Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Qupperneq 15
LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS
415
I „cyclotrónum“ er straum
„electróna“ beint að kjörnum
vatnsefnisatóma svo kjarnar
atómanna hrökkva í sundur. Með
því að láta kjarnana, eða deuter-
on verða fyrir afar miklu segul-
afli fara kjamarnir að hringsnú-
ast á harðari og harðari hreyf-
ingu, í stærri og stærri hringum,
og að lokum þeytast þeir með
geysihraða gegnum rifu í vjel-
inni á það efni, sem á að „bomb-
ardéra“. Innri gerð atómanna
breytist við þessi geisilega tíðu
högg.
Til eru í heiminum nú 30—40
„cyclotrónar". Eru flestir þeirra
í Bandaríkjunum. Cyclotrón dr.
Lawrence er þeirra stærstur.
Hann vegur 225 tonn og hefir 15
miljón volta spennu. Deutrónarn
ir eða atómkjarnamir fara með
60.000 mílna hraða á sekúndu, og
geta brætt tígulstein, eins snögt
og tólg bráðnar í eldi.
Þegar skothríð deutrónanna er
beint að ýmsum efnum, þá verða
ótrúlegar breytingar á efnunum.
Eitt atóm jáms t. d. breytist í
cobalt eða mangan. Aftur hald-
ast sum atóm járnsins óbreytt,
en hafa nú fengið undraverða
radium-hæfileika. Með öðrum orð
um, járnið fær um stundarsakir
sömu eiginleika og radium, gefur
frá sjer hina mögnuðu radium-
geisla.
Flest önnur efni fá radium-
einkenni á sama hátt. Áhrif
þeirra eru ekki eins varanleg og
áhrif radiums, sem . finst úti í
náttúrunni. En nú er bygður einn
„cyclotrón", sem á fám mínútum
getur framleitt úr einni tegund
af radium radiumverkandi natri-
um sem hefir eins mikið notgildi
og alt það radium, sem nú er not-
að í heiminum. Vel er hugsanlegt,
að fáir cyclotrónar, sem dreifðir
eru víðsvegar um lönd, geti fram
leitt gnægð af radium sem hægt
verði að dreifa því út til allra
spítala fyrir lítið verð.
En auk þess er hægt að hafa
mjög mikilsverð not af því radi-
um, sem framleitt er í cyclotrón-
um, þar sem ekki er hægt að nota
náttúrlegt radium, því sá undra-
verði hlutur hefir komið í Ijós,
að frumefni, sem i „cyclotrónum“
hafa fengið radium-geislamagn,
verka auk þess á alveg sama hátt
og efni þessi verka, áður en þau
fengu radium-eirikenni, hafa að-
eins fengið radiummagnið til við-
bótar. Þegar t. d. sjúklingur fær
radiummagnað kalk í fæðunni, þá
sest þetta radium-kalk í líkam-
ann alveg á sama hátt eða sömu
staði og annað kalk. Þetta hefir
svo mikla þýðingu fyrir lækna-
vísindin, að lærðir læknar halda
því fram, að cyclotrónar sjeu
mikilvægustu tækin, sem fundist
hafa í læknisfræðirannsóknum
síðan smásjáin var fundin upp.
Sum efni setjast að í sjerstaka
líkamshluta. Ef menn til dæmis
drekka joðupplausn (menn skulu
ekki leika sjer að því, því slík
upplausn getur verið mjög eitr-
uð) þá verður joðupplausnin í
skjaldkirtlinum 5000 sinnum
sterkari en í öðrum vefjum lík-
amans. I tilraunum, sem gerðar
hafa verið á dýrum, hafa menn
fundið breytingar á skjaldkirtl-
inum án þess að nokkurra áhrifa
hafi gætt annarstaðar í líkama
dýranna þegar þeim hefir verið
gefin inn joðupplausn með radium
vérkunum.
Þessi aðferð getur komið að
ákaflega miklu gagni. Til er t. d.
blóðsjúkdómur er lýsir sjer þann -
ig, að blóðkomin myndast óeðli-
lega ört.. Getur sjúkdómur þessi
dregið til dauða. Menn hafa kom-
ist að raun um, að fosfor með
radium-eiginleikum safnast í
merginn, þar sem blóðkornin
myndast og eftir slíkar inntökur
hafa sjúklingar lifað langa tíma.
Rjett er að taka það fram, að
allar slíkar lækningar eru á til-
raunastigi, og geta sjúklingar því
ekki vænst þess enn að njóta
þesskonar læknishjálpar.
önnur tækni í þessu sambandi
kemur að mjög miklu gagni.
Þegar neutrónarnir, sem notaðir
eru í cyclotrón-skothríð, eru látn
ir hægja á sjer, með því að leiða
þá gegnum parafinlag, þá hafa
þeir alveg sjerstök áhrif á efni
það er bór heitir og skylt er bór-
axi eða bórsýru. Kjamamir úr
bóratómum rekast þá á hægfara
kjamana svo þeir springa. Úr
kjama sem þannig springur,
hrekkur partur sem alfaögn
(radiumgeisli) annar sem lithi-
um, og fara partar þessir sitt í
hvora áttina. Báðir eru mjög
skaðvirkir og mjög hraðvirkir í
þvi að eyða líkamsvefjum. Vís-
indamenn vinna nú að því, að
sameina bór einhverju því efni,
sem sest að í veikum líkamsvefj-
um. Ef hægt væri síðan að „bomb
ardéra“ bór í hinu sjúka líffæri
með hægfara neutrónum væri von
um að vefurinn gæti læknast.
Með tækjum sem finna og
benda á hin minstu radiumáhrií
hafa menn fundið, að ef mjólk-
urkúm er gefið járn, þá kemur
járnið fram í mjólkinni eftir 10
mínútur. Hægt er að gefa kúm
svo mikið járn, að bömin, sem fá
mjólkina, fái nægilegt járn.
Með því að hafa kalk með
radiumverkunum er hægt að
fylgja því eftir hvar kalkið, sem
tekið er með fæðunni, sest að í
líkamanum. Menn hafa með þessu
fundið, að tennur, sem eru full-
þroskaðar, halda áfram að taka
til sín kalk. Hægt er að nota sömu
aðferðir til þess að fá nána vitn-
eskju um næringarupptöku
plantnanna.
Cyclotrónar eru líka merkustu
áhöldin í tilraunum manna til
þess að leysa úr læðingi hina ó-
tæmandi orkulind atómanna.
atóm í 8 pundum af efninu
úranium hafa eins mikla orku
að geyma og 6300 tonn af olíu.
Ef hægt væri að beisla orku þá
sem er í atómum í hálfum lítra
af vatni, þá myndi sú orka senni-
lega nægja til að reka hið mkila
skip Normandie fram og til baka
yfir Atlantshaf.
I atómsprenginga tilraunum
eru hægfara atómkjarnar eða
neutrón notuð til að sprengja
úranium atóm. Eftir kenningum
fræðimanna, og að mjög takmörk
uðu leyti hefir það tekist, eiga
sprengingar þessar að leysa mik-
ið af hægfara neutrónum, sem
hægt er að nota til að sprengja
meira af úranium atómum og
þannig koll af kolli. 1 hvert sinn
sem þetta skeður framleiðist
175.000.000 volta spenna.
Menn spyrja hvemig þesskon-
ar sprenginar stöðvist áður en