Vísir - 24.11.1975, Side 10
10 Mánudagur 24. nóvember 1975. VISIR
Páll Björgvinsson, besti maður Víkings, skorar eitt af sinum 7 mörkum
i leiknum við Gummersbach.
Viggó Sigurðsson fékk oft að finna fyrir kröftunum hjá Hansa Schmidt
enda slapp enginn inn hjá honuin þegjandi og hljóðalaust.
Eftir leikinn: Hansi Schmidt gefur eiginhandaráritanir a meðan Jón
Sigurðsson situr dasaður inn i búningsklefa. Ljósmyndir Einar
Slök byrjun varð
Víkingi að falli
Gummersbach með Hansa Schmidt í fylkingarbrjósti nóði
fjagra marka forskoti sem reyndisf drjúgt á metunum í lokin
Slök byrjun íslandsmeistara
Vikings varð liðinu að falli þegar
það lék við Gummersbach i
Evrópukeppni meistaraliða i
handknattleik i Laugardalshöli-
inni á laugardaginn. Þvi að strax
á fyrstu minútum leiksins náði
þýska liðið 4 marka forskoti og þá
forgjöf réðu vikingarnir ekki við.
Vikingar komu hins vcgar á óvart
eftir að þeir höfðu áttað sig aðeins
á hlutunum og gáfu þýsku
meisturunum ekkert eftir i lokin.
Staðan i hálfleik var 8:12 fyrir
Gummersbach og lokatölurnar
16:19 og unnu þvi vikingar siðari
hálfleikinn með einu marki.
Fyrstu upphlaup vikinga i
leiknum voru hálf klaufaleg og er
þar reynsluleysi mest um að
kenna og á meðan þeir voru að
átta sig á hlutunum höfðu þjóð-
verjarnir skorað 4 mörk. Þá skor-
uðu vikingarnir sitt fyrsta mark
og voru þá liðnar 8 minútur af
leiknum. Þessi munurhélst svo út
allan fyrri hálfleik og staðan i
leikhlé 8:12.
Vikingar mættu tviefldir til
leiks i siðari hálfleik og það var
ekki að sjá neina uppgjöf og þeir
fóru að saxa á forskotið smátt og
smátt. Og þegar 9 minútur voru
til leiksloka tókst þeim að jafna
15:15 við mikinn fögnuð áhorf-
enda. En taugar þjóðverjanna
voru sterkari i lokin, þeir biðu eft-
ir betri marktækifærum og sigr-
uðu örugglega i leiknum 16:19 —
og skoraði Hansi Schmidt siðasta
markið beint úr aukakasti eftir að
leiktiminn var útrunninn.
Vikingsliðið kom mjög á óvart i
þessum leik, eftir heldur slaka
leiki að undanförnu. Eftir að þeir
höfðu yfirstigið minnimáttar
kenndina sem hrjáði liðið i byrjun
gáfu þeir þeim þýsku ekkert eftir.
Páll Björgvinsson var langbesti
maðurinn i liðinu og átti meiri eða
minni þátt i flestum mörkunum.
Sigurgeir Sigurðsson stóð sig
mjög vel i markinu og varði oft
mjög vel. Þá má nefna þá Jón
Sigurðsson og Þorberg Aðal-
steinsson sem komust vel frá
leiknum. Viggó Sigurðsson ógnaði
vel, en var heldur skotglaður og
nýting hans léleg, eða 2 mörk úr
10 tilraunum.
„Ég er ánægður með leik
minna manna þrátt fyrir tapið”,
sagði Karl Bcncdiktsson, þjálfari
Vikings, eftir leikinn. „Satt að
scgja þá bjóst ég ekki við þes'su
svona góðu. Við fengum á okkur
ódýr mörk i byrjun sem réðu
baggainun. Ef við hefðum byrjað
betur þá hefðum við sigrað i
leiknum.”
Ekki virðist vera mikil breidd i
Stórt hjó
Fram og Val
Þrir lcikir voru leiknir i 1. dcild
islandsmótsins i handknattleik
kvenna i gær. Komu úrslitin I
þeim engum á óvart — nema þá
helst hvað sigrar Vals og Fram
voru stórir.
Valsstútkurnar sigruðu KR
með 8 marka mun, 18:10, og
Fram sigraði Viking með 14
marka mun — 21:7. Þriðji leikur-
inn i gær var á milli Breiðabliks
og Armanns og lauk honum með
sigri Armanns 14:10.
— kip —
liði Gummersbach og það vakti
athygli að aðeins voru notaðir sjö
átta leikmenn og af þeim skáru
sex sig verulega úr. Hansi
Schmidt sýndi það og sannaði i
þessum leik, að hann er enginn
venjulegur handknattleiksmaður.
Hann hefur greinilega róast með
árunum og gerir nú mikið af þvi
að senda til samherja — og vöktu
linusendingar hans i leiknum
mikla hrifningu og gáfu fimm
þeirra mörk. Klaus Kater varði
mjög vel allan leikinn og honum
tókst að verja eitt viti. Af öðrum
leikmönnum má nefna Brand (2),
Feldhoff (5) og Deckarm (11).
„Vikingsliðið kom mér svo
sannarlega á óvart með getu
sinni”, sagði þjálfari Gummers-
bach, Rolf Jaeger eftir leikinn.
„Þeir voru harðir i horni að taka,
gáfu hvergi eftir og ef þeir hefðu
byrjað betur er ekki gott að segja
hvað gerst hefði”.
Töluverð harka var i leiknum
og voru dómararnir Odd Cooper
og Terje Antonsen frá Noregi ekki
nógu röggsamir. Þeir slepptu
mörgum brotum, en sáu samt
ástæðu til að kæla sex leikmenn —
4 úr liði Gummersbach i 11 minút-
ur og 2 vikinga i 4 minútur.
Það var ólikur svipur á leik-
mönnum og forráða mönnum
þýsku meistaranna Gummers-
bach eftir leikinn við llauka i gær
en: eftir leikinn við Viking á laug-
ardaginn. Þeir gengu skælbros-
andi út af eftir leikinn við Viking,
en i gær voru þeir bölvandi og
ragnandi og sýndu litið af brosinu
fagra.
Var það kannski ekki að undra,
þvi að þeir uröu að sætta sig við
tap fyrir „litla liðinu” úr Firðin-
um, en við þvi höfðu þeir svo
sannarlega ekki búist.
Það sást greinilega þegar liðin
hlupu inn á — þjóðverjarnir létu
sér nægja að senda niu menn til
leiks, og höfðu i sparifötunum á
bekknum. menn eins og Hansa
Schmitd, Feldhof og fleiri
stjörnur.
Þetta, ætluðu þeir að láta nægja
á móti Haukum, en þýskur hroki
varð þar fyrir áfalli. Haukarnir
sýndu meisturunum i tvo
heimana og sigruðu i leiknum
með eins marks mun — 23:22.
Þjóðverjarnir urðu fyrir þvi á-
falli að missa markvörð sinn,
Klaus Kader, útaf. Var hann
fluttur á sjúkrahús með brotnar
og lausar tennur eftir samstuð viö
einn félaga sinn. Sá hafði sest
„klofvega” á bakið á Svavari
Geirssyni, er hann var að fara inn
á linuna og skall hann á Kader
með fyrrgreindum afleiðingum.
„Þetta er fyrsti Evrópuieikur-
inn sem við dæmum,” sögðu þeir
félagar Cooper og Antonsen. Það
var erfitt að dæma þennan leik,
bæði liðin léku mjög fast — en
beittu þó engum fólskubrögðum.
islenska liðið var afar slakt i fyrri
hálfleik, en lék aftur á móti skin-
andi vel i þeim siðari”.
Mörk Vikings: Páll Björgvins-
son 7 (5) viti, Þorbergur Aðal-
steinsson 3, Jón Sigurðsson 2,
Viggó Sigurðsson 2 og þeir Stefán
Halldórsson og Erlendur Her-
mannsson eitt mark hvor.
Mörk Gummersbach: Feldhoff
5, Deckarm 4, Henkels 3, Schmidt
3, Brand 3 og Schlagheck eitt
mark.
Nýting vikinga var þessi: 13
skot foru framhjá eða voru varin,
10 villur þar sem boltinn tapaðist
og 16 mörk. Nýtingin i fyrri hálf-
leik var 36% en i þeim siðari 47%,
eða samtals 41%.
Nýting Gummersbach var
þessi: 13 skot fóru framhjá eða
voru varin, 7 villur þar sem bolt-
inn tapaðist og 19 mörk. Nýtingin
i fyrri hálfleik var 57% á móti 39%
i þeim siðari eða 49% i öllum
leiknum.
Sá sem kom i markið i hans
stað var mörgum gæðarflokkum
fyrir neðan — varði varla skot i 20
minútur — og notuðu Haukarnir
sér þann tima til að jafna og
komast yfir.
Mikil harka var i leiknum enda
urðu þjóðverjarnir alveg óðir
þegar á móti fór að blása. Var
fjórum mönnum frá þeim visað af
leikvelli af dómurum leiksins,
Karli Jóhannssyni og Hannesi Þ.
Sigurðssyni, en ekki nema einum
úr Haukum. Annar varþóborinn
út af eftir að einn þýsku leik-
mannanna hafði sparkað i höfuð
hans þar sem hann lá á gólfinu.
Ætlaði þá allt vitlaust að verða i
húsinu, og lentu þeir m.a. saman
Björn Kristjánsson, dómari, og
Hansi Schmitd — en sem betur fer
fyrir Björn var þar aðeins tekist
á með þýskum orðum!!
Gummersbach hafði yfir i hálf-
leik — 12:11 — en Haukarnir
jöfnuðu fyrir 13:13, og komust svo
yfir i 16:14. Héldu þeir þeim mun
það sem eftir var — hleyptu hin-
um aldrei nær en eitt mark — og
sigruðu eins og fyrr segir 23:22.
Þeir Hörður Sigmarsson og
Elias Jónasson voru frábærir i
þessum leik. Hörður skoraði 10
mörk — og mistókst tvö vitaköst
— og Elias skoraði 7 mörk. Aðrir
leikmenn liðsins gáfu þeim litið
eftir hvað getu snertir, en voru
ekki eins harðir við að skora.
— BB
Þýskur hroki
fyrir ófalli
Gummersbach œtlaði að láta „varaliðið"
nœgja gegn Haukum, en varð að sœtta
sig við tap eftir mikil slagsmál