Vísir - 17.12.1975, Side 14

Vísir - 17.12.1975, Side 14
14 bálki sauropoda, sem voru grasbitar og höfðu langan háls, litið höfuð, fimm tær á hverjum fæti og voru með rófu. Steingervingar þessir fundust á bökkum Fuhsifljóts i héraðinu Sesúan. Þar fundust leifar annarra ættbálka, og sumar fullorðnar risaeðlur á meðal þeirra, er taldar hafa orðið allt að tuttugu metra langar. Miðvikudagur 17. desember 1975. VISIR c Umsjón: Þrúöur G. Haraldsdóttir. ""11 y Gervihala- stjðrnu skot- ið ó loft! Stórmenni í afmœli Sinatra..! Þann 12. þ.m. varð bandariski ieikarinn og söngvarinn Frank Sinatra 58 ára gamail. 1 ai- mælisveisluna var boðið um hundrað manns, og meðal þeirra Fred Astaire, Cary Grant og Gene Kelly. Af hálfu gesta óskaði rfkis- stjórinn og kvikmyndaleikarinn fyrrverandi Ronald Reagan Sinatra til hamingju og fór lof- samlegum orðum um framlög hans til góðgerðarstarfsemi. En fleiri stórmenni voru þarna saman komin i veislunni og skal þá fyrst fræga telja Lucille Ball, Tony Bennétt, leik- stjórann, Melvyn Leroy David Jansen, Neii Dimond, Roger Moore, og Bob Newhart. Sinatra lýsti þvi yfir árið 1971, að hann hygðist draga sig i hlé, en tveimur árum seinna, var hann aftur kominn i sviðsljósið. Hann var nýkominn úr hljómleikaför til Teheran og Jerúsalem. En það sem af er þessu ári hefur hann komið fram 140 sinnum i 30 borgum i átta löndum. „Frœgðin getur verið hœttuleg" segir Redford Leikarinn Robert Redford hcfur löngum veriö þekktur fyr- ir að vera blaðamönnum þungur i skauti. Hann er litið fyrir að ræða einkamál sin. Ef hann ræðir við blaðamenn er hann reiðubúinn til að ræða umhverfisvandamál, stjórnmál eða um hlutverk sin, en um- ræðuefni sem snerta hann per- sónulega eru honum heilagar kýr. Redford segist ekki gera þetta að yfirlögðu ráði, heldur eru það fréttamennirnir sem ýti undir þetta álit og þvi verði ekki breytt svo auðveldlega. Iðulega sliti þeir setningar úr samhengi og útkoman verði önnur en ætlast var til i upphafi. Og Redford heldur áfram: „Þegar vel tekst til i kvikmynd ertu lentur i gildru. Gagnrýn- endur og áhorfendur lita á mann sem skurðgoð. Ef þú slærð i gegn i ákveðnu hlutverki er hætt við að þú losnir aldrei við það.” Robert Redford á sjálfsagt meiri velgengni i vændum. Næsta mynd hans ,,A11 The Prensidents men”, sem er hans eigin framleiðsla, fjallar um blaðamennina tvo sem flettu of- an af Watergate hneykslinu. Dustin Hoffman leikur aðal- hlutverkið ásamt Redford. Að þeirri mynd lokinni ætlar hann að reyna sig við vestra. ,,Ég fylgist af áhuga með dægurmálum innanlands og er- lendis, en ég held að fólki standi yfirleitt nákvæmlega á sama. Stundum langar mig mest til að hætta þátttöku i þessu rottu- kapphlaupi og kaupa mér annan jarðskika i Utah til að vernda einkalif mitt. En i raun er ég hamingjusamur og þvi er ég hér enn, segir Robert Redford að siðustu. Líza og Vincent Minnelli vinna saman að kvikmynd Feðginin Liza og Vincent. Minelli hafa bæði hlotið Óskars- verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmynda. Um þessar mundir vinna þau I fyrsta- sinn að kvikmynd saman. Vincent leikstýrir myndinni „Nina” og leikur Llza annað aðalkvenhlutverkið en Ingrid Bergman hitt. Vincent sleit barnskónum i umferðarleikhúsi Minnelli bræðranna. Hann fæddist á sviðinu og er ekki aö undra þótt hugurinn hafi snemma staðið til leiklistar. Vincent var storstigur á framabrautinni og áður en varði var hann orðinn leikstjóri hjá Metro-félaginu i Hollywood. Aðalviðfangsefni hans voru söng og músik myndir og varð hann fyrstur til að flétta áhrif surrealismansi ballett, sem bar einnig keim af hugmyndaflugi hans og nákvæmni. Við Max Planck geimeðlis- fræöistofnunina i Garching ná- lægt Munchen er undirbúningur i fullum gangi fýrir fyrstu meiriháttar rannsóknirnar sem gerðar verða i samvinnu við Sovétrikin. Nú sem stendur er verið að prófa rafeindatæki þau sem verða um borð i eldflauginni. Einhvern tima á næsta ári verður geisla frymis — gervi- halastjörnu — skotið yfir norðurheimskautið. Mffnchenstofnunin er fræg fyrir rannsóknir sinar á sólstormum, og er þetta liður i frekari rannsóknum á þeim. Fyrir nokkru komu saman fleiri en 400 visindamenn frá 32 lönd- um i Garching til að ræða geimgeisla auk þess sem þeir kynntu sér starfsemi stofnunarinnar um rannsóknir á andrúmshvolfinu, segulhvolfinu og ytri geimnum. Stofnunin var stofnsett árið 1963. 14 metra löng beina- grind fannst í Kína... Visindamenn I Suðvestur Kina hafa flundið beinagrind risaeðlu, sem þeir telja allt að 140 milljóna ára gamla, að þvi er fréttastofan Nýja Kina skýrir frá. Beinagrindin er 14 metrar á lengd, 2,5 m á hæð, og er risa- eðlan talin hafa verið um 30 tonn á þyngd. Hún verður sett á náttúrugripasafnið i Chungking. Hún er talin hafa tilheyrt ætt- Aðeins 111 hœðir... Á dögunum var opnaður hæsti útsýnisturn i heimi, efst á hinni 412metra háu verslunarmiðstöð I New York, sem er 111 hæðir. Úr turninum má á björtum degi sjá um 130 km radius. Empire State byggingin hefur þvi lent i öðru sæti, en i þau 45 ár, sem hún hefur staðið, hafa meira en 1500.000 manns heimsótta hana á ári hverju, en Empire-State byggingin er 381 metri á hæð.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.