Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
409
Érindi hans við mig í það sinn
yar, að hann hafði heyrt að jeg
hefði í huga að stofna blað á Ak-
ureyri. Sr. Matthías Jochumsson
hafði sagt honum frá þeim bolla-
leggingum. Hann bauð mjer aðstoð
flokksins. En jeg hafnaði því boði.
Sagði honum, að blað mitt yrði
Heimastjórnarblað, ef jeg gæti
baslað því út, en jeg hefði hugs-
að mjer að vera einn um útgáfu
þess.
Þegar ísfirðingar höfnuðu hon-
um við kosningarnar vorið eftir,
vaknaði sú hugmynd hjá okkur
Eyfirðingum, að bjóða honum
þingmensku þar. Flokkur Heima-
stjórnarmanna hafði verið nokkuð
tvístraður í kjördæsminu undan-
farin ár. Okkur vantaði mann,
sem floltksmenn gætu safnast um.
Minst var á Jón Hjaltalín tii
framboðs. Hann tók því fjarri.
En í október 1902 var það ráð-
ið að snúa sjer til Hafstein. Jeg
skrifaði honum þ. 12. október um
haustið og fjekk ýmsa góða flokks
bræður mína til þess að gera það
iíka.
Margir Heimastjórnarmenn urðu
því mjög fylgjandi strax að hann
yrði þingmaður Eyfirðinga, mena
sem fylgdu honum með miklum
áhuga altaf síðan. Meðal þeirra
voru Guðmundur Guðmundsson á
Þúfnavöllum, Pjetur Ólafsson á
Hfanastöðum, Stefán Bergsson á
Þverá, Júlíus Sigurðsson þáver-
andi amtsskrifari, Einar Sigfússon
á Stokkahlöðum, Hannes Jónsson
í Hleiðargerði, Sigurgeir Daníels-
son í Núpafelli, Jóhannes Jó-
hannesson, Hrauni í Oxnadal,
Björn Jónsson prentsmiðjustjóri,
Friðleifur Jóhannsson, Háagerði,
Páll Bergsson, Ólafsfirði, að ó-
gleymdum frænda hans Jakob
Ilavsteen konsúll á Oddeyri.
Þ. 16. nóvember, eða rúmlega
mánuði síðar barst mjer svar fra
Hafstein, þar sem hann tekur því
vel, að gefa kost á sjer til þing-
mensku.
Síðan var hafin undirskriftasöfn
un undir almenna áskorun til hans
um framboð næsta vor. Kom það
brátt í ljós, að kosningabaráttan
myndi verða heit í hjeraðinu í það
sinn.
Laugardaginn fyrir páska um
vorið lrom Hafstein að vestan til
þess að halda þingmála- og fram-
boðsfundi. Var þá ljóst, að fram-
bjóðendurnir yrðu 3, auk Haf-
steins: Klemens Jónsson sýslumað-
ur, Stefán Stefánsson í Fagraskógi
af innanhjeraðsmönnum, og Guð-
mundur Finnbogason magister,
frambjóðandi hins þáverandi
Framsóknarflokks, en flokksmenn
þeir voru oftast nefndir Valtý-
ingar.
Fundir voru haldnir um alla
sýsluna. Var jeg á þeim öllum í
innsýslunni, en fór ekki út í
Svarfaðardal. Var aðsókn að fund
unum mikil. Sjerstaklega er mjer
minnisstæð ræða Hafsteins, er
hann hjelt á fundi í Staðartungu
Þar var hann kominn nálægt
bernskustöðvum sínum, en Öxna-
dalur á aðra hönd, „þar sem háir
hólar“ o. s. frv. Þar flutti hann
ræðu, sem snerti ekki mikið deilu-
mál dagsins. En hann talaði þeim
mun meira um landið og þjóðina,
um fæðingarstað sinn, og sam-
band manna við bernskustöðvarn-
ar, um samband þjóðarinnar við
landið, eirrs og heimili sitt og
bernskustöðvar, um ,Jistaskáldið
góða“ úr Öxnadal, og styrk þjóð-
ar, sem treysti á land sitt.
Það urðu ekki margir þar um
slóðir, sem eftir þann fund voru
andsnúnir Ilafsteiu. Enda kom
það síðar á daginn.
Að afloknum fundunum fór Haf-
stein vestur, en kom aftur rjett
fyrir kjörfund, er haldinn skyldi
á Akurevri 6. júní. Sá kjörfundur
hefir oft síðan verið þar um slóð-
ir nefndur kjörfundurinn mikli.
Þ. 31. maí fór jeg, segir Jón, til
Siglufjarðar með hvalveiðabát til
þess að smala saman atkvæðum
þar fyrir kjörfund. Var flokks-
fylgið þar á góðum vegi, er þang-
að kom, því margir áhrifamenn
þar voru Heimastjórnarmenn, svo
sem sr. Bjarni Þorsteinsson, Helgi
Guðmundsson læknir, Hafliði
hreppstjóri. Fengu þeir „selfang-
ara“ til að flytja kjósendur úr
Siglufirði, er að kjördegi kom. En
jeg fór með hvalveiðabátnum til
Ólafsfjarðar og safnaði þar sam-
an mönnum og hjeldum við þaðan
að áliðnum degi þ. 5. júní til Ak-
ureyrar með frítt lið.
Sunnanrok var á firðinum þá
nótt, og sigldum við fram á marga
árabáta, er börðu á móti veðrinu
inn fjörðinn. Tókum við hverja
bátshöfn af annari í skipið. Var
þá ekki skeytt um, hvaða flokk
menn fyltu.
Aðkomufólk fór að þyrpast til
Akureyrar kvöldið fyrir kjördag.
Varð mörgum ekki svefnsamt þá
nótt. Ýmsir störfuðu að áróðri.
Aðrir nutu góðs af stríðsöli, sem
veitt var í báðum fylkingum.
Á kosningadaginn var veður
bjart og hlýtt, en sunnanrok mik-
ið. Var kjörfundarstaður valinn á
grasbletti neðanvið Ilótel Akur-
eyri, norðanundir svonefndum
„'Gamla barnaskóla". Þar var
ræðupallur við húsvegginn og
pallur fyrir sýslumann og skrif-
ara hans.
Fundurinn hófst með því að
frambjóðendurnir fjórir fluttu
hver sína ræðuna. En er Guð-
mundur Finnbogason hafði lokið
máli sínu lýsti hann því yfir, að
hann tæki framboð sitt aftur. Brá
ýmsum í brún við það, en slíkt
afbragð þótti Heimastjórnarmönn-
um ræða 'Guðmundar, að nokkrir
þeirra trúðu mjer fyrir því síðar,
að þá hefði langað til þess að
kjósa Guðmund með Hafstein. —
En. afturköllun hans á fram-
boðinu mun hafa átt rót sína
að rekja til þess, að fylgismenu
Guðmundar töldu það vænlegast
til að fella Hafstein, að snúast
með Stefáni í Fagraskógi, kjósa
hann og Klemens Jónsson. Þá
myndi Hafstein ekki komast að.
Við þetta herbragð á síðustu
stundu æstust hugir manna á
fundinum.
Kosningaathöfnin fór þannig
fram, eins og venja var til, áður
en leynilegar kosningar voru í lög
leiddar, að sýslumaður las upp
kjörskrána. Sögðu menn til sín,
þegar nafn þeirra var nefnt, ef
viðstaddir voru, og spvr þá sýslu-
maður: Hvern kjósið þjer? Var
það síðan bókfært, hverja fram-
bjóðendur liver maður kaus.
Byrjað var á kjörskrá Önguls-
staðahrepps og síðan haldið áfram
með hreppana í inufirðinum og