Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 6
406
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Foringinn Hannes Hafstein
Eftir Pjetur Zophoníasson, ættfræðing
Frá Bœndafundinum 1905. Mannþyrping á Lœkjartorgi.
Fjelagið „Fram“.
ú baCst mig í dag, ritstjón
góður, að rita í Lesbók
Morgunblsðsins um fjelagið Fram
og ráðherra Hannes Hafstein í til-
efni af 80 ára afmæli haus. Hvaó
er Fram, munu menn spvrja. Það
var fjelag Heimastjórnarmanna,
hiklaust best bvgða stjórnmála
fjelag, sem hefir verið á landi
hjer. Var það mörg ár leynifje-
lag, en var opnað rjett eftir alda-
mótin, og taldi altaf mörg
hundrað fjelaga. Þar vom allir
bestu starfskraftar Heimastjórn-
armanna, og vikufundir þess altaf
eins þjett setnir og húsið gat
rúmað. Á meðal formanna fje-
lagsins voru alþingismennirnir
Tryggvi Gunnarsson, Ólafur
Davíðsson, Lárus H. Bjarnason og
Jón Þorláksson, en eini formaður
þess er nú lifir er Eggert Claessen
hæstarjettarmálaflutningsmaður,
og jeg mun vera eini skrifari
þess, sem ekki hefir horfið sjón-
um.
Fjelag þetta kaus menn í mið-
stjórn flokksins, og þar vom rædd
öll landsmál, er vörðuðu land og
lýð. Eins og gefur að skilja starf-
aði Hannes Hafstein ráðherra þar
og flutti þar erindi, en það gerðu
fjöldi manna, auk þeirra, sem áð
ur eru nefndir, svo sem Jón í
Múla, Jón Magnússon, Jón ólafs-
son, Þorsteinn Gíslason o. fl.
Það er enginn efi á því, að sam-
hentara og traustara fjelag hefir
ekki verið hjer, öllum var ljúft
að leggja fram krafta sína, Og
þeim voru fyllilega ljós orð for-
ingja síns;
Starfið er margt, en eitt er bræðra
bandið,
boðorðið, hvar sem þjer í fylking
standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er
blandið,
það er: Að elska, byggja og
treysta á landið.
Eftir þessu reyndu allir' að
hegða sjer.
Foringinn var sjálfkjörinn,
Hannes Hafstein, Hanti sameinaði
það flest, sem krafist er af góð-
um foringja, glæsimensku, karl
mensku, mælsku og lipurð við háa
sem lága. Hann hafði óbilandi trú
á framtíð landsins, og hann kvað
kraft og þrótt í lið sitt. En það,
sem máske mestu skifti, var það,
að hann hafði lifandi áhuga að
vir.na að heill þjóðar sinnar, hann
fann hjá sjer kraftinn og aðrir
fundti hann hjá honum og báru
því óbilandi traust til starfsgetu
hans og forustu. Við fundum það
allir, hversu það er rjett, sem
hanu segir í ferðalok:
Bresti ' ei niðjana þrautseigju og
þrótt,
þá eru föiig til að rækta og verma,
þé verður nóg til um gullvæga
gnótt
gróðvar, sem íramtíðar knörru rná
Ulí-.r: •i' ■ ferma.
Frá Baendafundinum 1905,