Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGTJNBLAÐSENS
403
búið var að setja niður á svæðin í
frá Kollafirði upp í Kjós, hefðu
verið kubbaðir í sundur. Var
Hannes ekki í vafa um, að hjer
hefðu andstæðingar símamálsins
verið að verki, og var mjög æstur.
Kom hann eins og stormvindur
inn á skrifstofuna til okkar, sein
höfðum símamálið til meðferðar,
till þess að segja okkur frá þessu.
Bjóst hann við að þetta væri að-
eins byrjun hermdarverka gegn
simanum um alt land. Hafði hann
þegar í stað ráðið við sig hvað
gera skyldi og það var að skipa
mann með konunglegri umboðs-
skrá, til þess að vera rannsóknar-
dómari í slíkum málum hvar sem
var á landinu. Slík umboðsskrá
hafði ekki verið gefin út síðan Jón
ritari var skipaður rannsóknar-
dómari í kláðamálinu. Bil. var 2
eftir hádegi, þegar Hannes kom
inn í skrifstofuna. Bað hann um
að leitað væri í skjalasafni lands
höfðingja að umboðsskrá, Jóns rit
ara og með henni sem fyrirmynd
vildi hann skipa einn starfsmann
stjórnarráðsins til rannsóknardóm-
ara útaf skemdarverkum að því er
símann snerti. Svo rak hann k
eftir að hafður yrði hraðínn á, að
þrem klukkustundum síðar var
hinn nýskipaði rannsóknardómari
kominn af stað með fylgdarmanni
og tvo til reiðar fjrrir hvorn, auk
töskuhests. En að kveldi sama
dags, kl. 10—11, var Hannes á
gangi í Lækjargötu. Mætti hann
þá þessu sama föruneyyti, sem var
að koma aftur í bæinn. Var hann
heldur þungbrýnn þegar rann-
sóknardómarinn stöðvaði hest sinn
og heilsaði honum. Ljet Hannes í
ljós lítið álit á duguaði rannsókn-
ardómarans, en hann gat afsakað
sig með því, að enginn fótur hefði
verið fyrir sögunni um skemdir á
sím&stauranum.
Daginn eftir var hin nýja kgl
umboðsskrá lögð í skjalasafnið,
en rannsóknardómarinn kallaður
inn til ráðherra, sem rar leiður
yfir því, er gerst hafði, en aldrei
varð upplýst, hvernig fregnin um
skemdarvérkin hafði borist út.
Hannesi Hafstein var mjög um-
hugað um að afgreiðsla mála í
stjórnarráðinu tefðist ekki um of
og ljet oft í ljós óánægju sína
þegar það kom fyrir.
Öllum, sem störfuðu í þjónustu
Hannesar Hafstein, þótti mjög
vænt um hann. Hann gaf aldrei
hvassyrtar fyrirskipanir, heldur
sagði hann fyrir verkum með því
að óska eftir að menn gerðu það,
sem fyrir lá En framkoma hans
og persóna var þannig, að enginn
hikaði augnablik við að fram-
kvæma það, sem hann vildi, enda
kom það varla fyrir, að ménn
teldu ekki vel ráðið það, sem hann
óskaði að gert yrði.
Ef þjóðin mannast og efnast verð-
ur henni ekki neitað um frelsið
á&i m-.Síí .-2* •. •’: r:: ' .". k í ■ ■ ' •*' "• ::• ••'• ■ ■'•"'- ’ • - ■
Nokkrar endúrminningar Matthíasar Ólafssonar fyrv. alþm.
1\yC atthías ólafsson fyrv. al-
þingismaður var flokks-
maður og samstarfsmaður Hann-
esar Hafstein, og hafði af honum
mikil kynni um skeið, einkum
meðan Hafstein var sýslumaður
ísfirðinga. En á þeim árum rak
Matthías verslun í Haukadal við
Dýrafjörð.
Matthías hefir legið rúmfast-
ur á Landsspltalanum nú um
tíma. Heimsótti’ jeg hann þar ný-
lega Og talaði við hánn um' kynni
hans af Hafstein. Matthías er nú
84 ára gamall.
Fyrst barst í tal botrivörpúngs
málið í Dýrafirði, er Hannes rjeðst
við 5. mann út 'I -breska togarann
Royalist, og 3 menn druknuðn, fen
Hannes bjargaði- sjer á Sundi,' eu
var mjög hætt- kuminri. Er sá at-*
Hannei Hafstein
r einkennisbúningi rákherra
burður alkunnur, en þó ekki úr
vegi að rifja hann hjer upp, því
Matthías veit um hann einna
glegst allra milifandi manna.
Matthías segir svo frá:
Það var í öndverðum oktcber
árið 18D9 að breskur togari hóf
botnvörpuveiðar inni á Dýrafirði.
Hafði hann togað út og inn fjörð-
inn dag eftir dag. Var afli góður
og margir árabátar á sjó, er þótti
hart að hafa þenna veiðiþjóf uppi
í landsteinum og ekkert yrði að
gert.
Það varð því að ráði, að maður
var sendur til ísafjarðar og sýslu-
maður beðinn að koma og sker'ast
í leikinn. Sendimaður var fenginn
Guðjón Friðriksson til þeirrar
farar. Hann var búðarmaður við
verslun mína í Haukadal.