Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 15
LESBÓK MORiGUNBLAÐSINS
407
í
1
Skemtiferfcafólkið fer yfir Brúará.
Gistingin í Þingvallakirkju. „Kavallerarnir“ liggja á kirkjugólfinu.
Kvenfólkið í kórnum.
þangað til bykkjuskömmin sá sitt
óvænna og lallaði á eftir hinum
með mig á bakinu. Eftir það býst
jeg ekki við að neinn hafi komið
henni á bak. Jeg neitaði því al-
gerlega fyrir mitt leyti, og fjekk
altaf upp frá því afbragðs reið-
skjóta“.
Eftir 4 tíma ferð var áð og
matast (í Seljadalf). Hafði hver
nesti í tösku sinni. En matreiðslu-
maður þeysti á undan til Þing-
valla með það sem til þurfti, svo
matur var til reiðu er þangað kom
um kvöldið.
Höf. segist víða hafa ferðast á
hestum, og hafi hann talið það
meðalflýti, að fara 5 mílur á klst.
En svo fráir sjeu íslensku hest-
arnir og duglegir, að hjer hafi
hann borið skjótast yfir, því hjer
voru farnar um sjö mílur á klukku
stund,
Er til Þingvalla kom voru allir
orðnir þreyttir, en kvenfóllr-
ið vildi ekki kvarta, og karlmenn-
irnir vildu ekki bera sig ver en
kvenfólkið. Nema hvað kona farar
stjórans, Mr. Burns, var orðin það
uppgefin ,að hún treysti sjer ekki
lengra.
Yngra kvenfólkið aftur á móti
varð brátt hinir mestu glannar og
þeysti á undan hinum ráðsettari
ferðamönnum, með hinum ungu
fylgdarmönnum og lausu hestun-
um. Gat hvorki hinn strangi Mr.
Bums eða Zoega haft hemil á
þeim, eins og þeir hefðu viljað, en
voru sífelt með lífið í lúkunum,
að þær myndu detta af baki og
beinbrotna. Ekkert slíkt kom fyr-
ir.
Trollope lýsir Þingvöllum og
dáist að náttúrufegurðinni, en var
staðnum að því leyti kunnugur
áður, að hann hafði lesið ferðalýs-
ing Dufferins lávarðar. Hann lýs-
ir m. a. Lögbergi á hraunriman-
um, því í þá daga var hið eina
rjetta Lögberg talið þar. Fanst
honum staðurinn svo sjerkenni-
lega fagur, að viðkoman þar var
næglegt endurgjald fyrir fyrir-
höfn allrar ferðarinnar.
Næsta dag var svo haldið til
Geysis, en komið við í Múla og
þar drukkið kaffi. Af því sem
Trollope sá á þeirri leið fanst hon-
um mest varið í Brúará og um-
hverfi hennar.
Aftur á móti var hann ekki
hrifinn af komunni til Geys-
is. Staðurinn ber og eyðilegur,
gróðurlaus. Og Geysir „fyrsti“
gaus aldrei, þó ferðafólkið biði
eftir honum allan næsta dag. Var-
tjaldað á flötinni vestan við Gejrsi
til þess að vera til taks hvenær
sem gos kæmi. En það varð allrei,
sem heitið gæti, en þó svo mikil