Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 5
l,ESBÓK morgunblaðsins
405
lögum. Heimili hans var það á-
nægjulegasta, sem jeg hefi gist,
og betri sambúð hjóna hefi jeg
aldrei sjeð en þar.
Við vorum samferða í kosninga-
leiðangri um alla sýsluna, bæði
Norður- og Vestursýsluna á útmán
uðum 1902. Hafstein var þá þing-
maður ísfirðinga, en aukakosning-
ar fóru fram þá um vorið. Við
fórum víða og hratt yfir, hjeldum
marga fundi. Hvernig sem viðr-
aði ljet, hann veður eða ófærð
aldrei hamla för sinni.
Á leiðinni að Stað í Grunnavík
urðum við að fara í land á svo-
kölluðum Landsenda.
Er þangað kom var Hannes kal
inn á fæti. Fjekk jeg hann til að
sinna því nokkuð og setja fótinn
í snjó. En ekki fjekst hann til að
setjast þarna að, heldur heimtaði
hann að við hjeldum áfram að
Stað, eins og áætlað var, þó veð-
ur væri vont, hríðarbylur með
frosti. Þar var þá vinur hans sr.
Kjartan Kjartansson. Það fyrsta,
sem honum varð að orði er við
hittum sr. Kjartan var, hvort ekki
væri þessi tiltekni vikudagur, því
þenna 'dag hafði hann talað um,
að þar skyldi hann koma. Hvorki
óveður nje kal skyldi hamla hon-
um frá því.
Er hann kom heim til ísafjarð-
ar varð hann að liggja rúmfastur
meðan kalsárið greri. Skrifaði
hann mjer línu meðan hann lá og
komst þar m. a. þannig að orði,
að „tilfinningin væri komin niður
í Neðsta kaupstað".
Annað dæmi um karlmensku
Hannesar Hafstein og harðfylgi á
ferðalögum sagði sr. Kjartan mjer.
Þeir urðu eitt sinn samferða úr
Furufirði og fóru gangandi yfir
Drangajökul. Hannes gekk á ís-
lenskum skóm til þess að hafa sem
ljettastan fótabúnað. En hann var
óvanur þeim skófatnaði og særðist
á fótunum svo að á göngunni vætl
aði blóð upp úr báðum skónum.
Ekki ljet hann það hið minsta á
sig fá. Og þegar þeir ko'mu til
efstu bæja vár ekki við það kont-
andi að hann settist þar að, heldur
hjelt hann ferðinni áfram að IStað.
í kosningaferðalagi þessu kynt-
ist jeg mjög náið skoðunum Hann-
esar Hafstein í málefnum þjóðar-
Hannes Hafstein
(um tvítugt).
innar, stórum sem smáum. Megiu-
stefna hans í stjórnbótarmálinu
var þessi: Að þeim umbótum sem
fengjust bæri að taka, og síðan
halda áfram hvenær sem færi gæf-
ist, eins og þegar menn vinda að
sjer hnoða eða vinna virki.
Hann sagði: Þjóðin öll á að
mannast og efnast. Tækist það
væri ekki með neinu móti hægt
að neita henni um frelsi.
En okkur gekk illa í þessum
kosningum. Þeir Skúli Thoroddsen
og sr. Sigurður Stefánsson komust
að með allmiklum atkvæðamun.
Ýmsar ástæður voru til þess.
Er mjer ein sjerstaklega minnis-
stæð.
Meðan Hafstein var á þingi
1901 var Jón Þorkelsson frá
Reynivöllum settur sýslumaður
fyrir hann. Hann kvað upp dóm
í máli einu, sem áhrifamaður í
flokki Hannesar átti í. Tapaði sá
málinu. En er Hafstein kom af
þingi heimtaði þessi flokksbróðir
hans, að hann tæki málið upp að
nýju, sem vitaskuld var ekki ann-
að en firra, sprottin af ókunn-
leika viðkomandi manns. Eitt sinn
er við þrír, sr. Kjartan og við
frambjóðendurnir vorum að tala
um kosningahorfur, ympraði sr.
Kjartan á því, að það væri ekk:
á öðru von en þessi flokksmaður
hefði snúist gegn Hafstein, því
Hafstein vildi ekkert fyrir hann
gera.
Að jafnaði stilti Hafstein mjög
skap sitt. En þarna ætlaði það að
verða honum ofraun. Svo mjög
sárnaði honum. Að nokkrum gæti
dottið í hug, að hann á nokkurn
hátt notaði valdaaðstöðu sína tii
þess að efla kjörfylgi sitt í hjer-
aði.
Fleiri dæmi voru þess, að menn
ætluðust til að fá fríðindi fyrir
kjörfylgi, vegna þess að það var
sýslumaðurinn, sem átti í hlut. En
slíkum mönnum hrinti hann frá
sjer.
Annars kom hann sjer afskap-
lega vel þar vestra hjá öllum al-
menningi.
— Fjekst hann mikið við ljóða-
gerð á þeim árum?
— Nei. Til þess var lítið næði
vegna embættisanna. En hann
orkti þar besta kvæðið sitt, Alda-
mótaljóðin.
Það kom fyrir þegar hann var í
vinahóp vestra, að hann læsi upp
kvæði sín, en enginn flutti þau
svipað því eins vel eins og hann
sjálfur. Valdi hann kvæðin eftir
því hvernig „stemningin" var í
hvert sinn. í samsæti á Sólbakka
heyrði jeg hann eitt sinn hafa yfir
„Þerriblaðsvísur" sínar.
Oft var það líka á þessum ár-
um, að hann teiknaði myndir af
mönnum, sem hann hitti og þótti
sjerkennilegir. Eitt sinn man jeg
eftir t. d. að hann teiknaði mynd
af Páli Torfasyni, þar sem við
sátum nokkrir saman við borð, og
hafði enginn tekið eftir því, hvað
hann hafði fyrir stafni, eða að
hann veitti Páli sjerstaklega at-
hvgli fyrri en teikningin var full-
gerð. Svo drátthagur var Hafstein
og fljótur til að festa svip manna
á pappírinn. En þegar það kom
fyrir að hann „karikeraði" svip
manna, gerði hann það altaf góð-
látlega ov án allrar meinfýsi.
Meðan hann var sýslumaður á
ísafirði hafði hann þann sið, að
halda sýslunefndinni veislu á
hverju ári. Aldrei hjelt hann svo
veislu eða sat fjölment samsæti,
að honum ykist ekki fylgi meðal
gestanna, og það alveg án þess að
hann gerði nokkuð beinlínis til
þess sjálfur. Öll framkoma hans
var þannig, að hann heillaði menn
að sjer. V. St.