Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Síða 14
414
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r
Ur heimi frumeindanna
Merkilegar nýungar. sem lofa góðu.
Eftir Bruce Bliven. (Þýtt úr „Readers Digest“).
íslenskum bókmentum aS fornu og
nýju, örugt vígi fvrir minningu
þeirra manna, sem auka og efla
mentir og þar með mátt þessa
lands. Vona jeg. að í þessn húsi
verði sýnilegur staður, þar sem
nöfn slíkra manna verða höggvin
í stein að þeim látnum, þeim til
lofs og öðrum til eftirbreytni.
En bókasöfnin hafa einnig ann-
að ætlunarverk. og það er að
vopna hinn lifandi lýð í fram-
sóknarbaráttunni á hverjum tíma,
með því að fá inn í landið jafn-
óðum hinar bestu bækur og rit í
öllum vísindagreinum, svo að þeir,
er mentir stunda, geti fylgst með
í þeim framförum þekkingarinnar.
sem flevgja menningunni áfram
Hvervetna og í öllu er það nútím-
ans reynsla, að þekkingin er það
sem sigrinum ræður. Það er þekk-
ingin og vísindin, sem finna upp
vopnin og óhöldin til varnar og
sóknar í lífsbaráttunni, baráttunni
fram á við og upp á við til meira
Ijóss, meira frelsis, meira mann
gildis, sem er tímans krafa. Það
er gamalt spakmæli, að blindur
sje bóklaus' maður. En blindur
maður getur ekki beitt vopnun-
um, hann er vopnlaus, máttlaus,
ófær í baráttunni, og er því ment
máttur, sem ekki má án vera.
Einnig þetta síðarnefnda ætlun-
arverk vona jeg að verði leyst af
hendi eftir föngum og af góðunt
vilja í hinu nýja húsi, sem hjer á
að reisa, húsinu, sem ætlast er til
að stækki eins og skelin með skel-
fiskinum, eftir því sem árin líða.
Jeg veit eigi aðra betri ósk, er
jeg geti bundið við þessa athöfn,
en þá, að æskulýður íslands festi
sjer í huga þann sannleik, að ment
er máttur og að mentaleysi sje
máttleysi. Hver sem eykur ment-
un sína, eykur mátt sinn, og þar
með mátt þess lands, sem á hann.
Um leið og jeg bið allsvaldanda
guð að blessa þessa mentabygg-
ing, sem hjer á að standa, legg
jeg f nafni þings og stjórnar
þessa lands hvrningarsteininn á-
samt menjum þeim, er jeg áður
hef frá skýrt.
Blessist og varðveitist bókment-
ir, tunga og þjóðerni íslands.
(Lögrjetta, 26. sept. 1906.)
Arangurinn af rannsóknum
vísindamanna á eðli frum-
eindanna eru merkilegustu og
furðulegustu framfarir síðustu
ára á sviði vísindanna.
Þetta hefir í stuttu máli áunn-
ist:
1. Menn hafa fengið í hendur
ný og ákaflega mikilvirk vopn í
baráttunni gegn sjúkdómum.
2. Fengist hafa mjög mikils-
verðar aðferðir til að rannsaka
lífeðlisfræði jurta og dýra og þá
um leið manna.
3. Mögulegt er nú orðið, að
breyta hvaða frumefni sem er í
önnur efni — draumur gullgerð-
armanna á miðöldum hefir ræst.
4. Alt í einu fundin leið til þess
að mynda ný efni, svo hægt er
að fá gerfiefni fyrir að heita má
hvað sem er og fyrirfinnst í nátt-
úrunni.
5. Vonir hafa kviknað um það,
að hinn ótrúlegi aflgjafi sem er
falinn í „atomunun“ geti losnað
úr læðingi, nota megi hann í þjón
ustu mannkynsins, svo aðrar
orkulindir verði fullkomlega úr-
eltar, en þessi nýja orkulind
skapi allsnægtir á jörð, sem eng-
an hefir áður dreymt um.
Allir hlutir, hversu þjettir og
hreyfingarlausir sem þeir sýnast
vera, eru samsettir af ótöluleg-
um aragrúa örsmárra frumeinda,
og eru sumar þeirra í innbyrðis
órafjarlægð hver frá annari sam-
anborið við þeirra eigin stærð.
Engin samlíking er betri, til
þess að lýsa samsetning hlutanna
eins og sú, en Mr. Henry Schacht
hefir notað. Hún er á þessa leið:
Lítið á vasaklút, og hugsið ykk
ur, að þið verðið afskaplega smá-
vaxnir, en vasaklúturinn haldi
sinni sömu stærð. örsmælingjarn
ir stæðu á vasaklútnum og litu á
hann eins og órastóra snjóhvíta
breiðu, samsetía úr einlægum
hvítum þráðum.
Mennimir, sem á vasaklútnum
stæðu, yrðu minni og minni. Og
að því kæmi fljótlega, að þeir
fyndu að þeir stæðu á einum ein-
asta þræði í klútnum, og væru
stórar glufur beggja megin. Enn
minkuðu örsmævismennir, og
sæju þá, að þráðurinn, sem þeir
stæðu á, er undinn saman úr
mörgum tægjum, með miklu inn-
byrðis millibili. En þegar þeir
minkuðu ennþá óendanlega mikið
meira, þá rynni upp fyrir þeim,
að hver tægja væri ekki samfeld,
heldur samsett af smáögnum,
sólkerfum frumeindanna, sem
þyrlast um sinn örsmævisgeira
eins og sólir, plánetur og tungl.
Og þá er maður kominn í heim
frumeindanna — atómanna.
Hver frumeind, atóm, er lík-
lega svipað og lítið sólkerfi, þar
sem kjarninn er sólin en mikið
minni „electrónur", snúast utan-
um þessa „sól“ sína eins og plá-
netur. En sjálfur atómkjaminn
er samsettur. í honum eru „pró-
tónum“ og „neutrónum“. Prótón-
er eru agnir með jákvæðu, posi-
tón“ og „neutrón“. Prótón eru
agnir með jákvæðu, positivu raf-
magni, en neutrón eru órafmagn-
aðir.
Svo mörg atóm eru í einum
vatnsdropa, að ef alt mannkynið
gerði ekkert annað en telja þau,
myndi sú upptalning taka 10.000
ár.
Virkustu verkfæri manna við
atom-rannsóknir eru svonefndir
„cyclotrónar". Eru þeir einkum
verk Emest O. Lawrence hins
unga vísindamanns og aðstoðar-
manna hans við „Califomian
Radiation Laboratory".
Venjulega er talað um að með
,cyclotrónum‘ sjeu atóm sprengd.
En þetta gefur ekki rjetta hug-
mynd um hvað fram fer. Með
„cyclotrónum“ er breytt um innri
bygging atómanna svo það breyt
ist í annað atóm, verður fram-
eind annars efnis, eHegar atómið
klofnar svo úr því verðá fram-
eindir tveggja ólíkra efna. ■