Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 20
412 LESBÓK MORiGUNBLAÐSINS S’ðan hafi hann saumað svarta bóginn á hvítu kindina, en á meðan hann hafi verið að því, hafi hinn bógurinn orðið svo líf- lítill, að hann hafi ekki treyst sjer til þess að græða hann við svörtu kindina og því hafi þeir slátrað henni. Eftir þetta fór svo Þorgeir heim með koffortahest- ana, en Jón varð eftir hjá kind- inni. Þar var hann í þrjá sólar- hringa, en þá var hann orðinn ugglaus um að hún mundi lifa, enda batnaði kindinni að fullu og greri bógurinn svo vel við hana, að sagt er að hún lifði nokkur ár eftir þetta og yrði vænsta ær, en hvammurinn er nefndur Flekkuhvammur síðan þetta skeði. — Um þennan at- burð orti Sigurður Pjetursson þessa alkunnu vísu: (Ljóðmæli Kvík 1844, bls. 119). Steins var kundar kunst ótrauð, og kraftaverk við ita, bóginn hann af svörtum sauð, setti á þann hvíta. Það má auðvitað telja víst, að ekki sje mikill fótur fyrir uppistöðunni í þessari einkenni- legu sögu, en hitt má líka teljast jafn víst, að hún hefir ekki myndast af öðru en trúnni á lækningar Jóns og dugnað hans í þeim efnum. Önnur sögn er um Jón, að hann skæri lambfulla á, sem ekki gat fætt, á kviðinn og næði lambinu lifandi og græddi síð- an ána svo að hún lifði. ★ Jón var aðeins rúmlega tví- tugur þegar hann kom heim og settist að á biskupssetrinu. — Hann fór þegar að gefa sig að lækningum og flugu fregnimar um alt land af undraverðum af- rekum hans. Læknar voru þá engir á landinu og var því ekki að furða, þó að fólkið streymdi til hans í hópum til þess að fá bót meina sinna. Sögur voru til af lækningum hans og verður ein sögð hjer, en hún er einstök í sinni röð, því að hún greinir frá holskurði, sem hann gerði og hepnaðist vel. í Miklabæ í Óslandshlíð bjó efnaður miðaldra bóndi, sem var sullaveikur eða „meinlætafull- ur“ eins og þá var kallað. Seint um sumarið, sem Jón kom heim, kom bóndi þessi heim til Hóla í því skyni að leita sjer lækninga hjá Jóni. Það er sagt, að Jón hafi farið með hann á afvikinn stað og rannsakað hann ná- kvæmlega, en þessa er getið vegna þess, að slíkt hefir verið Eiginbandarskrift Jóns Steinssonar. óvanalegt þá. Skottulæknarnir ljetu sjer víst oftast nægja, að renna augum á sjúklinginn og segja við hann nokkur orð á lat- ínu, eða eitthvað sem hann ekki skildi, sem tákn lærdóms síns. Þegar Jón hafði rannsakað sjúk- linginn, sagði hann honum, að sjúkdómur hans yrði honum erf- iður viðfangs, en fekk honum meðöl, sem hann átti að nota í hálfan mánuðogláta sig svo vita ef nokkur breyting yrði á sjúk- dómi hans. Að hálfum mánuði liðnum kom bóndi aftur og hafði ekkert batnað, en þá ljet Jón hann enn fá meðöl, sem hann sagði að væru til að eyða „mein- lætunum“, ef það væri á annað borð, hægt með meðölum. Hon- um batnaði lítið eitt af þeim meðölum og minka.ði fyllin, en þegar kom fram á vetur fóru þau aftur að aukast. Maðurinn kom þá enn heim að Hólum að finna læknirinn, en Jón Ijet hann þá fara meðalalausan heim til sín, en kvaðst ætla að koma ein- hvern tíma út að Miklabæ og tala betur við hann. Svo var það einn dag seint á góunni, þegar stilt var veður, að Jón fór út að Miklabæ og hafði með sjer Ólaf, sem þá var bryti á Hólastað. Húsbóndinn bauð þeim í baðstofuna, en þegar þeir höfðu setið þar um stund, læsti Jón húsinu og fór að tala við hann. Hann sagðist nú vera kom- inn til þess að bjóða honum tvo kosti, annað hvort að hætta við allar lækningatilraunir við hann eða að hann gerði á honum hol- skurð, en þá væri áhættan auð- vitað mest fyrir hann, hvort hann lifði eða dæði. Bóndi kaus seinni kostinn. Síðan bjó Jón út skurðborð á miðju gólfi í baðstofunni, þannig að hægt var að ganga alt í kring um það og ljet mannin svo leggj- ast upp á það, bar meðöl að vit- um hans og batt um annan litla fingur hans. Nú leið nokkur stund og fór þá maðurinn að fölna og varð loks bleikur sem nár. Þá kveikti Jón ljós, og fekk Ólafi bryta og sagði honum stranglega fyrir hvernig hann ætti að halda á því, en ljósinu átti hann að halda svo nálægt líkama mannsins, að hann fengi yl af því. Svo tók Jón upp hnífa sína og risti manninn á kviðinn, Síðan tók hann glerílát og jós úr bónda svo miklu af vatni í stóra kollu, sem hann hafði við hendina, að undrun sætti. Þeg- ar þessu var lokið, saumaði Jón kviðinn saman aftur, leysti band- ið af fingrinum og bar eitthvert meðal að vitum mannsins. Þá færðist skjótt blóð í andlit hans og skömmu síðar leit hann upp. Holskurður þessi var á enda og hafði hepnast vel. Jón hag- ræddi svo bónda, sem best mátti verða í rúmi, í baðstofunni, og opnaði hana síðan. Svo var hann þrjá sólarhringa um kyrt að Miklabæ, á meðan sjúklingurinn var að hressast. Bóndi komst brátt á fætur og til fullrar heilsu og kendi sjer aldrei „meinlætis“ eftir það. Þessi greinilega lýsing á hol- skurðinum, sem Jón Bergmann gerði á bóndanum í Miklabæ er höfð eftir stúlku, sem horfði á og heyrði alt, sem fram fór. Hún var unglingur í Miklabæ þegar þetta gerðist og langaði mjög til að vita hvað Jón gerði við manninn. Hún klifraði því upp á skammbita í baðstofunni og þar sat hún og horfi á meðan þetta fór fram. ★ Það benda allar líkur til þess að Jón Bergmann hafi orðið tals- vert um hið ,,háa“ líf sitt í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.