Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 10
410 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS þá hreppHna út með firði eins ojr þeir liggja. En nú gat svo verið. að vinsir væru komnir á kjörfund. þó þeir væru ekki viðstaddir rjeti í þann svip að röðin kom að þeim. og nafn þeirra var nefnt. Og þvi voru farnar 3 mnferðir'vfir sýsl- una. En í hvert sinn sem lokið var við að lesa upp nöfn kjósenda í einhverjum hrepp. áminti sýslu- maður fundarmenn um að sjá til að þeir. sem ætluðu að nota kosn- ingarrjett sinn. en hefðu ekki ver ið viðstaddir. skyldu vera til taks. er næst kom röðin að þeirra hrepp. Kosningaathöfn þessi gekk riisk- lega. eins og tíðkaðist um embætt- isstörf Kleinensar Jónssonar. All- an tímann, seiu hún fór fram. sátu frambjóðendur á sýslumanns- pallinum norðan uudir hvisveggn- um og fylgdust með, hverju fram fór. Hver flokkur hafði sína telj- ara. til þess að bókfæra hvernig atkvæði fjellu. Þegar lokið var við þrjár um- ferðir kjörskráriunar. voru enn alimargir kjósendur. sem aldrei höfðu verið viðstaddir, er röðin kom að þeim. Fóru þeir nú að gefa sig fram. Atkvæðamesti andstæðingur Haf- steins við þessar kosningar var Páll Briem amtmaður. Er hann kom á kjörstað að áliðnum degi með nokkrum flokksmönnum. mætti hann Guðmundi á Þúfna- völlum. Var þá ekki vitað með vissu. hvernig atkvæði stóðu, en mismunur áv atkvæðatölu Haf- steins og Stefáns í Fagraskógi ekki inikill. En Páll Briem víkur sjer að Guðmundi og segir: „Hjer kem jeg með mína menn til að skakka leik'inn". ,.Jeg á eftir að koma með mína menn, amtmaður góður“, svaraði Guðmundur. En þannig var mál með vexti, að Guðmundur hafði farið snemma að heiman um morguninn, riðið um Hiirgárdal innanverðau, Oxna- dal og Þelamörk ©g kom með flokk manna á kjörstað, 30—40 manns. Um það leyti sem kosningaþátt- takan var að þverra, og menn- voru að hætta að gefa sig fram við kjörborðið. gaus upp sá kvitt ur, að kjókendatalan hefði rúgl- nst, eða þeir hefðu jöfn atkvæði Hafstein og Stefán og myndi þurfa að kjósa upp aftur; Varð þá írafár í svip víða um götur Akurevrar, því sumir voru farn- ir, en aðrir lítt kosningahæfir svo síðla dags, eftir vökunótt eina eða fleiri. En það voru, sem betur fór, ..prívat“-teljararnir, sem rugl- ast höfðu í atkvæðatölunum af taugaóstyrk og æsingi dagsins. f bókum sýslumanns var alt ljóst Urslitin þau. er kvöld var komið og kosning liætt, að Klemens Jóns- son fjekk 363 atkvæði, Hannes Hafstein 213 og Stefán i Fagrs skógi 192- Svo fáir voru á kjörskrá í þá daga. að þetta var óvenjulegn mikil kosningaþátttaka. Þeir evfirskir bændur, sem þ 6. júní 1903 lögðu sig fram til þess að fá Hannes Hafstein kos- inn á þing, töldu þann dag mik inn hamingjudag í lífi sínu. Eftir pað var það tilgangslaust fyrir hvern sem var að bjóða sig fram gegn honum í Eyjafirði. V. St. Honum fanst hann ekki vera lengur einn, á leiðinni yfir fjöllin Kafli úr ræðu Hannesar Haístein þegar Landsíminn var opnaður, 26. sept. 1906. Jeg ætla ekki að rekja hjer sögu ritsímamálsins hjer á landi. Ekki af því, að jeg kveinki mjer við að minnast þess, að mál- ið hefir vakið nokkurn skoðana- mun. Slíkt er alls ekkert tiltöku- mál. Ekkert stórmál kemst fram baráttulaust, og það er gömul saga, að jafnan orkar tvímælis það er gert er, því meir, sem meiru varðar, en jeg tel óþarft að rekja sögu þessa nú, því að hún er mönnum svo kunn og í fersku minni, sumpart af ræðum og ritum, sumpart af eigin raun. Jeg vil aðeins minna á það, að um þetta leyti fyrir þremur ár- um síðan er ekkert útlit til þess að þetta mál, sem svo lengi hefir staðið á dagskrá, ætti svo skammt í land. Erfiðleikarnir voru taldir svo miklir og kostnaðurinn svo yfirgnæfandi fram yfir væntan- legar tekjur, að kröfur þær, sem gerðar voru, bæði af ritsímafje- laginu og af þráðlausum firðrit- unarfjelögum, farin langt fram úr því, sem íslandi var ætlandi að geta ynnt af hendi. En um sama leyti, sem stjórn sjermála vorra var að færast inn í landið, eftir meira en 50 ára baráttu, komst einnig skrið á þetta mál. Af þeim tíma, sem síðan er lið- inn tóku málaleitanir og samn- ingar utanlands yfir mikið af fyrsta árinu, annað árið gekk til þess að ræða málið innanlands og leitast um það, og þriðja árið hef- ir nægt til að framkvæma verkið. Jeg get ekki leitt hjá mjer að geta þess að ritsímamálið hefði ekki náð svo fljótt fram að ganga, ef fyrv. samgöngumálaráðherra, Kristoffe Hage, hefðí eigi veitt oss fulltingi sitt og lagst á eitt með hinum góðkunna og öfluga formanni „Mikla norræna rit- símafjelagsins", kommandör E. Suenson, að ryðja burt þeim hindrunum, er framgangi þess voru til fyrirstöðu. Eins er það víst, að málið hefði ekki gengið fram hjer á landi, ef það hefði ekki átt sjer eindræga og snjalla foi-vígismenn hjá þingi og þjóð, og loks er það mjög sennilegt, að landsímalagningunni hefði ekki getað orðið lokið á svo stuttum tíma, ef vjer hefðum eigi verið eins heppnir með framkvæmda- stjórn og starfsmenn og vjer höf- um verið, og notið reynslu landa. sem líkt hagar til í. Þegar frá því um haustið 1904 hefir rit- símastjórn Noregs veitt oss að-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.