefur manni síuum gott heimili, og sjálf notið þeirrar ánægju að búa á fæðingarstað sín um Þorvaldsstöðum þar sem hún var uppalin við rausn og myndar- skap í æsku — og síðar nú 40 ára samvistum við eiginmann sinn staðið að eigi minni reisn á Þor- valdsstöðum en áður var. Ég hygg, að þó að Friðrik hafi gjört landbúskap að ævistarfi og verið þar til fyrirmyndar — þá hafi hugur hans á yngri árum meira staðið til bóknáms. Hann var byrjaður á langskólanámi, sem hann ’iætti eftir þriggja vetra nám. Mun þar mestu hafa valdið heimilisástæður foreldra hans. En vel> hefir Friðriki notast skólagang an, þó ekki yrði lengri, því ég ætla að mörgum finnist hann í ræðu og "iti komi fram sem gagn- menntaður maður- : Og það ber að þakka en ekki harma, að í sveitum okkar ileng ist sem flestir gáfumenn með nokkra bókmenntun — þvi útí sveitir til íslenzkrar moldar hlýt- ur þjóð okkar enn um langan aldur, að sækja undirstöðuna og öryggið að varðveizlu þjóðlegrar menningar. Á þessum tímamótum í ævi Frið riks á Þorvaldsstöðum viljum við hjónin færa honum og konu hans einlægar árnaðaróskir og þökkum góð kynni. Megi góðar óskir þeirra mörgu vina ylja þeim á ófarinni leið. Björn Stefánsson. Árin líða hveri af öðru og við og samferðamnn okkar eldast, án þess að vita af. Því er það, að við staðnæmumst við ýmis tima mót ævinnar og lítum yfir farinn veg. Þann 8. nóvember n. k. vetður góður vinur minn og samferða- maður, Friðrik Jónsson bóndi á Þorvaldsstöðum, 70 ára. Fyrir 70 árum hefði þetta þótt hár aldur og maðurinn gamall, en þannig breytast timamir og mennirnir með, að nú myndi enginn, sem I sér Friðrik og ekki veit betur, | trúa því að hann sé svona gamall, I hvorki útlit hans né andleg heilsa ber vott um það. Friðrik er fæddúr í Sauðhaga í Vallahreppi 8. nov. 1896. For- eldrar hans voru Jón ívarsson og seinni kona hans Herborg Eyjólfs- dóttir. Foreldrar Jóns föður Frið- riks voru ívar Jónsson, hreppstjóri á Vaði í Skriðdal og kona hans, Anna Gruðmundadóttir. ívar var hinn mesti kjarnakari, talinn ofur menni að burðum, gagnhygginn og þótti fróður og vel að sér. Ekki hafði hann þó notið neinn- ar skólagöngu en var sjálfmennt- aður eins og margir fróðleiksfús- ir alþýðumenn í þá daga. ívar var lengi hreppstjóri í Skriðdal. Þótti stórbrotinn og haida vel á sínum hlut er við valdsmenn og stórbokka var að eiga, en var vin sæll af öllum, sem minni máttar voru. Mynduðust um hann ýmsar sögur, sem sumar lifa enn j munn- mælum manna á meðal. Móðir Friðriks, Herborg,. var dóttir Eyjólfs, bónda, Benediktssonar í Litla-Sandfelli og konu hans Þuríð ar Jónsdóttur, er þar bjuggu far- sælu búi. Fyrri kona Jóns föður Friðriks var Guðlaug Jónsdóttir, systir hins í HLJÓMLEIKASAL kunna hagleiksmanns Sölva Jóns sonar á Víkingsstöðum. Sonur þeirra og hálfbróðir Friðriks var Sigurður, bóndi á Útnyrðingsstöð- um, góður bóndi og mikili fjár- maður og skepnuvinur. Fjögra ára gamall fluttist Frið rik með foreldrum sinum að Vík- ingsstöðum og átti þar heima til ársins 1926. Búskapur þeirra Víkingsstaða- hjóna vár góður og efnahagur itraustur. Jón var mikill dugnaðar- maður, ágætur fjármaður og átti gott og gagnsamt fé, átti jafnan nóg af héyjum og hjálpaði mörg- um um hey, þegar árferði var slæmt, enda allra manna hjálpsam astur og mátti ekkert aumt sjá. Hann var nokkuð örgeðja og til- finningaríkur, þótti og nokkuð öl kær, en ekki svo að hnekkti bú- skap hans á neinn hátt. Jón var mikill hestamaður og átti jafnan góða reiðhesta. Herborg, móðir Friðriks, var greind og vel menntuð kona, flík- aði ekki tilfinningum sínum, en reyndist öllum vel. Voru þau hjón in bæði gestrisin og á heimili þeirra dvöldust oft árum saman umkomulaus gamalmenni og börn við góða aðbúð og umhyggjusemi. Jón dó af slysförum, vetuatmj 1911. Hafði verið að járna lítt taminn hest, en steig að þvf loknu á bak honum er beizlið slitnaði og féll Jón af baki ofan á frosna jörð og beið samstundis bana Þetta var fermingarár Friðriks, en móðir hans hélt búskapnum áfram. Friðrik fékk óvenju góða barna- fræðslu fyrir fermingu og naut fræðslu góðra kennara um lengri eða skemmri tfma á hverjum vetri. Eftir fermingu var Friðrik 2 vetur í unglingaskóla Þorsteins Framhald á bls. 12. Píanótónkikar Shura Oherkassky, er hlust endum Tónlistarfélagsins ekki með öllu ókunnur, því hann hefir á þess vegum, haldið sjálf stæða píanótónleika hér fyrir all mörgum árum þó. — Ohop in tónleikar hans hér að þessu sinni leiddu hlustanda síður en svo í neinn nýján túlkunar- heim. — Cherkassky er fyrst og fremst „virtuos", sem hefir yfir að ráða ölhim tegundum tækni, sem flytja hann hindr unarlaust yfir allar torfærur Tæknilegir yfirburðir hans eru geysilegir, og pedal-notkun hans ævinlega hófleg og til mik iUar fyrirmyndar. — Andleg og sálræn skilgreining hans á hinum fjölmörgu,. Chopin- verkum er hann flutti, var tæknilega leiftrandi en hins vegar svo kenjótt að furðu sætti. Einna gleggst kom þetta í ljós í mörgum af „prelúdíun um“, og einnig lokakafla h- moll sónötunar. Þá getur það verið vafasamt að hafa einn höfund á samfelldum tónleik um og hefði listamaðurinn og áheyrendur sennilega borið meira úr býtum með fjölbreytt ari efnisskrá. Tækni og „rút ína“ geta kaffæri góðan lista mann ef andleg stærð og dýpt segja ekki hinu fyrrnefnda fyr ir verkum! — En meðal ann arra orða og í sambandi við Chopin-tónleik heyrast hinar dýrðlegu „etiidur" hans alltof sjaldan, og gegnir það furðu. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.