Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 9
LBSBÓK MORiGUNBLAÐSINS
401
Þorsteinn Erlingsson.
gat að sjá um, að hann fengi sem
best næðið, þegar hann var að
yrkja. Helst vildi hann, að jeg
færi ekki að heiman, því að hann
sagðist vilja heyra fótatakið mitt
í húsinu, þó að jeg yrði að varast
að koma inn til hans.
Meðan hann orkti raulaði
hann altaf fyrir munni sjer
hrynjandann í kvæðinu. Hann
þurfti að komast inn í ljóðlagið,
sagði hann. „Og altaf verð jeg að
vera búinn að hugsa mjer niður-
lag kvæðisins jafnframt byrjun-
inni, áður en jeg yrki aðalkvæðið".
En aldrei kom jeg inn til hans
fyr en jeg heyrði að hann var
hættur að raula fyrir munni sjer.
nema nauðsyn bæri til.
Aldrei sýndi hann mjer neitt
af því, sem hann orkti fyr en
kvæðin voru komin svo langt
að hann var öruggur með að
hann gæti gengið frá þeim eins
og honum líkaði. En það tók oft
langan tíma fyrir hann að leggja
síðustu hönd á kvæðin. Altaf var
hann að breyta og breyta. Og þá
var það, sem hann spurði mig
hvort mjer líkaði betur þetta eða
hitt. Aldrei ljet hann neitt frá
sjer fara á prent, án þess að hann
læsi það fyrir mig.
En þegar kvæðið var einu
sinni prentað, þá snerti hann
aldrei við neinum breytingum
eftir það. Honum fanst það synd
að breyta kvæði eftir að ein-
hver hefði kannske lært það
eins og það var upprunalega gef-
ið út.
Frú Guörún J. Erlings.
„ILLGRESIГ OG
DÖGGIN.
Oftast, sem sagt, var hann
lengi að ganga frá kvæðum sín-
um, þó hann stundum væri aft-
ur mjög fljótur. Og stökum gat
hann vitanlega varpað fram er
svo bar undir, eins hratt og
mæltu máli.
Jeg man t. d. eftir einni vísu,
sem þannig varð til, og aldrei
hefir komið á prent.
Tilefnið var þetta. Hann var
mjög elskur að stofublómum, og
voru altaf blóm í stofugluggum
okkar. Eitt sinn áskotnaðist
mjer lítil planta, sem jeg vissi
ekki deili á. — Hún var höfð í
glugganum við borð hans. Hún
óx svo ört, að einhver sagði að
hún yxi eins og illgresi. Síðan
kölluðum við hana ,,illgresið“.
Eitt sinn bar jeg öll blóm-
in út í hlýinda regn þeim til
hressingar. Hann kom heim, er
þessu var lokið. En jeg
hafði skilið „illgresið" eftir inni.
Blöðin á því voru svo pasturs-
lítil að jeg treysti þeim ekki til
að standast úrfellið.
Er hann sjer þetta, tekur hann
blómsturpottinn með hinni veik-
bygðu jurt, og segir brosandi:
Þið hafið illa inni gleymt
illgresinu mínu.
Það hefir líka á daginn dreymt
dögg í horni sínu.
FOSSAHLJÓÐ
Á LÖNGULÍNU.
Oft geymdi hann árum sam-
an vísuhendingar eða hugmynd-
ir, áður en hann notaði þær í
fullort kvæði. Hafði hann altaf
hjá sjer vasabók, er hann skrif-
aði í hendingar sínar, hvar sem
hann var. T.d. dytti honum eitt-
hvað í hug, er hann vildi halda
til haga, þegar hann var á gangi
úti við, skrifaði hann það sam-
stundis hjá sjer.
Sem dæmi um það hve fyrstu
tildrög kvæða hans voru oft
mikið eldri en kvæðin sjálf, get
jeg tekið þetta.
Við vorum eitt sinn sem oftar
á gangi hjerna innanvið bæinn.
Þetta var snemma vors í fyrstu
vorleysingum, er lækir runnu í
hverri laut og niður leysinga-
vatns ómaði í lofti.
Þá sagði hann mjer að hann
hefði fyrir mörgum árum eitt
sinn að vorlagi verið á gangi á
Löngulínu í Höfn. Hann var að
hugsa heim og langaði í Fljóts-
hlíðarvorið. Þá datt honum þessi
vísa í hug:
Hárra fjalla frægðaróð
fossarnir mínir sungu.
Það hefir engin þeirra ljóð
þýtt á danska tungu.
Jeg bað hann' blessaðan að
grafa þetta ekki lengur. Nú
skyldi hann taka sig til og full-
gera þessa kvæðishugmynd. Og
síðan orkti hann kvæði sitt
„Fossahljóð“.
Hann var lengi með það kvæði
sitt eins og svo mörg önnur.' —
Vandvirknin var svo mikil. Á
öllu, sem hann ljet frá sjer fara
var sama vandvirknin. T. d. sendi
brjefum. Ef bleksletta kom á
sendibrjef, skrifaði hann það að
r.ýju.
ÚRVALIÐ GERI
JEG SJÁLFUR.
Öllum kvæðunum frá yngri ár-
unum brendi hann.
Sáuð þjer ekki eftir því?
Jú. Því get jeg ekki neitað.
Hann sýndi mjer einu sinni stór-
an bunka af kvæðahandritum,
sem hann sagðist ætla að brenna.
Á jeg ekki að brenna þeim
fyrir þig, spurði jeg þá.
Nei, Guðrún mín, sagði hann.
Jeg trúi þjer til þess að gera alt