Vísir - 17.12.1975, Síða 1
Miðvikudagur 17. desember
VÍSIR NÝR Á
HVERJUM DEGI
■
tólf prósent
YÖrugjfllds
framlenndur
Visir hefur eftir
áreiðanlegum heimild-
um i stjórnarflokkunum,
að rikisstjórnin hafi i
hyggju að framlengja
gildistima 12% vöru-
gjaldsins, sem lagt var á
i júli siðastliðnum. Fjár-
málaráðherra sagðist
hins vegar ekkert vilja
um málið segja á þessu
stigi, þegar Visir leitaði
upplýsinga hjá honum i
morgun.
Vörugjaldið var lagt á i
júlimánuði siðastliðnum, þegar
ljóst var, að ekki tækist að skera
niður rikisútgjöld eins og að var
stefnt og vegna skuldbindinga
rikissjóðs varðandi kjara- og
verðlagsmál. Þetta sérstaka
gjald átti að falla niður nú um
áramótin.
Frumvarp til staðfestingar á
bráðabirgðalögunum frá þvi i
sumar er nú til þriðju umræðu i
neðri deild. Búast má við, að lögð
verði fram breytingartillaga við
það frumvarp, er feli i sér fram-
lengingu gjaldsins.
Endurskoðun tekjuáætlunar
fyrir næsta ár mun hafa leitt i
ljós, að endar fjárlagafrum-
varpsins koma ekki til með að ná
saman, nema tekjuöflun þessari
verði fram haldið.
—ÞP.
Guðmundur Þórarinsson og Trausti Jakobsson, húsasmiðir, leggja til atlögu við gosdrykkina eftir vel
unnin störf. — Ljósm. Guðm. Sigfússon.
REISUGILDI NÝRRAR ÍÞRÓTTA-
HALLAR VESTMANNAEYINGA
- SJÁ BAKSÍÐU
Landhelgismálið ekki
tekið fyrir aftur
nema til átaka komi
— Sjá frétt á baksíðu
MUNIÐ AÐ SENDA ÚR-
LAUSNIR í GETRAUNINNI
Jólagetraun VIsis lauk I gær. Skilafrestur úrlausna er til hádegis
mánudaginn 22. desember. Dregið veröur úr réttum úrlausnum
eftir hádegi 22. des. og úrslitin birt I blaðinu sem kemur út á Þor-
láksmessu.
Jólagjafahandbókin
fylgir Vísi í dag!
VÍSIR er tvö blöð I dag. Blaðinu fyigir nefnilega jólagjafahandbók.
Visir hefur dreift slikri handbók meö blaðinu fyrir jól undanfarin ár við
geysigóðar undirtektir. i þessari jólagjafahandbók er hægt að finna
jólagjafir við alira hæfi, börn á öllum aldri, hann og hana og f jölskyld-
una alla. Verð er alls staðar tilgreint á þeim hlutum sem um er fjallaö.
— Myndin hér fyrir ofan var tekin i Blaðaprenti I morgun þegar prent-
un jólagjafahandbókarinnar stóð yfir. — Ljósni.: JIM
Forráðamenn Blaðaprents:
Gáfum Dagblaðinu
engar upplýsingar
Dagblaðið skrifaði I gær um
upplagstölur Visis og Dagblaðs-
ins. Sagði þar að tölurnar væru
byggöar á upplýsingum frá
Blaöaprenti hf., sem prentar
bæöi blöðin. Vegna þessara
skrifa hafa framkvæmdastjóri
°g yfirverkstjóri Biaðaprents
hf. sent frá sér eftirfarandi vfir-
lýsingu:
Að gefgu tilefni lýsum'við
undirritaðir yfir því, að v.lð höfum
engar urv-«lýsingar gefið til fjölmiðla
um prentað upplag þeirra dagblaða,
sem unnin eru í Blaðaprenti hf.
^ullyrðing Dagblaðains f dag 16.
desember um prentað upplag
einstakra dagblaða er í þess eigin
ábyrgð, en ekki Blaðaprents hf,
Reykjavfk, 16. des< 1975.
'Plafur/dr/Slfsson, frkvstj.
lófiu* föfímUtUi*
ððinn Rögnvaldsson, yfirverkstj.
Vegna skrifa Dagblaðsins um
upplag blaðanna, spurði Visir
Davið Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra Visis, um nýt-
ingu á upplagi Visis.
„Nýtingin er mjög góð. Siö-
ustu þrjá mánuði hafa farið
fram miklar endurbætur á
rekstri Visis, og rekstraraðferð-
ir settar i takt við timann. Hag-
ræn vinnubrögð, sem ekki hafa
áður þekkst hjá Visi, hafa verið
tekin upp og nýting upplagsins'
hefur batnað um 14,28 prósent-
Ég tel það skipta meginmáli
frá fjárhagslegu sjónarmiði að
upplagið r.ýtist sem best. Ann-
ars er kom inn tím i til að e inhver
óhlutdrægur aðili fari að fylgj-
ast með nettóupplagi blaðanna.
Viðskiptamenn þeirra eiga rétt
á að vita, hve mikið af prentuðu
upplagi fer til kaupenda, og
hvað mikið lendir á öskuhaug-
unum,” sagði Davið. —óH