Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 17
LESBÓK MOBiGUNBLAÐSINS 409 Oscar C lau s e n : Æfintýramaður um hann Biskupssonurinn á Hólum Jón Steinsson og munnmæli FYRIR rúmum 200 árum var biskupssonurinn á Hólum, Jón Steinsson, einn gáfaðasti og glæsilegasti ungur maður á ls- Hjer er mynd af landi. Hann var orðinn stúdent málverki því> sem úr Hólaskóla 16 eða 17 ára gam- . T, . all og sigldi til Hafnar haustið 1714, með Eyrarbakkaskipi, til Steinssym- El l)að þess að læra þar læknisfræði, 4 Þjóðminjasafn- sem hann hafði verið hneigður inu, en var áður til frá fyrstu æsku. — Páll Vída- lengi í Hóladóm- lín lögmaður lýsir þessum efni- kirkjUi Ekki er lega biskupssyni svo, í brjefi, yitað hver hefir sem hann skrifaði Árna Magn- , . , .... T, >nálað mynd þessa. ussym sama haustið og Jon sigldi, að hann sje bráðskarpur og til alls fær, en segist ekki vera eins viss um að hann sje að sama skapi fastráður. — Þetta kom líka fram. — Dr. Hannes Þorsteinsson segir í æfiágripi Jóns, að hann hafi strandað á því sama skeri, sem svo margir ungir og óráðnir efnispiltar hafi, fyr og síðar, strandað á; sem sje solli og svalli við námið í Höfn. Þó að Jón væri aðeins 18 ára gamall þegar hann sigldi, var hann samt búinn að lenda í tveimur ástaræfintýrum. Hann hafði í fyrra skiftið orðið ást- fanginn, af stúlku, sem hjet Guðrún og var fríðust allra kvenna, svo að hún var kölluð „sól“, eða „Gunna sól“. — Hún hafði alist upp hjá föðursystir sinni, húsfrú Ragnheiði Jóns- dóttur biskupsekkju, sem bjó í Gröf á Höfðaströnd, og var bannyrðastúlka og orðlögð fyrir háttprýði alla. Það er sagt, að Jón hafi beðið hennar en fengið hryggbrot, en hennar höfðu áð- ur beðið margir efnilegir menn, sem hún hafði synjað, svo að eðlilegt var að Jón, sem aðeins var unglingur findi ekki náð fyr- ir hennar augum. Þegar svo Jón kom heim aftur eftir fjögurra ára útivist, var Guðrún komin ti1 Hóla og vildi Jón þá enn eiga hana, og var þá engin fyrirstaða h.iá henni. Þá var líka Jón orð- inn fullorðinn og forframaður maður, en svo var orðinn sá ljóð- ur á ráði hinnar stórlátu og fögru Guðrúnar, að hún var orð- in vanfær og gekk með barn annars manns og fæddist það nokkru síðar. — Jón gerði samt þetta ekki að sök og vildi endi- lega gangast við barninu og eignast Guðrúnu, en þá tóku for- eldrar hans í taumana. Biskups- hjónunum, herra Steini Jónssyni og húsfrú Valgerði, þótti þetta mesta hneyksli, því að það hlyti að koma síðar í ljós, að Jón gæti t'kki verið rjettur faðir barnsins, tímans vegna. Þessi glæsilega stúlka, Guðrún, sem hlaut viður- nefnið ,,sól“, giftist svo síðar lítilsháttar manni, Vigfúsi nokk- urum, sem kallaður var Svarti- Fúsi. ★ Þegar Jón komst út á refil- stigu ástarinnar í annað sinn, varð fyrir honum roskin þjón- ustustúlka á Hólum, sem Þórunn hjet Ólafsdóttir. Hana vildi hann eiga,en þar stóðu foreldrar hans á móti, eins og í fyrra skiftið. Það var einkum móðir hans, frú Valgerður, sem ekki þótti þjón- ustustúlka á Hólum, sem Þórunn honum jafntigin og samboðin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.