Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 I ousfanverðu Miðjarðarhafi Kafli úr Jórsalaför dr. Magnúsar Jónssonar prófessors (Dagbók tveggja daga) Fimtudag 27. júlí. Um borð í „Galíleu“. teila Maris*) er slokknuð. Karmel er horfinn. Libanon liggur undir sjávarborði. Þessi glœsilegu Austurlönd liggja falin bak við brún Miðjarðarhafsins. Sagan tóm. En sú veröld, sem komin er inn í hugskotið síðan við settum fyrst fót á land í Asíu! Hún hverfur ekki hjer inni þó að lönd feli hið ytra, svo er fyrir að þakka. Og munurinn á hitanum. Að hugsa sjer að maður skuli ein- hverntíma hjer fyr hafa gengið um másandi af mæði og svitandi af hita hjer á Miðjarðarhafinu. í þessum blessuðum svala. Líklega ekki meira en svo sem 32 stig á Celsíus og þar að auki gola. Jeg drekk í mig norrænan þrótt eftir 40—43 stiga svækjuna í Tabgha og Beyrouth. Og svo er eitthvað notalegt við þá meðvitund, að vera nú lagður af stað eindregið heim á leið — í norðvestur. ★ Fólksfjöldinn fer að tínast upp á þilfar um kl. 6, og það er marg- *) Landtökuvitinn mikli við Haifa, uppi á Karmelhöfða. litur hópur. Jeg er hræddur um að maður myndi opna augun, ef annað eins bæri fyrir hjer í norð- urhöfum. En hjer er þetta heima hjá sjer alt. Bjúgnefjaðir Gyð- ingar, brúnir Arabar í skrítnum búningum spígspora um þilfarið. Og kvenfólkið er áreiðanlega ekki í meiru af fötum en það þarf vegna síðustu leifa velsæmisins. Yfir d.yrunum inn í borðsalinn er þess óskað, að fólk komi ekki að borðinu í baðfötum eða náttföt- um! En í allskonar fötum, sem heitið geta dagföt, kemur það. Það er auðsjeð, að það er ekki mjög langt þangað, sem fólk gengur nakið. Nú sjest móta fyrir einhverju framundan. Og brátt skýrist land- ið. Það er Kípur. Hingað fór Páll postuli sína fyrstu kristniboðsferð, ásamt þeim Barnabasi og Markúsi guðspjalla- ;manni frænda hans. Ströndin verð ur skýrari og hús koma í ljós. Þau sýnast flest fremur smá og bærinn allur saman ekki stór. Bærinn er undir lágum hæðum, en eitt fjall rís töluvert upp úr hálsunum og gefur landinu svip. Engin mun höfnin vera og Galí- lea legst mjög langt frá landi. Það er sagt að viðstaðan verði ekki yfir 2 tímar og enginn ber við að fara í land. Stór o g mikill bátur, snjó- hvítur, hraðskreiður og fallegur, kemur brunandi úr landi. Hann er með loftskeytatæki og í aftur- stafni er Union Jaek (breska flaggið). Hermaður stendur fram á og annar aftur á og halla sjer mikið áfram til þess að verða ekki eftir af þessum fjörgapa. Eng- lendingar virðast eftir þessu eiga einhver ítök í Kípur. Víða koma Hallgerði bitlingar. Hjer hafa þeir Páll ^vafalaust farið um, einmitt þetta land, alveg eins og það er nú. Hingað barst kristni þó enn fyr. Hún sýnist hafa komið hingað á allra fyrstu árun- um, því að nokkrir þeirra, sem boðuðu trú í Antiokkíu á Sýrlandi í fyrstu, voru frá Kípur (Post. 11,20). Hjeðan var líka Barnabas sjálfur (Post. 4,36). Það er stutt hjeðan upp til lands framundan Antipkkíu, svo að það sjest í vel björtu. Jeg skreiðist upp á bátaþilfar, hætti lífi mínu mbð því að skríða út fyrir einn bátinn, tek upp fögg- ur mínar og geri mynd af land- sýninni. Borgin kvað heita Lar- naka. Myndin varð löng og mjó eins og hjer má sjá. ★ Svo skríður Galílea af stað suð- vestur með Kípur. Hærri fjöll fara að koma í ljós uppi í landinu. En við stefnum til suðurhöfða eyjar- innar, sem heitir Cap Gata. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.