Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 10
202 TiESBÖK MOROUNBLAÐSINS loítin so undarleg með svörtum, þykkvunt skýjum. Því lengur vér komur suður, því kaldari urðu loft- in, og það so bitur kuldi, að vér að fám dögum liðnum frá línunni máttum færa oss í fóðraðar muss- ur. Ei man eg hvað langt vér fcigld- um suður frá línunni, en það man eg, að veðrið var mikið biturlega kalt og óviðkunnanlegt. Eg sá þar og ekkert markverðugt að skrifa. Eg sá þar hverki fiska eður fugla. sem mér þótti neitt nýstárlegt, Þessa okkar reisu sunnan yfir sól- ina orsökuðu þær tvrknesku ey- iendur, sem í nánd vera skyldu. Vér vorum að exersera hvern dag með byssur og fallstykki, einnin að kasta raketter, fegta með korða, og alls konar stratagemmata (her- brögð). Nú héldum vér til línunnar aftur til að ná Capo di bona Sper- anza (G'óðrarvonarhöfða), liæð, sem er sá syðsti partur af Afríka, og þaðan settum vér vorn koss yfir ÓTorien (Indlandshaf). Það voru 500 vikur sjóar, er og þar hjá vanskilegt og háskasamt þar vfir að reisa, mest fyrir orkanen. Það er sá vindur, sem kenulr af öllum áttum, so skipið kann ei bjarga sér fyrir sjónum, heldur má sjórinn ganga yfir það á allar síður eins og það væri sker. Margir missa mastur og rár í þessum lífsháska. Annars giörðum vér að nokkru leyti skikkanlega reisu, utan hvað vindurýin var óss* mótfallinn. Vér feiigum og nokkurn smekk af ork- anen, sem varaði ei vfir tvo tíma, og vér fvrir guðs náð komum kal- laust til .Jager (?), sem eni þau háu fjöll, fyrr en rér komum til Ostindien. Þaðan fórum vér að Stralsund (Palksund, milli Vestur-Ind- lands og Ceylon), sem er einn vegur, er þeir skulu ganga í gegn- um, er setja sína reisu til Kína, og ]»essi vegur er 90 m. að lengd og ligg ur í gegnum Indien. Innbúendur við sundið skulu halda þessu sundi so djúpu, að skip kunni ganga í gegnum, því þar er grunnur sjór, en þeir hafa mjóa og langa báta, er þeir taka leirinn úr botninum og koma í þessa báta, að sjórinn skuli dýpri verða fyrir þá reisandi. Fyrir ómak þeirra fá þeir 300 rd. af hverri nation.' (þjóð), sem eru danskir, svenskir og engelskir, franskir, Portuggiser, Spaníólar og margir fleiri, so þeir fá vel betalt þeirra erfiði. Þetta fólk var um borð hjá oss í eintrjáningsbát- um tveim að tölu. Þeir voru gulir að lit, höíðu engin klæði á sínum kropp, hverki hátt né lágt, voru með ávexti og bómolíu, er þeir vildu hafa silfurpeninga fyrir. Þeir vildu, að vér skyldum koma í land og sjá þeirra bústaði og kvenfólk samt landsins pródúk og ásigkomu lag. En Jieirra meining var mest að naj’ra peninga frá oss. hvað þeim sló feil, því vér höfðum nokkra matrósa hjá oss, sem þekktu (jeirra artugheit, so þetta þeirra forslag sló þeim merkilega feil. Þeir fóru í land eftir ávöxtum til okk- ar aftur. Nokkrir urðu um borð að segja oss, hvar dýpst væri. Á bessu faravatni var mikil lögji (miklu logið). Sundið var mikið mjótt og byggðir við báðar síður. Þar voru apakettir til sölu. Þessir heiðingjai' fylgdust með oss um þrjár vikur, því sundið var vanski- legt að koma í gegnum fyrir saitd- haugum og leirvogum. Það var sá dagur, vér máttum láta anker falla kannske fimmtán eðuj' sextán sinn- um. I midlertid voru þessir heið- ingjar að finna oss annan veg, og þannig gekk veginn upp og niður, inn til þess vér vorum heila veginn áfram komnir til Prinsens Evlands og þaðan til Tranqvebar í Ostindi- en, sem er eitt kastill. er tilhevrir kónginum af Dannemark, og hann hefur soldater uppá, er þar skulu vera í átta ár, fyrr en aðrir þá af leysa, er koma frá Khöfn. Vér höfð- um tvo með oss, er höfðu verið í kastillinu í átta ár, og voru þó báðir þýzkir, er fylgdust með oss til Kanton í Kína. Vér lágum við kastillið Tranqve- bar í átta daga, fengum þar rís, jams, er þeir brúka þar fvrir bi'auð, — það er stærra en jarðepli — og kalebasser. Þær eru stærri en baunir. Það gáfiun vér voruin geit- um, er vér keyptum í Portopray. Vér fengum þar og rautt tré, er brúkast til háfarfa og er mikið dýrt í Amsterdam. Þaðan kemur það klæði, er þeir fá 7 rd. fyrir eina alin í Ivína og taka til and- virðis flauel og silki, sem verður einn skildingur af þeirra rauðu háförfufiu klæði, kannske fyrir 4 mk. eður einn sléttur dalur, þegar þeir koma hér til Evrópa. Ullina kaupa þeir í .Tullandi eður í Sjá- lan'di, gefa fyrir pundið 2 eður 21/2 mark dönsk. Þeir gjöra vel klæði í Kaupinhöfn, en þaug eru ei að i'eikna mót bessum. Það mesta af þeim er til soldáta. Hin betri kaupa þeir frá Hollandi. Það er sit ull, er vex á fénu frá vor- krossmessu til haustkrossmessu. Er þá féð látið niður í stamp. upp fylltur með kalt vatn. Síðan er það vaskað þar í, fyrst á eina síðu og so á aðra síðu. Gengur so tvo eður þrjá daga, inn til þess það verðnr klippf. Um Marteinsmessu koma þeir juzku ullkramárar og kaupa þá ullina. Sel.ja bændur þeim hana kannske fyrir 28 skildinga eður 30 pundið. Koma so smáskip frá Hollandi, er kaupa mörg pund, já. fvrir 6 eður 7 hundruð rd., er þeir aftur selja til vefaranna í Ilollandi, er gjöra ])essi góðu kl.æði og sel.ja þeim kínisku kaup-1 mönnum. t »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.