Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 7
LESBOK morgunblaðsins 399 Kveðja tii Finnlands /. desember 1939 i. Þungur gnýr frá austri ómar inst í mína sál. Vjelaískur válegt hljómar, Vopna blikar stál. Gandreið þýtur geimsins vegi, grandi lífsins spýr, yfir borg á björtum degi, banalúður gnýr. Rússlands, styrjarteitur, tryltur, tvíhöfðaði örn, kommúnismans kyngi fyltur, kúgar Finnlands börn. Hátt í lofti vængjum veifar vargur yfir bráð, bólgin reiði blóðið kneyfar, bruggar heljarráð. ójafn leikur hjer er hafinn, hundrað er um einn. Suomi skal viðjum vafin, Vandalismans steinn nú á Finnlands frelsi að hæfa, fjöregg dáðalýðs. — Yfir rauðum Rússum gnæfa reistar stengur níðs. II. Þínum lífsins þrótti jeg trúi þúsund vatna land, þó að hatröm bryngálkn búi börnum þínum grand. í söng og óði, list og Ijóði líf þitt vitni ber. I frjálsra sona fórnarblóði Finnlands máttur er. Pinska þjóðin og hinn rússneski örn. Tákn- ræiit málverk, eftir finskan :málara, þar sem þjóðin er í mynd ungrar stúlku er heldur á lög- bók þjóðarinnar, er rússneski tvíhöfðaði örninn ætlar að rífa af henni. ítra þjóð, í austurvegi, í orku og dáðum stór, sem á hörðum harmadegi hetjueiða sór, þú mátt líða, þú mátt stríða, þessi er vegurinn. Vondjörf bíða betri tíða, uns blánar himinn þinn. 1. des. 1939. Sigurjón Guðjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.