Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 2
LBSBOk MOROUNBULÐ8IN8 Hann stendur mjer ljósast fyrir hugskotssjónum Eftir Eggert Claessen, hœstarjettarmálaflutningsmann í garðinum hjá Jónasien landlskni. Hannes Hafstein stendur til vinstri á myndinni. Gamli maSurinn sem situr viS bortSiS er Jónassen. Vi8 hliS hans situr frú RagnheiSur Hafstein. Þegar jeg minnist liðinna tíma og set mjer fyrir hugskots >jónir þá meun, sem jeg hefi orðið samferða á lífsleiðinni, verður mynd þeirra í huga mjer mjög mismunandi greinileg. En ein mvndin verður ávalt einna greini legust. Er það inyndin af Hann esi Hafstein. Persónuleiki hans var svo skýr og sjerstaklegur, að allir. sem nutu samvista við hann. hljóta er þeir minnast hans að sjá hann, fyrir sjer eius og þeir hefðu hann fyrir augunuin. Andlitssvip ur hans var óvenjulega mikilfeng- legur og svipbrigði mikil. Ilann var ekki mjög hávaxinn, rúmlega meðalmaður á hæð. en herðibreið ur og allur þrekinn, enda nokkuð feitlaginu frá því hann varð full orðinn. Hann gekk vel upprjett ur. án þess að vera reigingslegur, hafði vanalega göngustaf í hægri hendi og sveiflaði honum nokkuð. Frá því að jeg kom heim frá Höfn sumarið 1903. að loknu lög fræðisprófi, hafði jeg náin kynni af Hannesi Hafstein. Hann var sem kunnugt er glaðvær maður og gamansamur, en átti til að vera talsvert stríðinn, þó sjaldan þann- ig að sá, sem fvrir því yrði, tæki það illa upp eða særðist af. Það kom ekki oft fyrir að hann talaði illa um andstæðinga sína í stjórn málum. en hann var mjög glöggur á það í fari þeirra og- framferði. sem henda mátti gaman að og gerði það óspart maðal vina sinna og fylgismanna. Hannes Hafstem var mjög ákafur í lund, þannig að hann hjelt fast á áhugamálum sínum. Hann þekti ekki það að slá úr og í við umræður um mál- in, og var svo ekki aðeins á opin- berum vettvangi, heldur einnig í vinahóp. En aldrei sá jeg hann reiðast, þó hann yrði ákafur i viðræðum.. Hann var í raun og veru mjúklundaður maður, sem fann mjög til með þeim, er and stætt áttu í lífinu. Hann var líka góðgerðasamur maður, og þrátt fyrir allan þann höfðingsbrag, sem vfir honuni var ávalt, voru menn úr lægstu stigum mannfjelagsins ekki hræddir við að leita til hans, enda tók hann þeim með ljúf mensku. Þegar Hannes Hafstein tók við ráðherraembættinu 1. febrúar 1904 og stjórnarráðið var sett hjer á stofn, varð jeg einn af starfs- mönnum þess sem aðstoðarmaður á 2. skrifstofu undir stjórn Jóns Hermannssonar, sem þar var skrifstofustjóri. Skrifstofurnar voru þrjár og sinn skrifstofu- stjórinn stjórnaði hverri, en yfir þeim öllnm var svo landritari, sem var nánasti samverkamaður ráð- herra. Þrátt fyrir þessa verka- skiftingu tók Hannes Hafstei.n mjög virkan þátt í afgreiðslu allra mála, sem nokkra verulega þýð- ingu höfðn. Mjer er t. d. sjerstak- lega minnisstætt, að hann tók persónulega afstöðu til iirskurðar í sveitfestismáli, en ljet sjer ekki nægja að málið var búið að ganga gegnum hendur þriggja lögfræð- inga stjórnarráðsins, sem sje að- stoðarmanns, skrifstofustjóra og landritara. Þetta er aðeins eitt dæmi þess, hve samviskusamur og áhugamikill hann var í daglegum störfum stjórnarráðsins, vann hanu hann venjulega allan daginn og oft fraiu á nótt. Hann hafði vana- lega hraðann á þegar hann kom inn í skrifstofuna til okkar, enda var hann snar í öllum hreyf- ingum. En eitt sinn sá jeg hami þó snar astan í hreyfingum. Það var í júní 1906, þegar verið var að koma upp landssímalínunni frá Seyðis- firði til Reykjavíkur. Hafði Hann- esi einhvernvegiim borist fregn um það, að allir símastaurar, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.