Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Qupperneq 15
LESBÓK MORGrUNBLAÐST.NS 403 >oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo<>oooo^ Stormarnir þjóta og stjörnurnar brenna. 1. 1 úthafi geims veit jeg Alfööur standa viö afl sinn og smiðjulog. Hann smíðar þar eitthvað, sem enginn sjer, við ógurlegt neistaflog. Neistamir þjóta til ýmissa ætta, úr óskygnis þokuhjúp. Þá sjáum. vjer stjarnanna brennandi blys um blámans óvæðu djúp. Hann setur í deigluna sjóðandi málminn, þá sveiflast mekkimir hátt. — Um nætur vjer köllum þá Norðurljós, þau nálgast úr hverri átt. 2. Jeg veit enga jarðneska veröld eins fagra og vetrarins Paradís, — því dreymir mig stundum um dalafönn og drifhvítan jökulís. Jeg veit enga töfra eins tvítugþætta og tunglskinsbjarta nótt — á einmana stöðum — í afskektri sveit, þegar alt er dauðahljótt. Skugganna lognsær og leiftur-úði Ijósbrimsins — skiftast þar á. Sál mín fyllist af syngjandi gleði, af sorgum — og trúarþrá. 3. Stórt er það afl, sem stjömurnar mótar, og stýristök þess hörð. Það verður aldrei af vitringum mælt eða vegið — á þessari jörð. Menn gera sjer hundruð af hugmynda-kerfum en hvert þeirra’ er æfintýr. Það lifir hjer enginn enn þá, sem veit, hvað í honum sjálfum býr. Stormamir þjóta og stjömumar brenna. Menn stara’ í hinn bláa geim, en hidinn að mestu er sannleikur sá, er sefur í djúpunum þeim. BÖÐVAR FRÁ HNÍFSDAL. VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQ Brúðkaupssiðir á 16. og 17. öld. Eins og almenningi er kunnugt, starfafci Jónas heitinn Jónasson præp. hon. frá Hrafnagili allmörg slöustu ár æfi sinn- ar að miklu ritverki um þjóösiði íslendinga, lifnaðarhætti, hjá- trú og andlegt líf. Æði mikið af riti þessu eða ritsafni var fullbúið til prentunar er höfundur fell frá. Síðan hefir handrit þetta verið geymt f Landsbókasafninu, uns fsafoldarprentsmiðja hefir ráðist í það þjóðnytja fyrirtæki að gefa út þessa bók, sem mun verða hin vin^ælasta meðal allra þeirra manna, fjær og nær, er unna íslenskri menningu og íslenskum fræðum. Bók þessi kemur út á næsta ári. En með samkomulagi við eigend- ur handritsins, erfingja sr. Jónasar Jónassonar og útgefanda, hefir Morgunblaðið fengið að birta eftirfarandi stuttan kafla um Brúðkaupssiði á 16. og 17. öld. Magister Einar Ólafur Sveins- son annast útgáfu bókarinnar fyrir ísafoldarprentsmiðju. Ýmsir siðir og venjur, og þar á meðal veisluhöld, voru samfara trúlofunum og giftingum, og skal hjer tekið fram hið helsta, en ann- ars má vísa til ritgerðar Sæmund- ar Eyjólfssonar um brúðkaups- siði í Tímar. Bókmf. 17, 92—143. Brúðkaup meðal heldra fólks fóru fram með hinni mestu við- höfn á 16. og 17. öld, og munu þeir hinir smærri og fátækari hafa reynt að tolla í tískunni með það eins og annað eftir megni. f Veislan fór jafnan fram á kirkju- i stað, því að annarsstaðar var tæp- ast svo húsum háttað, að það gæti orðið. Reið fólkið á kirkjustaðinn á laugardag, og voru þá stundum tjöld reist utan túns; þangað riðu karlar, og tók brúðgumi þeim þar og sveinar hans og veittu þar vín og öl. Síðan var riðið heim á stað- inn, og riðu þá boðsmenn á und- an, tveir og tveir saman, fót fyr- r fót, og brúðgumi síðastur og vildustu vinir hans, sinn til hvorr- ar handar. Konur riðu til bæjar og tók brúðurin og brúðarsveinar þar á móti þeim. Síðan var þeg- ar gengið í kirkju og haldinn aft- ansöngur. Þegar aftansöng var lokið, var karlmönnum fylgt til stofu, en konum til brúðarhúss; var þar alt vel fyrirbúið, dúkar á borðum og ljós upp sett. Til var settur einn maður ákveðinn til þess að stjórna veislunni og sjá um, að alt færi fram svo sem vera bar. Voru það oftast valdir menn og oft prestar, er höfðu þann starfa á hendi, því að ekki mátti skeika. Siðamaður raðaði til sætis í stofu, og var húsráð- andi þar í öndvegi og svo hinir bestu menn til beggja handa. Hófst svo veislan, og voru born- ir inn rjettir, einn eftir annan; eitt minni var drukkið með hverjum rjetti; mælti siða- maður ákveðinn formála fyrir hverju minni, og sungin vers á eftir. Annaðhvort var, að inn kom stór skál (bolli) með víni, er allir áttu af að drekka, eða hver maður hafði bikar fyrir sig. Mik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.