Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Blaðsíða 4
404
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Brá Hafstein skjótt við, er
sendimaður kom til hans og sagði
upp erindið, og reið með honum
til Dýrafjarðar.
Er þeir komu í Hrólfsnaust
norðan megin við fjörðinn um
kl. 4 e. h., voru bátar að koma úr
róðri. Meðal þeirra var bátup frá
Garði, er Kristján Ólafsson átti.
Formaður á bátnum var Jóhann-
es Guðmundsson frá Bassastöðum,
en með honum voru Guðmundur
Jónsson frá Bakka, Jón Þórðar-
son og Jón Gunnarsson.
Hafstein sneri sjer til formanns-
ins og fór fram á, að hann og
bátshöfn hans reri með sig og
sendimanninn Guðjón Friðriksson
út að togaranum, en togarinn var
þá að veiðum úti í miðjum
firði beint fram undan Haukadals-
bótinni. Jóhannes var tregur til
ferðarinnar. En sýslumaður gat
ekki unað því að vera þangað kom
inn og komast ekki samstundis út
í togarann og gekk hart að Jó-
hannesi að flytja sig þangað út.
Varð úr að hann ljet undan.
Var nú róið knálega út að tog-
aranum, þar sem hann lónaði hægt
í logni út fjörðinn með vörpuna í
eftirdragi.
En er báturinn kom að skips-
hliðinn, og Hafstein og fjelagar
hans ætluðu að ráðast til upp-
göngu á skipið, snerust skipverj-
ar gegn þeim og ljetu mjög ófrið-
lega, með barefli reidd um öxl, og
vörnuðu komumönnum uppgöngu.
Hafstein, sem yfirvald staðarins
krafðist þess af skipstjóra, að hann
leyfði sjer aðgang að skipinu, og
var enginn efi á, að skipverjar
vissu, hver þar var á ferð og
rendu grun í, eftir alla innfjarða-
veiðina, hvert erindið var.
Stóðu þeir upp í bátnum Haf-
stein og fylgdarmaður hans, en
hinir lágu á árum.
Báturinn drógst nú aftur með
skipshliðinni, og lenti skuturinn
undir botnvörpustrengnum. En
þegar hjer er komið er slakað á
vírnum, sem legst þá með svo
miklum þunga á bátinn, að hann
stingst á endann og allir mennirn-
ir í sjóinn.
Þeir tveir Guðjón Friðriksson og
Jón Gunnarsson, urðu ekki við-
skila við bátinn og varð það þeim
til lífs. Jón Þórðarson hafði náð
í ár og flaut með henni, en Haf-
stein og þeir tveir bátverja, Jó-
hannes Guðmundsson og Guðni.
Jónsson urðu viðskila við bátinn.
Hafstein var í þungum yfir-
frakka og vaðstígvjelum, eins og
hann hafði verið búinn á ferða-
laginu. Varð honum erfiðara sund
ið vegna þess og eins af því, að
hann reyndi að hjálpa þeim tveim,
sem ósyndir voru.
En skipverjar á togaranum
höfðust ekkert að, þó þeir sæju
alt hvað fram fór, og mun það
hafa stvrkt menn í þeim grun, að
þeir hafi með því að slaka á tog-
vírnum, er báturinn drógst aftur
með skipshliðinni, viljandi hvolft
bátnum og ætlast til þess að alli.*
bátverja ljetu þar lífið.
Nú víkur sögunni til lands.
Maður að nafni Guðmundur Egg-
ertsson að Höllum, ofanvið
Haukadalsbótina, hafði þann sið,
að fylgjast vel með því í kíki, sem
fram fór á firðinum, þegar ein-
hverjir voru á sjó. í kíkinum sá
hann hvað þarna fór fram. Brá
hann skjót.t við og hljóp niður að
sjó. Bátar voru þar tveir og þeir
mannaðir skjótt og róið lífróður
út að togaranum.
— Hve langur tími mun hafa
liðið frá því bátnum hvolfdi með
Hafstein og fjelögum hans, uns
bátarnir úr landi voru komnir út
að togaranumf
— Það getur aldrei hafa verið
minna en hálftími, segir Matthías.
En þegar bátarnir komu að tog-
aranum voru skipverjar að mynda
sig til við að losa björgunarbát
sinn, en hann ekki kominn á flot.
Hafstein sýslumaður hafði synt
að skipshliðinni, en var orðinn
mjög máttfarinn, er skipverjar
tóku fram krókstjaka, kræktu í
yfirhöfn hans og drógu hann
þannig upp í skipið. Þá var hani.
svo máttlaus, að hann gat sig
ekki hreyft. En meðvitund misti
hann aldrei.
Lögðu skipverjar hann nú, afl-
lausan eins og hann var, yfir
tunnu á þilfarinu. En einn skip-
verja, sem honum virtist vera mat-
sveinn skipsiní, óð þar að honum
með sveðju, með tilburðum lík-
ustum því, sem hann ætlaði að
ráðast þarna á hann varnarlaus-
an.
Þá komu björgunarbátarnir úr
landi og rjeðust menn þeirra hvat-
lega til uppgöngu á togarann.
Tóku þeir Hannes og báru hann
niður í annan bátinn, en ekki
lögðu skipverjar þeim neitt lið við
það.
Jóni Þórðarsyni náðu þeir líka.
En hann var þá örendur, og
mönnunum tveim, sem höfðu getað
haldið sjer í bátinn, björguðu þeir.
— Hvað varð af togaranum?
— Hann sigldi til hafs. Mæltist
þetta að vonum mjög illa fyrir.
Ekki bætti það úr skák, að ís-
lenskur maður var á togara þess-
um. Hann var af Suðurnesjum.
Ilann sótti konu sína til Kefla-
víkur skömmu síðar og kom aldr-
ei eftir það hingað til lands svo
jeg viti.
Sagt var vestra, að hann hefði
haft spurnir af því, að sýslumanns
væri von þenna dag, en hann
hefði sagt, að Hafstein myndi ekki
verða svo snemma á ferðinni, að
ekki væri óhætt að toga inni í
firðinum fram eftir degi.
Skipstjórinn á Royalist hjet
Nilsson, var sænskur að ætt, fjekk
sinn dóm í Danmörku. Hann var
dæmdur til sekta fyrir veiðar í
landhelgi og í skaðabætur til efí-
irkomenda þeirra, er druknnðu
þarna. Hann druknaði með allri
sinni áhöfn í Grindavík 2 árum
síðar.
— Veiktist Hafstein ekki eftir
sjóvolk þetta og áreynslu?
— Hann lá rúmfastur í viku-
tíma hjá mjer í Haukadal, segir
Matthías, en fór síðan til Þing-
eyrar og þaðan heim.
Hann var illa haldinn fyrstu dag-
ana og kendi því mest um, hve
hann sætti ómjúkri meðferð af
skipverjum. En það var þykka
frakkanum að þakka, að þeir
særðu hann ekki, er þeir drógu
hann upp í skipið með krókstjök-
unum.
— Voruð þjer kunnugir á heim-
ili Hannesar Hafstein meðan hann
var sýslumaður ísfirðinga,
— Já, jeg var honum kunnugur
bæði heima fyrir og eins á ferða-