Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1939næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1939, Blaðsíða 10
402 LESBÓK MORiGUNBLAÐSINS fyrir mig — annað en það að brenna kvæðunum mínum. Hann sagði þetta: Ef mað- ur gerir ekki sjálfur úrval af kvæðum sínum, þá er ekki öðr- um treystandi til þess. Jeg sje hvemig bókasöfn- in verða í framtíðinni. Þar verð- ur ekki annað en úrval. Sjálfur vil jeg sem mest ráða valinu á kvæðum mínum.Það sem jeg læt prenta, þurfa menn í framtíð- inni ekki að klípa af. Jeg get ekki hugsað mjer meiri bjarnar- gieiða við nokkum mann, en að taka alt sem hann hefir orkt og láta prenta það, þar á meðal vís- ur og kvæði, sem áttu aðeins að vera til gamans við ákveðin tækifæri, en hafa ekkert bók- mentalegt gildi. 1 þessu efni undanskildi hann þó Pál ólafsson, því hann sagði, að alt sem hann ljeti frá sjer fara, væri með svo miklum snild- arbrag, að það ætti að varðveit- ast, því að hann getur gert snild úr því sem ekkert er, eins og t. d. í vísunni: Það er ekki þorsk að fá í þessum firði. Þurru landi eru þeir á og einskis virði. En þó hann væri vandvirkur og kröfuharður við sjálfan sig, þá var hann frábærlega sanngjam í dómum sínum um önnur skáld. Og altaf reyndi hann að leita að því besta meðal ungra skálda. Þegar hann sá eða heyrði eitt- hvað eftir þá, sem ekki höfðu hlotið viðurkenning almennings, komst hann oft að orði á þessa leið: „Þetta er ágætt, þetta þætti gott, ef það væri eftir mig“. Hann taldi það ekki eftir sjer að lesa heilar rímur eða kvæða- bálka, ef hann fann þar eina vísu, sem honum þótti reglulega góð. En ef einhver bar undir hann kveðskap, t. d. hvort hann væri prenthæfur, þá sagði hann af- dráttarlaust um það, sem honum þótti miður fara, eða einskis nýtt, en sagði það æfinlega með mildi. En fundvís var hann á það, sem gott var meðal þeirra, er yngri voru en hann. LJÓSSINS BARN. Skammdegið var Þorsteii^i alt af erfitt. Myrkrið átti svo illa við hann, lamaði listgáfu hans og starfsþrek. Þegar hann segir: „Vetur gamli á leiða lund“, eða „Nóttin er mín þyngsta þraut“, þá talaði hann af reynslu. Það ljetti æfinlega yfir hon- um eftir vetrarsólhvörfin. Þá kom hann glaður og kátur, eins og hann að vísu altaf var á heimili, og sagði: „Guðrún mín; nú er daginn farið að lengja“. Og svo gerðum við okk- ur dagamun og drukkum „sól- ar-kaffi“. Jeg man altaf hve mikill fögnuður var í augum hans við þessi tækifæri. Það var eins og hann væri strax farinn að finna vorsólina verma sig. Hann var svo mikið ljóssins barn. — Annað einkenni hans var, hve mjög hann elskaði „rómantík- ina“. „Án hennar gæti jeg ekki verið“, sagði hann, „fremur en sólarinnar.“. Enda sagði hann, og sú lýsing er rjett: Þó jeg staldri þar sem frýs, það er aldrei lengi. Jeg vil halda um hverskyns ís, heldur en kalda strengi. EF HALLGRÍMUR PJETURSSON LIFÐI. Hver voru eftirlætis skáld hans? Hann mat Hallgrím Pjeturs- son mest allra skálda. Oft sagði hann þessi orð: „Ef Hallgrímur Pjetursson væri nú uppi, þá væri okkur hinum óhætt að loka búð- inni“. Hann kunni alla Passíusálm- ana og hafði oft yfir heila sálma með mikilli aðdáun. Þá má ekki gleyma ást hans á Sigurði Breið- fjörð. Var gaman að heyra hann fara með mansöngva Sigurðar og ýmislegt, sem vel er kveðið í rím- um hans. Þeir voru ákaflega mikir vin-< ir Steingrímur Thorsteinsson og hann, og eins Benedikt Gröndal. Við komum mjög oft í heimsókn til Gröndals. Og voru þeir Steingrímur og Gröndal tíðir gestir á heimili pkkar, Þor- steinn hafði líka mikið dálæti á Hannesi Hafstein. Það kom þar ekki til greina að þeir voru á öndverðum meið í pólitíkinni. Þorsteinn var altaf með Isafold og Birni Jónssyni. Björn var einn af bestu vinum okkar. SKÁLDASTYRKURINN. Hver var skáldastyrkur Þor- steins ? Hæstur var hann 600 krónur. Og var talinn eftir. Það var sár- ast. En aldrei hafði Þorsteinn beinlínis orð á því. Jeg fann samt hvernig honum var innan brjósts, enda kom það fram í kvæðum hans. Jeg man t. d. þegar hann orkti eftir vin sinn, Steingrim Thor- steinsson. Hann átti erfitt með að yrkja erfiljóð eftir menn, sem voru eins miklir vinir hans eins og t. d. Steingrímur, Páll ólafs- son og Gröndal. Hann var of viðkvæmur til þess. Söknuður hans var svo innilegur. Hann hafði það fyrir fasta reglu, að ganga úti á morgnana áður en hann byrjaði á dagsverk- inu. Er hann var farinn einn morg uninn, það var skömmu eftir að Steingrímur dó, sá jeg blýants- skrifað blað á borðinu hans. Þar var upphaf og endir — með löngu millibili. Þar stóð: Jeg spyr ekki hjer, því jeg hirði ekki um svar. Jeg horfi upp á greinarnar af því hann var hjer sumarlangt söngvarinn fleygi. og viti það öxin, sem viðar í mat; þær visna ekki greinamar þar sem hann sat og brenna skal bóndinn þeim grænum. En á þingi sama sumarið sem Steingrímur dó, hafði verið talað um að draga við hann skáldastyrk inn. Að þessu vjek Þorsteinn í erfiljóðunum. Mjer sýndist hann myndi finna til þess að svipuð var aðstaða þeirra beggja er til þings- ins kasta kom. FRJÁLS MAÐUR. En aldrei kvartaði Þorsteinn í mín eyru um erfiðan fjárhag. Sjálfur var hann ákaflega hag-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 50. tölublað - Jólablað (24.12.1939)
https://timarit.is/issue/240100

Tengja á þessa síðu: 402
https://timarit.is/page/3273571

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

50. tölublað - Jólablað (24.12.1939)

Aðgerðir: