Vísir - 24.11.1975, Síða 14

Vísir - 24.11.1975, Síða 14
Mánudagur 24. nóvember 1975. VISIR Enska knattspyrnan: Þetta er í lagi ó meðan við töpum ekki báðum stigunum úti" — sagði Dave Mackay framkvœmdastjóri Englandsmeistaranna Derby eftir að lið hans hafði aðeins náð jafntefli á útivelli gegn Úlfunum. Derby heldur enn forystunni en baráttan á toppnum er hörð og 4 stig skilja að Derby í efsta sœtinu og Manchester City sem er í áttunda sœtinu Manchester United var eina liðið af efstu liðunum f 1. deild sem tapaði leik á laugardaginn og féll niður um tvö sæti — úr þriðja i fimmta. Sama baráttan heldur áfram á toppnum og að- eins eitt stig skilur að efsta liðið Derby og þrjú næstu lið QPR, Liverpool og West Ham. Það sýnir best hversu hörð baráttan er, að Manchester City sem cr I áttunda sæti er að- eins fjórum stigum á eftir efsta liöinu. Staða neðstu liðanna er óbreytt, Shefficld United virðist þegar fallið i 2. deild, en baráttan um að losna úr hinum tveim fallsætunum á örugglega eftir að vcra hörð. Tvö sjálfsmork Manchester Fyrir leik Arsenal og Manchester United á Highbury i London var Alan Ball tekinn af sölulistanum sem hann hefur verið á siðan i haust og gerður að fyrirliða i stað Eddie Kelly. betta virðist hafa góð áhrif á Ball, þvi hann sendi boltann i markið hjá United eftir aðeins 12 sekúndur. Sammy Nelsen sendi þá fyrir markið. Martin Buchan stöðvaði boltann, en missti hann frá sér til Ball sem skoraði af stuttu færi. En þetta var aðeins upphafið á slæmum degi hjá leikmönnum Manchester, á 12. minútu meiddist Sammy Mcllroy á höfði og varð að yfirgefa leik- völlinn — stöðu hans tók David McCreery. Og á 25. minútu sendi Brian Greenhoff boltann i eigið mark og Arsenal hafði yfir i hálfleik 2:0. Stuart Pearson sem hafði rétt sloppið i' gegnum læknisskoðun fyrir leikinn minnkaði muninn fyrir Manchester á 58. minútu með fallegu marki. En á loka- minútunum missti markvöröur United, Paddy Roche boltann i eigið mark eftir hornspyrnu George Armstrong. Að venju láta áhorfendur sig ekki vanta á leikina hjá Manchester United og þeir voru rúmlega 40 þúsund á Highbury á laugardaginn. En áðuren við höldum lengra skulum við lita . á úrslit leikianna: 1. deild Arsenal-Manch. Utd. 3-1 Aston Villa-Everton 3-1 Leeds-Birmingham 3-0 Leiceste~-Ipswich 0-0 Liverpool-Coventry 1-1 Manch. City-Tottenham 2-1 Norwich-Newcastle 1-2 QPR-Burnley 1-0 Stoke-Sheff. Utd. 2-1 West Ham-Middlesbro 2-1 Wolves-Derby 0-0 2. deild Black burn-0 xford 0-0 Blackpool-Chelsea 0-2 Bristol City-York 4-1 Carlisle-Orient 1-2 Fulham-Luton 2-0 Hull-Portsmouth 1-0 Notts. Co.-Bolton 1-1 Oldham -Charlton 2-0 Plymouth-WBA 2-1 Southampton-Nott. For 0-3 Sunderland-BriStol R. 1-1 markalausum leik, en halda samt forystunni. „Ég geri mig ánægðan með jafntefli,” sagði Dave Mackay framkvæmda- stjóri Derby eftir leikinn. „Það er i lagi á meðan maður tapar ekki báðum stigunum á úti- velli.” John Richards átti tvivegis mjög góð tækifæri i upphafi leiksins fyrir Úlfana, en mis- tókst i bæði skiptin. Fyrst skallaði Colin Todd frá á mark- linu — skallaði i þverslánna og út!.... Þá bjargaði Colin Boulton meistaralega vel eftir að Richards hafði komist einn inn fyrir. Derby átti lika sin tæki- færi og þeir Bruce Rioch og tókst að pota boltanum í markið. Aður hafði Liverpool tekið forystuna með marki John Toshack i fyrri hálfleik. Middlesbrough fékk óskabyrjun i leiknum gegn West Ham á Upton Park. David Mills skoraði á 12. minútu eftir mistök Mervyn Day i markinu og varnarmannsins Keith Cole- man. En það dugði skammt og Billy Jennings jafnaði á 34. minútu með þrumuskoti. I siðari hálfleik sóttu leik- menn West Ham nærri látlaut og þeir Tommy Taylor, John McDowell og Jenning voru ná- lægt að skora áður en Pat Hol- land skoraði sigurmarkið — og varnarmaðurinn Len Badger hafði varið með höndunum eftir mikla pressu upp við mark Sheffield. t siðari hálfleik tókst Alan Woodward að minnka muninn fyrir Sheffield, sem sótti talsvert í lokin. Andy Gray gerir það gott hjá Aston Villa Andy Gray sem lék hér i UEFA keppninni með Dundee Utd. gegn Keflavik i haust og var keyptur til Aston Villa virðist ætla að gera það gott hjá sinu nýja félagi — skoraði tvö ii mtf'' r* mm Colin Boulton, markvörður Derby, átti stórleik gegn Úlfunum og bjargaði oft frábærlega vel, sérstak- lega i leikslok þegar sóknarþungi Úlfanna var sem mestur. Meistararnir náðu aðeins jafntefli Meistarar Derby náðu aðeins jafntefli i Wolverhampton I Charlie George voru báöir nálægt þvi að skora. 1 lokin gerðu úlfarnirsvoharða hrið að marki meistaranna og varð Boulton þá að taka á honum stóra sínum nokkrum sinnum. Leikmenn QPR voru heppnir að fá bæði stigin úr viðureign sinni við Burnley. Hvað eftir annað sköpuðu leikmenn Burnley sér hættuleg tækifæri i fyrri hálfleik sem ekki nýttust og i upphafi siðari hálfleiks virt- ist ekkert geta komið i veg fyrir mark. Frank McLintock urðu þá á ljót mistök, missti boltann frá sér til Paul Bradshaw, sem óhindraður hljóp 50 metra, lék á markvörö QPR, Phil Parkes, sem þá felldi Bradshaw — en öllum til mikillar furðu sleppti dómarinn augljósri vftaspyrnu. Stuttu siðarskoraði Stan Bowles sigurmark QPR eftir að mark- veröi Burnley Alan Stevenson, hafði mistekist að slá frá eftir hornspyrnu Dave Thomas. Mistök landsliðsmark- markvarðarins kostuðu stig Mistök landsliðsmark- varðarins Ray Clemence i marki Liverpool kostuðu annað stigið i leiknum gegn Coventry. Clemence missti boltann eftir fyrirgjöf frá Tom Hutchison og Barry Powell sem fylgdi vel auövitað átti Trevor Brooking heiðurinn af þvi marki. Þrir leikmenn voru bókaðir, Boam, Spraggon og Madden i liði Middlesbrough og Graham Paddan, West Ham fyrir að yfirgefa leikvöllinn án leyfis dómarans. Leeds átti ekki i miklum erfiðleikum meö Birmingham á Ellland Road i Leeds. Billy Bremner skoraði fljótlega i fyrri hálfleik og englendingur- inn með skoska nafninu Dunckan McKenzie skoraði tvivegis i siðari hálfleik — i bæði skiptin með skalla. Fyrst eftir góðan undirbúning Eddie Gray og sfðan eftir aukaspyrnu Peter Lorimer. Jimmy Johnstone til Sheff. Utd. Jimmy Johnstone hefur nú skrifað undir samning við Sheff- ield United og lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Stoke a laugardaginn. Johnstone lék áður með Celtic og hefur marg- sinnis klæðst skosku landsliðs- peysunni. En það virtist hafa litið að segja og ennþá tapar Sheffield. Geoff Salmons náði forystunni fyrir Stoke um miðjan fyrri hálfleik með þrumuskoti af 20 metra færi. Og stuttu siðar bætti hann öðru marki viðúr vitaspyrnu, eftir að mörk gegn Everton á laugar- daginn. Gray skoraði um miðjan fyrri hálfleik eftir slæm varnarmistök hjá Everton. Ray Greydon sendi þá á Grey sem var einn og óvaldaður fyrir framan mark Everton og hann átti ekki i vandræðum meö að skalla boltann i markið. t siðari hálfleik urðu svo aftur mistök i vörninni hjá Everton, John Gidman sendi þá fyrirgjöf fyrir markið og Ken McNaught sem ætlaði að hreinsa frá tókst ekki betur til en svo að hann sendi boltann i eigið mark. George Telfer tókst að minnka muninn fyrir Everton, en Andy Gray átti siðasta orðið og skoraði sitt annað mark i leiknum rétt fyrir leikslok. Manchester City sótti nærri látlaust i leiknum gegn Totten- ham en tókst ekki að skora fyrr en i siðari hálfleik. Dennis Tueart skoraði eftir að skot Asa Hartford hafði verið varið á marklinu og Alan Oakes bætti öðru markinu við á 77. minútu. En Keith Osgood svaraði fyrir Tottenham á sömu minútu með glæsilegu marki af 35 m færi. Allt gengur nú á afturfótun- um hjá Norwich og liðið tapar nú hverjum leiknum á fætur öðrum. Það leit þó vel út i hálf- leik gegn Newcastle, Colin Sullivan skoraði fyrir Norwich fyrsta markið i fjórum leikjum og staðan var 1:0. En i siðari hálfleik gerði Geoff Nulty vonir Norwich að engu. Fyrst skallaði hann inn eftir sendingu David Graig og siðan urðu markverði Norwich, Kevin Keelan á mis- tök — greip ekki boltann, sem hrökk til Nulty, sem var vei ' staðsettur og hann skoraði ai stuttu færi. Jafnteflisliðið Leicester sótti látlaustgegn Ipswich ogvarþað aðeins frábærri markvörslu Paul Cooper að þakka að ekki voru skoruð mörk. Þeir Frank Worthington og Chris Garland voru báðir nálægt þvi að skora og Cooper varði á undraverðan hátt skot frá Worthington. Tap Southampton kom mest á óvárt i 2. deild Tap Southampton sem ekki hefur tapað leik á heimavelli kom mest á óvart i 2. deild. Liðið steinlá fyrir Nottingham Forest sem virðist heldur betur vera að sækja i sig veðrið undir stjórn Brian Clough. Mörk Notthingham skoruðu Bowyer (tvö) og Richardson. Sunder- land náði aðeins jafntefli gegn Bristol Rovers, en heldur samt öruggri forystu. Kerr skoraði mark Sunderland, en Williams mark Bristol. Fulham vann góðan sigur gegn Luton, mörk Fulham skoraði Jimmy Conway. Þá er Chelsea stöðugt á uppleið eftir slaka byrjun, Droy og Maybank skoruðu mörk Chelsea gegn Blackpool. Notts. County og Boltan gerðu jafntefli Bradd, skoraði fyrir County, en Garry Jones fyrir Bolton. Þá fór Bristol City létt með York, mörk Bristol skoruðu Ritchei (þrjú) og Merrick, en mark York skoraðiSeal. Og nú tapaði WBA eftir langa sigurgöngu, féll á sjálfsmarki, mark WBA skoraði Giles, en mark Plymouth skoraði Mariner. Þá fóru nokkrir leikir fram i fyrstu umferð bikarkeppninnar, en liðin i 1. og 2. deild byrja ekki fyrr en I þriðju umferð. Helstu •úrslitin i fyrstu umferðinni á laugardaginn urðu þessi: Bury-Doncaster 4:0 Cardiff-Exeter 6:2 Cov. Sporting-Tranmer 2:0 CrystalPal.-Walt. Hersham 2:0 Grimsby-Gateshead 1:3 Halifax-Altrincham 3:1 Hendon-Reading 1:0 Leatheread-Cambr. 2:0 Marine-Barnsley 3:1 Newport-Swindon 2:2 Nuneaton-Wimbledon 0:1 Preston-Scunthorpe 2:1 Spennymoor-Scuthport 4:1 Watford-Brighton 0:3 Yeovil-Millwall 1:1 -BB.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.