Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 1
jyjtorgMMfclaðskts
47. tölublað. Sunnudagur 30. nóvember 1941. XVI. árgangur.
U^Umrpr—mml*)* fc.t.
Hannes Hafstein
Endurminningar og ræðukaflar
Hannes Hafstein. (Málverk eftir frú Kristínu Jónsdóttir).
ANN 4. desember eru 80
ár liðin frá fæðingu Hann-
esar Hafstein. Sagan um áhrif
hans á þjóðlíf okkar á stjóm-
málaframþróun og framfara-
mál, er óskráð enn. Æfisaga
hans, í aðaldráttum, er þjóð-
inni í fersku minni. En þegar
að því kemur, að stjórnmála-
menn og sagnfræðingar rita
um. ,,Hafsteinstímabilið“ í
sögu landsins, þá kemur að því,
að þeir munu finna, að áhrif
þessa eina manns voru meiri,
en flestir samtíðarmenn hans
gerðu sjer grein fyrir.
Frá endalokum landshöfð-
ingjatímabilsins og fram til
1908, gerðist svo mikil stökk-
breyting á anda og hugsunar-
hætti þjóðarinnar, að fullkomið
einsdæmi er í sögu okkar. Or-
sakir hinna miklu umskifta
jafnt á andlegu sem efnalegu
sviði verða vitanlega ekki rakt-
sr til þessa eina manns. — En
hann var tvímælalaust slíkur
foringi þjóðar sinnar, að áhrifa
hans gætti á öllum sviðum,
meðan hans naut við.
Hann hafði líka það fram
jrfir aðra stjórnmálamenn, að
vera jöfnum höndum stjóm-
malaleiðtogi og skáld. I honum
sameinaðist þetta tvent á hinn
glæsilegasta hátt.
Samstarfsmönnum hans og
samherjum, fer nú að fækka.
En öllum, sem höfðu af
honum einhver persónuleg
kynni, varð hann ógleymanleg-
ur. I eftirfarandi smágreinum
er skýrt frá endurminningum
nokkurra samtíðarmanna hans.
En auk þess eru hjer endur-
prentaðir kaflar úr ræðum eftir
hann, sem hver á sinn hátt gefa
glögga hugmynd um höfund
þeirra.