Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1942, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 sprengjum, tætisprengjum, bryn varnasprengjum og eldsprengj- um — er aðeins tætisprengjan bókstaflega ætluð til að valda tjóni á mönnum. Tætisprengjan hefir sömu verkanir og hand- sprengja (springur í loftinu) og er beitt gegn hermannahópum, ekki óbreyttum borgurum. Líf- tjón óbreyttra borgara verður vegna slysa, sem orsakast við eyðileggingu mannvirkja með eldsprengjum og hrunsprengj- um. Litlum tveggja punda eld- sprengjum, sem varpað er nið- ur mörgum saman, er ætlað að kveikja elda, sem verða að stór- bruna. Mesta tjón, sem orðið hefir af völdum eldsprengja, varð af hinum ógurlega bruna í London í desember 1940. Aðal flugvjelasprengjan er hin kraftmikla hrunsprengja. Sprengja þessi er af ýmsum stærðum, frá 50 kg. upp í tvær smálestir. Þessari kraftmiklu sprengju er aðallega ætlað að eyðileggja mannvirki og bygg- ingar, ekki með því að tæta í sundur, heldur með ógnarkrafti sprengiefnisins — þenslunni. Rúmlega helmingur af þunga f kraftsprengju felst í sjálfu sprengiefninu TNT, eða ein- hverju nýrra og kraftmeira sprengiefni. Það^er umlukt af þunnum stálveggjum, og er þannig fyrirkomið að allur hinn mikli kraftur njóti sín við sprenginguna. Sterkur stálodd- ur er á sprengjunni til að hún brjóti sjer leið þar sem hún kem ur niður. Tveggja smálesta sprengjur, eins og þýska sprengj an ,,Satan“, eru stærstu sprengj ur, sem notaðar eru í ófriði. Þær eru fluttar í stórum flugvjelum og þeim er miðað með mikilli ná kvæmni á þýðingarmiklar og sjerstaklega hernaðarlega mikil vægar stöðvar. í loftárásum á íbúðarhverfi hafa Þjóðverjar notað minni sprengjur og ógur- legum fjölda af „algengum“ 50 kg. sprengjum hefir verið varp að á íbúðarhverfi í London og öðrum borgum. Þegar sprengju er varpað úr 6000 metra hæð heyrist fyrst frá henni hvinur, sem hljómar eins og vuuss og verður að sker- andi ískri, er sprengjan nálgast jörðina og hraðinn verður alt að 1000 km. á kl.st. Um leið og sprengjan snertir eitthvað leys- ist hin hroðalega orka hennar úr læðingi í allar áttir samtímis. Hús, sem 50 kg. sprengja fell- ur á, úr þessari hæð, v.erður fyrst fyrir höggi, sem svarar til þess að 1 smálest falli 200 metra á sekúntu. Hið þunna sprengju- hylki springur í 4500 mola á stærð við baunir, sem þeytast út frá sprengjunni í allar áttir með 1500 metra hraða á sekúntu, til að byrja með, eða sem svarar til tvöfalds hraða riffilskots. I kjöl- far brotanna fer loftþensla, sem verkar eyðileggjandi 1 20 metra fjarlægð frá þeim stað, er sprengjan sprakk. Loftsog mynd ast á sprengistaðnum, sem ekki er eins kraftmikið, en þó nóg til þess að draga til sín brot frá hrynjandi húsi niður í sprengju- gíginn. Ef sprengjan springur í jörðu, en ekki í húsi, veldur sprengingin jarðraski í 10 metra fjarlægð. 1000 kg. sprengja sendir brotin frá sjer 350 m. frá gígnum og loftþenslan verkar í 120 metra fjarlægð, en mesta eyðileggingin verður innan hrings með 60 metra geisla. Hús í London, sem að mestu leyti eru úr hlöðnum steini, eru mjög illa til þess fallin að stand- Biðsprengja, sem sprungið hefir eftir að hafa farið gegnum 5 hæðir. Sprengjan kom skáhalt á vegginn og sprakk á þriðju hæð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.