Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 16
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS alt sem er í jörðu og á springur og molast. Skýringin á því er ein föld. Um leið og úraniumefnið leysist sundur hitnar það. Eftir því sem það verður heitara fara hægfara kjarnarnir að ganga hraðar, og þeim mun hraðar sem þeir ganga, þeim mun minna verður af sprengimagni þeirra. Þannig mun atom-orkan slökkva sjálfa sig. Eðlisfræðingar líta svo á, að í framtíðinni verði hægt að búa til mörg efni, ekki á sama efnafræði- lega hátt og nú er gert, heldur með því að búa til atom eftir vissum reglum. 1 framtíðinni munu menn segja, að þeir sem vinna að atóm- rannsóknum geri vísindum og mannkyni meira gagn, en nokkr- ir aðrir, sem hingað til hafa lif- að. Ef mennimir í heimsku sinni nota ekki hina nýju þekkingu til þess að eyðileggja sjálfa sig í því styrjaldar Ragnarökkri sem yrði voðalegast allra styrjalda. Skipbrotsmaður einn hafði ver- ið heilt ár á eyðiey einni og var frá sjer numinn af gleði, er hann sá einn morguninn að skip hafði lagst við akkeri í lítilli vík við eyna og að sjómenn voru að setja niður bát. Þegar sjómennirnir komu í land á bátnum kastaði einn skipverjanna blaðapakka til manns ins á eynni og sagði: „Skipstjórinn biður að heilsa yð- ur og biður yður að segja til, þeg- ar þjer hafið lesið þessi blöð, hvort þjer viljið að yður sje bjargað". ★ Ein skýringin á því, hversvegna menn segja „Guð hjálpi mjer“ þegar menn hnerra, er á þessu leið: Fyrir langa löngu var það trú manna, að þegar maður hnerr- aði, færi sálin .úr líkamanum út um nasirnar með hnerranum um stundarsakir. Sá illi sá sjer þá leik á borði og skaust upp í nasirnar og varnaði því, að sálin kæmist inn aftur. Með því að biðja guð að hjálpa sjer var fjandanum varnað að komast leiðar sinnar. FJAÐRAFOK Sögur um Einhverju sinni var Kristján X. það á stúdentsárum Kristjáns prins, að hann bauð söngfjelagi stúdenta til sín. Wöldike skólaeftirlitsmaður hjelt skemtilega ræðu við þetta tækifæri og sagði m. a.: „Það hlýtur að vera gaman að vera prins — sjerstaklega þar sem maður getur verið svo gestrisinn. Þegar við hinir bjóðum til okkar gestum, nevðumst við til að fá silfurborðbúnaðinn að láni“. „Afsakið“, skaut Kristján prinr, inn í ræðuna. „Borðin, sem við sitjum við núna, fjekk jeg lánuð á veitingahúsinu Lottenborg“.‘ ‘ ★ Það er sagt, að einu sinni er Kristján konungur var á veiðum í Svíþjóð, hafi hann spurt skóg- arvörð einn, hve mörg dýr hann væri búinn að skjóta. „Tólf“, svaraði skógarvörður- inn. „Það var skrítið", sagði konung- ur. „Jeg hefi ekki skotið nema 9 skotum“. ★ Það er regla, að ekki má mæla á móti konunginum. Dag nokkurn, er konungur var að skoða flota- stöðina í Kaupmannahöfn, ávarp- aði hann einn verkamannanna. „Yoruð þjer ekki með í ferða- laginu til íslandsT“ spurði Krist- ján konungur. „Mjer finst jeg kannast við svipinn. „Já, Yðar Hátign“, svaraði verkamaðurinn. „Jeg var ekki með í þeirri ferð“. ★ „Það var svo kalt þar sem jeg var“, sagði heimskautafari einn, „að ljósið á kertunum fraus, svo við gátum ekki slökt á þeim“. „Hvað er það“, sagði stjettar- bróðir hans. „Þar sem við vorum í fyrra var svo kalt, að orðin frusu um leið og þau komu út úr munn- inum á okkur og við urðum að þíða þau til að vita, hvað við vor- um að tala um“. Elderman í ,,Washington Post1*. ------- „Italía gengur vií hlifc ÞjóíSverja44 (úr einni ræSu Mussolinis). Er hægt að Verkamaður einn, rengja tölur? sem vann hjá göml- um G.vðingi, fór til hans og bað um launahækkun vegna þess að hann hefði svo mik- ið að gera. „Ilvað segir þú?“ sagði gamli Gyðingurinn. „Þú hefir það mjög svo rólegt, því þú vinnur í raun og veru alls ekki neitt. Sjáðu nú til: Það eru 365 dagar í árinu. Á hverjum degi sefur þú 8 klukku .stundir. Það eru 122 dagar og þá eru eftir 243. Átta stundir á dag áttu frí. Þá eru eftir 121 dagur... Jeg gef þjer klukkustund á hverj- um degi til matar. Það eru 15 dag- ar í viðbót og þá eru eftir 106. Þú vinnur ekki á sunnudögum. 52 dagar þar og eftir eru 54. Þú vinn ur ekki nema hálfan daginn á laug ardögum — 26 dagar frá enn, 28 eftir. Þú hefir hálfsmánaðar sum- arleyfi árlega og vika fer í veik- indi. Þá eru ekki eftir nema 7 dag ar til að vinna. Ekki vinnur þú á nýársdag, afmælisdag Washing- tons, 4. júlí, 1. maí, þakkargjörð- ardag, og jólin heldur þú helg, auk þess sem fleiri dagar fara for- görðum hjá þjer. Jeg ætti ekki annað eftir en að hækka launin þín! Þú skuldar mjer stórfje!" ★ — Jeg vissi ekki hvað hamingja var fyr en jeg gifti mig — og þá var það of seint.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.