Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 12
412 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS Hannes Hafstein (1915) og sonur hans SigurSur, tveggja ára. aðanna að fá slíka grein um sveit- ina. Jeg vona að það takist sem víðast og fyrst, og ekki er sveit- um láandi þótf þær vilji komast að sem bestum kjörum. En á það vil jeg leggja áherslu, að svo langt vona jeg að hreppapólitíkin gangi aldrei, að sveitir eða kauptún vilji amast við því, að aðrar sveit- ir eða bæir, sem betur liggja við, fái sambandið sem fyrst, af hræðslu við að það gefi þeim þeim stöðvum yfirburði yfir þá, sem ekki koma strax. Slík öfund má engu til vegar koma, enda verð ur þegar frá upphafi að gera sjer ljóst, að talsímanetið getur því aðeins breiðst fljótt út um hjer- uðin, að sýslufjelög og sveita- fjelög taki höndum saman við augnaðarmennina til að hrinda því fram af eigin rammleik, líkt og Tulinius og Sunnmýlingar hafa gert um Eskifjarðarálmuna, enda vænti jeg þess fastlega að þess muni ekki svo afarlangt að bíða, að kostnaðurinn verði ekki svo ægilegur, því það mun sann- ast, að tekjurnar og arðurinn af slíkum samböndum reynist fljótt meiri en menn gera sjer í hugar- lund í bráð. • Jeg vil þakka Reykvíkingum sjerstaklega fyrir það, hve lítið hefir bólað á því að þeir þyktust við það, að utanlandssambandið var ekki bundið sjerstaklega við Reykjavík eins almenn og sú skoðun var þó áður, að það væri nauðsynlegt til þess að höfuð- staðurinn gæti haft örugt sam- band við útlönd. Það er Reykvík- ingum mjög til heiðurs, hve fljótt meginþorra þeirra hefir látið sjer skiljast hversu nauðsynlegt það er fyrir höfuðstaðinn að hafa samband við sveitir síns eigin lands, hve fljótt menn hafa hrist af sjer hræðsluna við það að nokkur bagi, sem komist geti í samjöfnuð við þá hagsmuni, geti stafað af því þó að Reykjavík sje nú lengst frá lendingarstöð sæ- símans af öllum stöðvum lands- ins. Sá víðsýnisskortur og ein- trjáningsandi, að telja að Reykja vík sje látin sitja á hakanum með því fyrirkomulagi, sem valið hef- ir verið, mun vera hrein undan- tekning hjer í bæ og er það góðs viti. Á ferð minni að norðan eftir ritsímalínunni heyrði jeg haft eftir manni, sem oft þarf að vera einn á ferð um fjöllin, að þegar hann sjái ritsímastaurana, sem í beinum og fögrum röðum standa hól af hól, leiti af leiti, þá finn- ist honum hann ekki lengur vera einn; honum finnist hann þá vera kominn í mannlegt samfjelag og óbyggðin orðin að byggðu bóli. Líkri tilfinningu hefi jeg heyrt fleiri lýsa, er þeir í fyrsta skifti sáu stauraraðimar rísa þar, sem auðnin var áður. Þetta tek jeg sem vott og vísi þess að ritsíma- línan muni verði þjóðinni kær og hver góður drengur láti sjer annt um að vemda þessi mannvirki sem best og líða ekki að þeim sje misboðið á neinn hátt að ósekju. Jeg tók það fram í upphafi máls míns, að enn má búast við nokkr- um barnasjúkdómum í þræðinum eða erfiðleikum á millistöðvun- um; en það má ganga að því vísu, að það lagist smátt og smátt, og þarf því enginn að kippa sjer upp við það þó að eitthvað kunni að bjáta á í bili framan af. Jeg vil bæta því við, að áskrifendur bæj- artelefónsins, sem hafa ekki nema einfaldan þráð heim til sín og veikari tæki en landsíminn og nota vilja landsímann heiman frá sjer til samtals, heyra ekki eins vel í þeim verkfærum og í tækj- um landsímans og má ekki kenna landsímanum um það. Að endingu við jeg árna land- inu allrar hamingju með þetta mikla samtengingarfæri og biðja þann sem ræður forlögum land- anna og framtíð lýðanna að biessa viðleitni manna til þess að færa sjer það í nyt til eflingar velmeg- un, krafti og menningu þessa lands. Treystum því að þessi framfarartæki, sem blessast í öðr um löndum, blessist eins og ekki síður landinu okkar. Landið okk- ar er of gott og fagurt til að vantreysta því. Treystum á landið! Að svo mæltu lýsi jeg yfir því að Landsími Islands er tekinn til starfa í dag og samband íslands við útlönd opnað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.