Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1941, Side 13
LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS
.418
„Góðar
brýr“ (
Ræðukafli eftir Hannes
Hafstein, við vigslu
brúarinnar á Vtri-Rangá
)
......Þessi brúarsmíði markar
að því leyti tímamót í sögu stærri
brúarsmíða vorra, að með henni
má það teljast sýnt og sannað, að
vjer erum færir um að koma upp
jafnvel miklum mannvirkjum
sjálfir, án útlendrar lijálpar, og
að það borgar sig vel. Þessi brú
er algerlega innlent verk. Engir
aðrir en íslendingar hafa unnið
neitt að henni. íslenskt hugvit og
íslenskur starfskraftur hafa verið
alein um hituna. Ekkert er frá
öðrum löndum aðfengið, nema
sjálft efnið — fyrir utan eftir-
dæmið og lærdóminn. Verkfræð-
ingurinn okkar hafði engan
Skallagrím til þess að blása fyrir
sig rauðann, og skal honum það
ekki að sök gefið fremur en hitt,
að verkfræðavísindin hafa ekki
legið hjer í landi. Það er ekki okk
ar sök, að forfeður vorir fram
til síðustu tíma naumast hafa hugs
að um aðrar „samgöngur" yfir
árnar, fyrir utan ferjur og vöð,
heldur en spjótin, sem sagt er að
þeir við og við hafi skotist á yfir
þær, eins og Njála segir um Flosa
og Ingjald frá Keldum við Eystri-
Rangá.
Oss mætti vera undarlega farið,
ef það yki ekki vinsældir þessar-
ar brúar, að hún er algerlega ís
lenskt smíði. Ilolt er heiiúa hvat,
og móður vorri íslandi mun eins
og öðrum mæðrum þykja sætur
sonaraflinn. — Þessi ummæli mín
má enginn skilja svo, að jeg vilji
segja, að alt sje gott sem íslenskt
er, eða að eitthvað sje gott af
þeirri ástæðu einni, að það er inn-
lent. Þess konar „ættjarðarást“
legg jeg lítið upp úr. En það er
hjer auðsætt eins og öðrum, að
því aðeins á land vort framtíð fyr-
ir höndum, að vjer leggjum fulla
rækt við þau gæði, sem landið á
til, reynum að gera innlent sem
mest af því, sem gott er, draga
inn í landið hugvit, menning, dáð
og framkvæmd, vinna tiltölulega
það sama hjá oss, eins og önnur
stærri lönd, sem lengra eru kom-
in á verklegan veg, vinna hjá
sjer, í stuttu máli, stefna að því
verklega og efnalega sjálfstæði,
að þurfa sem minst og í seni
fæstu að vera upp á aðra komnir.
Rangæingar. Það er örðugt að
koma svo á þessar fögru, frægu
sögustöðvar, jafnvel þótt í rign-
ingu sje, að ekki fljúgi í huga
eitthvað af söguljómanum, sem
hjeraðið sveipar. — En þegar jeg
nú á þessari stundu reyni að
stöðva hugann við eitthvað af því
marga, sem í endurminningunni
vakir, þá staðnæmist hann ekki
við neina af hetjum þeim eða
höfðingjum, sem gert hafa garð-
inn frægan, heldur við hitt, sem
er á bak við hetjurnar og höfð-
ingjana, leiksviðið fyrir lífi þeirra
og dauða, gróðursældina í land-
inu til forna, skógana, akrana,
grasbrekkurnar og grundirnar
blómum sprotnu, þar sem þeir
uxu, glímdu, elskuðu, börðust og
sigruðu eða fjellu. Uegnum skugga
aldanna og sagnanna sje jeg land-
ið vort, eins og það var fyrr. En
Síðustu einkunnarorðin: Ment.
er máttur, verða höggvin
inn í grunnsteininn, sem verður
þannig fyrirkomið, að hann sjest
að innan úr kjallaranum. Á stein-
inn verður og höggvið, að hann
sje lagður á árstíðardag Snorra
Sturlusonar, snillingsins snjalla,
sem, eins og kunnugt er, ljetst
aðfaranótt þessa dags fyrir 665
árum.
Nefndinni, sem aðstoðar stjórn-
ina við bygginguna, þótti vel til
fallið, að þessi athöfn færi fram
einmitt þennan dag, því að vissu-
lega er lífsstarf Snorra grundvöll-
ur og hyrningarsteinn undir
mentafrægð og orðstír íslands, sem
er þess fegursta fjöður enn fram
á þennan dag, og vonin um, að
sú stofnun, sem ^jerstaklega er
helguð fortíðar, nútíðar og fram-
tíðar mentun þessa lands, megi
koma að tilætluðu gagni með til-
sjón er sögu ríkari, hvernig skóg-
arnir og akrarnir og vellirnir eru
á sömu stöðvunum. Sagan og land-
ið kalla á oss að vinna. Söguhetj-
urnar getum vjer ekki vakið upp
aftur, en gróðurinn í landinu get-
um vjer vakið og aukið með frið-
un og framkvæmd. Það er hægt að
hefta sandfok, græða skóga, gróð-
ursetja blóm og sá akra, lífga
upp margt og margt, sem nú ligg-
ur í kaldakoli, ef vjer aðeins kunn-
um að byggja góðar brýr, brýrn-
ar milli allra góðra krafta í þessu
landi, sameina hið tvístraða með
traustum böndum, safna því nýta
og nota það vel.
Það á þessvegna vel við, og spá-
ir góðu, að fyrsta alinnlent járn-
stórvirki, sem unnið er algerlega
innanlands af innlendum mönnum,
skuli vera brú. Mætti sá fyrirboði
rætast, sem í það má leggja, bæði
inn á við og út á við.
(Lögrjetta, 7. sept. 1912.)
ætluðu magni, er óaðgreinilega
sameinuð minning hans. Því fátt
sannar öllu áþreifanlegar, hvílík-
ur máttur fylgir mentinni en það,
hverja þýðingu þær mentir, sem
Snorri Sturluson er fulltrúi fyrir
og frömuður að, hafa haft fyrir
hina íslensku þjóð, líf hennar og
viðhald, álit og alla þróun. Tími
og veður bannar að rökstyðja
þetta ýtarlegar hjer, en þeir, sem
þekkja sögu íslands vita, að þetta
er satt.
Bókasöfnin hafa tvennskonar
ætlunarverk. í fyrsta lagi geyma
þau bókmentir og sögu þjóðarinn-
ar og eru þannig varðkastali og
forðabúr þjóðernistilfinningarinn-
ar, sem aftur er skilyrði fyrir
samheldni, vilja og krafti til þess
að efla og hefja þjóðina sem þjóð.
Jeg vona að þessi bygging, sem
hjer á að rísa, verði trúr og trygg-
ur geymslustaður fyrir alt gott í
Ment er máttur
RætSukafli Hannesar Hafstein er hann lagSi hornstein aS Landsbókasafninu.