Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 11
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS 411 Hannes Hafstein flytur ræðu af svölum Pösthússins 26. september 1906. stoð með ráði og dáð í ýmsum útvegunum til símalagningarinn- ar, og ekki hvað síst með því, að utvega oss þann forstjóra, sem vjer höfum haft, Forberg ritsíma stjóra, sem nú tekur við for- stjórn landsímanna, eftir að hafa leyst forstöðu starf sitt fyrir símalagningunni af hendi með dugnaði, svo og duglega og vana verkfræðinga, verkstjóra og erf- iðismenn, sem hafa reynst ágæt- lega í alla staði. Þrátt fyrir mjög snjóþungt, kalt og erfitt vor, fóð- urleysi og skort á innlendum vinnukrafti hefir það lánast að framkvæma þetta mikla mann- virki á tilsettum tíma, sem að margra áliti var alt of naumur. En auk þeirra sem inntu verkið af hendi í sumar, eiga þeir menn, sem tókust á hendur og fram- kvæmdu flutning ritsímastaur- anna í vetur, einnig lof skilið fyr- ir dugnað sinn, sumir mjög mik- ið. Margir þeirar hafa leyst þrek- virki af hendi. Kostnaðurinn hefir ekki orðið neitt svipaður því sem mótstöðu- menn spáðu og ýkjasögur inna, og það sem fram yfir áætlun kann að verða, stafar eingöngu af atvikum sem ekki mátti fyrir sjá. Jeg ræðst ekki í að gera neina tilraun til að draga upp mynd af því hver áhrif ritsímans og talsímans muni verða um ó- komin ár þessa lands. Jeg hygg, að fáir geti sem stendur gert sjer fyllilega ljóst, hve afar mikla breytingu í ýmsum greinum þessi tæki munu hafa í för með sjer. Jeg vil aðeins taka það fram, að þegar vjer segjum, að það sje mikil framför að hafa fengið þessi hnoss nútímamenningarinn- ar, sem vjer höfum svo lengi far- ið á mis við, þá er það að vísu svo, að það er framför fyrir land- ið, sem bústað fyrir menn, því það gerir það vistlegra og við- ráðanlegra, ef svo mætti að orði kveða, En fyrir þjóðina er það út af fyrir sig ökki nóg til framfara, heldur aðeins vegur til framfara. ef vel er á haldið. Til þess að það verði þjóðinni til sannra fram- fara, þarf að nota sjer það með skynsemi, áhuga og einlægum framfaravilja. Flug orðanna á vængjum rafmagnsstraumsins kippir svo að segja burt öllum fjarlægðum og vegalengdum milli þeirar, er saman ná að tala gegnum símann eða skeytum skiftast, og gerir mönnum þannig svo afar mikið hægra fyrir og fljótlegra að koma fram erindum sínum, en vjer höfum átt að venj ast, að við það verður mýmargt ljett, sem áður hefir verið ómögu legt, eða alt of erfitt. En ef menn hafa þennan ljetti aðeins til þess að „auka sjer leti“, sem kallað er, þá er lítið unnið. Ætlunarverk hraðskeytasambandanna í fram- þróun menningarinnar er að vekja nýtt starf, opna nýja vegi, flýta fyrir að koma meiru og meiru í verk. Ritsímar og talsím- ar eru ekki komnir til þess að stofna frið á jörðu, heldur ófrið, ekki næði, heldur ónæði, ekki hóg- lífi og kyrð, heldur erfiði og starf- semi, tíðari æðaslög, næmari taugar og djarfari hug. Þannig hefir reynst annarsstaðar og þannig mun vissulega einnig reyn ast hjer. Jeg hefi þá vissu von, að fólk þessa lands muni ekki síður en aðrar þjóðir hagnýta sjer þann veg til aukinna fram- fara og meiri menningar, sem símasamböndin geyma, og þegar jeg sje þessa þræði, sem liggja um endilangt ísland, sveit úr sveit, þá'hlægir mig einkum það, að hugsa til allra þeirra ónotuðu krafta, sem hringjast upp til starfs og stríðs við klukknahljóm rafstraumanna, starfs og stríðs fyrir vaxandi menning, efling og uppgræðslu þessa lands, bæði í andlegum og líkamlegum skiln- ingi. Vjer vonum allir, að það sam- band við útlönd, sem nú er opn- að, megi hafa hin bestu og heilla- vænlegustu áhrif á verslun og öll viðskifti lands vors við umheim- inn og hafi frjóvgandi áhrif á menning þjóðarinnar. En innan- landssambandið hefir vissulega eíns mikla þýðingu, og ef til vill veða það einmitt not þess sam- bands, sem fyrst og mest ber á. Auðvitað vantar mikið á, að inn- anlandssambandið sje orðið svo fullkomið, sem verða þarf og verða mun. Þessi símalína frá Reykjavík til lendingarstaðar sæ- símans er aðeins stofn, sem margar greinar-þurfa að kvíslast út úr, og ekki skyldi mjer á óvart koma, þó að það verði á næstu ár- um meðal mestu áhugamála hjer-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.