Vísir - 24.11.1975, Page 5
VISIR Mánudagur 24. nóvember 1975.
5
Eitt af þvi, sem valdið hefur hvað mestum úlfaþyt i þessu landi á
liðnum árum, er vera okkar i NATO og samskipti okkar við Banda-
rikin af þvi tilefni. Mér finnst að þar hafi verið deilt meira af kappi
en forsjá. Ég tel, að ekki mundi nú saka þótt svipast væri um á
þessum vettvangi svona i rólegheitum og dregnar fram i dagsljósið
nokkrar myndir, sem áður hafa verið almenningi huldar. Það er at-
hyglisvert, að i hvert skipti, sem amerikumenn hafa ætlað að
framkvæma einhverja hluti hér, eða fjármagna, þá hafa islending-
ar risið öndverðir þar á móti og komið i veg fyrir það. Þetta er i al-
gerri andstöðu við það, sem aðrar þjóðir gera, og kem ég að þvi sið-
ar. Einu sinni komu þeir með hugmynd um það að leggja varan-
legan veg frá Keflavik og upp i Hvalfjörð. Það máttu islendingar
ekki heyra nefnt. Svo ætluðu þeir að byggja stóra höfn i Njarðvik.
Þá fór allt á sömu leið. A striðsárunum byggðu þeir svo flugvelli hér
og spurðu engan að. Þess vegna er flug frá Islandi og til annarra
landa mögulegt i dag og þess vegna hefur skapast stór atvinnuvegur
i sambandi við flugið. Ef við hefðum verið spurðir, hvort þeir
mættu gera þetta, hefðum við vafalitið sagt nei.
Eitt atvik skeði þegar striðinu var lokið, sem sýnir glöggt hversu
miklir fjármáiamenn við erum. Meðan á striðinu stóð gerðu „gisti-
vinir” okkar margs konar mannvirki á landinu, sem okkur voru til
einskis gagns og gátu aldrei orðið annað en lýti á landi og byggð.
Hluti af þessum mannvirkjum voru braggarnir, sem ennþá standa
allviða, rauðir af ryði og öllum til vansæmdar. Þegar herinn kom
hingað fyrst, tók hann landið okkar flekklaust og óspillt til sinna
þarfa. Ekki hefði það nú verið ósanngjörn krafa frá okkar hendi, að
landinu hefði verið skilað aftur til okkar i sömu mynd og það var, en
þá skeði það, sem sýnir best hversu vel við kunnum fótum okkar
forráð á sviði fjármálanna. Við keyptum allt draslið fyrir stórfé i
stað þess að kefjast milljóna króna fyrir það að fjarlægja það og
þurrka út allt, sem minnir á hernám, strið og hörmungar þess, og
við gátum ekki notað.
Þó aðég sé meðmæltur samvinnu viðhinn vestræna heim, þá setti
ég fram fyrir nokkrum árum hugmyndir um það, að við ættum ekki
að afhenda landið okkar endurgjaldslaust til þeirrar samvinnu.
Þessar hugmyndir fengu afarmikinn hljómgrunn hjá almenningi,
en stjórnmálamennirnir urðu skelfingu lostnir. Hugmyndir minar
féllu ekki inn i kerfið og allt var gert á æðri stöðum til þess að hylja
þær gleymsku.Ég held þó að engan sakaði þótt þær væru rifjaðar
upp aö nýju.
Við erum meðlimir i NATO og það verður best skýrt með eftirfar-
andi: NATO er varnarbandalag gegn utanaðkomandi árásum. 1 þvi
eru 15 þjóðir og mannfjöldi þessara þjóða samanlagt er ekki langt
frá 500 milljónum manna. Ef ráðist er á eitt af þessum löndum, er
það sama og að ráðast á þau öll. Þetta er aðalvinningurinn við það
að vera i sllkum félagsakap. Það er margviðurkennt að hornsteinn-
inn, sem NATO hvilir á, er landið okkar, Island. Hvert það hernað-
arlegt stórveldi, sem ræður yfir íslandi, ræður yfir Norður-Atlants-
hafinu. Það mun hafa verið skoðun ráðamanna vesturveldanna, að
aðstaðan, sem þeir höfðu á Islandi, hafi stytt til muna styrjöldina
siðarj, og lesið hef ég um það, að þjóðverjar töldu, að ef þeir hefðu
haft þá aðstöðu á Islandi, sem bandamenn höfðu, þá hefðu þeir haft
meiri möguleika til að vinna striðið. Þá hefðu þeir getað stöðvað
mikið af herflutningum bandamanna frá Bandarikjunum til Rúss-
lands, en Island var eini staðurinn þá á jarðkulunni, þar sem slikt
var hægast að gera. Ekki er nokkur vafi á þvi, að ef til stórátaka
kæmi, þar sem Island yrði jafn-þýðingarmikið og það var i siðari
styrjöldinni, þá verður það hernumið aftur og þá kannski af fleiri en
einum, eða báðum hinna striðandi aðila en á meðan ekkert slikt
skeður, þá höfum við samningsrétt, en þennan samningsrétt höfum
við ekki notað nema að nokkru leyti. Ég hef litið þannig á þessi mál
og geri raunar enn, að við höfum sýnt litið fjármálavit i samskipt-
AÐ SELJA
LANDIÐ
um okkar viö NATO-þjóðirnar og þá ekki sist Bandarrikin, og miklu
minna en aðrar þjóðir gera. Ég tel að við höfum haft aðstöðu til þess
að nema þetta land sem við búum á að nýju, gera það betra og bygg-
legra, það er að segja ef við hefðum haldið rétt á spilunum. Menn
hafa helst bentá, sem mótmæli við þessum skoðunum, að dvöl hers-
ins hér sé framlag okkar til þessara samtaka, sem komi okkur til
góða i vörnum landsins, auk þess sem við yrðum af siðferðilegum á-
stæðum að taka tillit til annarra meðlima samtakanna. Við þessu
eru mörg svör til. Ef við erum i samvinnu við aðrar þjóðir, eru þær
þá ekki lika i samvinnu við okkur? Vantar ekki eitthvað i samvinnu-
hugsjónina hjá þeim þjóðum, sem eru nú þessa dagana að búa her-
skip sin til átaka á Islandsmiðum og hafa þegar i öðrum þjóðarsam-
tökum útilokað okkur frá betri kjara viðskiptum? Jafnvel þótt þær
hefðu allan rétt til þessa, finnst mér skilningur þeirra á þörfum okk-
ar til lifsins vera takmarkaður. Sannleikurinn er sá, að það er ekki
mikið veður gert út af tvö hundruð þúsund manna þjóð, sem býr á
ysta hjara heims. Við erum aðeins.til þegar hægt er að hafa gott af
okkur. Tvisvar sinnum hefi ég séð, með skömmu millibili, i sjón-
varpinu, þar sem ráðherrar okkar voru á ráðstefnum erlendis að
flytja ræður. Sýnt var þegar þeir gengu eftir gólfinu að ræðustóln-
um, en þá sá maður yfir salina, en allir stólarnir voru auðir, þar var
enginn til þess að hlusta á boðskapinn. Annar salur hinna auðu stóla
var i húsakynnum Sameinuðu þjóðanna. Skyldu ekki sendimenn
okkar kenna nokkurs kulda þegar þeir tala yfir tómum stólum um
lifshagsmunamál okkar? Áður en þeir koma heim er svo búið að
birta hinar ágætu ræður þeirra I flestum blöðum borgarinnar og við
sem heima sitjum, erum sannfærð um það, að raunverulega séum
það við, sem stjórnum heiminum. En málið er ekki svona einfald.
Við verðum sannarlega sjálf að gæta okkar hagsmuna. Þessu til
stuðnings vil ég geta eins dæmis.
Þessa dagana eiga Kaupmannasamtök Islands 25 ára aftnæli.
Þessi samtök vinna að sameiginlegum hagsmunum stéttarinnar, en
þau heimila þó engum, sem i þessum samtökum eru, að ganga inn i
verslun annarra kaupmanna, sem einnig eru i þessum samtökum,
og taka þar út vörur án þess að greiða fyrir þær. En þeir geta verið
jafngóðir félagsmenn fyrir þvi, hver i sinu lagi og unnið sameigin-
legum hagsmunum fullt gagn.
Við ræðum þessi mál nánar i næstu mánudagsgrein þann 1. des.
Aron Guðbrandsson.
FYRRI
GREIN
Um allan heim eru DYNACO hljóm-
flutningstœkin þekkt fyrir framúr-
skarandi gœði og hogstœtt verð
Hlustið
og
skoðið
DINACO
tœkin
berið
saman
verð
og
gœði
Skipholti 19 - Sími 23800
Klappastíg 26 - sími 19800