Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 12
404 LESBÓK MORiGUNBLAÐSINS Skemtiferð Fyrir rúmlega 60 árum, eða sumarið 1878 kom enskt skemtiferðaskip hingað til Reykja víkur. Einn af þátttakendum ferð- arinnar, Anthony Trollope, kunn- ur rithöfundur á sinni tíð, ritaði sögu, er út kom síðan í vandaðri útgáfu. Ferðasagan er í sjálfu sjer ekk- ert sjerlega merkileg, eða ferðin sem lýst er sjerlega söguleg. En henni fylgja allmargar myndir, er einn af þátttakendum fararinnar teiknaði ,Mrs. H. Blaekburn. — Er frásögnin góð lýsing á því, hvernig Reykjavík kom útlend- ingum fyrir sjónir á þeim árum, og hvað til þurfti, til þess að kom- ast hjeðan austur að Geysi í Haukadal. Skipið er notað var í ferð þessa hjet Mastiff. Var það 870 tonn að stærð með 220 hestafla vjel. Var skipið nýtt, átti að notast til póst- og farþegaflutninga milli Skot- lands og írlands. En förin hingað var einskonar rej-nsluferð. Einn af helstu mönnum póststjórnar- innar, Mr. John Burns, var far- arstjóri, en hann og kona hans, er var með í ferðinni, buðu 14 kunningjum í þessa skemtiferð og kostuðu förina að öllu leyti. Þátt- takendur kölluðu sig „Mastiffa“. -¥■ agt var af stað frá Wemuss- kastala við Clyde-fjörðinn þ. 22. júní. En kastali þessi var bú- staður fararstjóra. Var fyrst komið við á úteynni St. Kilda, aðallega til þess, að því er höf. segir, að gera eyjarskeggj- um þá ánægju, að sjá ókunnugt fólk. íbúarnir 70—80, en helm- ingi fleiri konur en karlar, því strákarnir flýja þetta útsker, er þeir geta, svo í eynni voru 13 gjafvaxta stúlkur, en ekki nema tveir piltar. Það þótti ferðafólk- inu ekki efnilegt. Að kvöldi þess 2)5. júní komu þeir til Þórshafnar í Færeyjum, og gengu þar á land kl. hálf ell- fil Islands 16 E nglendingar með 65 hesta til Geysis stöðu. Er ferðafólkið kom þar að landi í skipsbátnum, var póst- meistari staðarins við lendinguna og „mikill hluti“ bæjarbúa, þó svona væri áliðið dagsins. Póst- meistarinn bauð öllum hópnum heim til sín, og allir Færeyingarn- ir vildu alt fyrir gestina gera. Þeim var sýnd kirkjan og búðir voru opnar — fyrir þá. Kona ein í hópnum fjekk augastað á fær- eyskum skóm í búð, en á þá vant- aði leggjabönd að Færeyja sið. Ung stúlka, sem þar var nærstödd, levsti af sjer skóbönd sín og gaf efu. Fóru aftur eftir 3 klst. við- hinni ensku konu þau. Svona var greiðviknin. Er Trollope kom aftur út í skip- ið, fanst honum einkennilegt, að hann hefði á einu kvöldi kynst nýju þjóðlandi. Því hann þóttist á þessari kvöldstund hafa fengið meiri vitneskju um Færeyjar en hann nokkurntíma hefði getað lært af bókum. ★ æsti áfanginn var svo Reykjavík. Þangað kom Mastiff með sinn fríða farm í besta veðri, eftir að farþegarnir höfðu fengið tækifæri til að dást að hinni fögru landsýn. En það fyrsta, sem karl.mennirnir gerðu, var að fá sjer sjóbað í hinu tæra vatni hafnarinnar. Og síðan fór allur, skarinn í land og beina leið 1878 Finsen, til þess að gera þar vart við sig, sem tignum gestum sæmdi. , Þar fjekk ferðafólkið hinar bestu viðtökur, rjett eins og hús- bændunum fyndist það alveg sjálf- sagður hlutur, að sextán enskir ferðamenn gengu þar um stofurn- ar, og gerðu sig heimakomna. Að heimsókninni lokinni hjá landshöfðingja var haldið til Pjeturs biskups Pjeturssonar, sem æðsta manns klerkastjettarinnar, svo því geistlega og veraldlega valdi væri gert jafnhátt undir höfði. Fararstjórinn, Mr. Burns, sem virðist hafa verið siðavandur trúmaður, ljet mönnum þó í sjálfs- vald, hvort þeir heimsæktu bisk- up. En það var ófrávíkjanleg kvöð að heimsækja landshöfðingja. Síðan fór ferðafólkið að kaupa ýmsar minningargjafir handa kunningjunum heima, einkum gull smíði, og reiðtýgi hjá söðlasmið til upp til landshöfðingjans, Hilmars Geysisfarar. Fararstjóri hafði nú mikið að gera, til þess að undir- búa landferðina. Hann náði tali af Geir Zoega, er var mesti fylgd- armaður enskra á þeim dögum. Tók Geir að sjer alla umsjón ferðarinnar, hestaútvegun og þess háttar. Til ferðarinnar voru fengn- ir 65 hestar. Segir höf., að hest- lán austur að Geysi sje sterlings- pund, og var það eitt af því fáa, sem vitnaðist um meðal ferða- fólksins hvað kostaði. Því alt borg aði Mr. Burns. Skyldu ferðamenn irnir 16 hafa tvo hesta til reiðar hver, en 33 hestar voru ætlaðir handa fylgdarliði og undir flutn ing. Isambandi við Reykjavíkurdvöl- ina minnist höf. á ýmislegt um þjóðlíf og hagi íslendinga. Þótti Ferðasaga Anfhony Trollope, með myndum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.