Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
199
' * i
Ferðasaga Arna Magnussonar:
Á LEIÐ TIL KÍNA,
„SUÐUR FYRIR SÓLINA
Nú voru allar okkar sængur upp
bornar á þilfarið til að þurrka
þær eftir það illa veður, ei' vér
höfðum í þeim spánska sjó. Einn-
ig vititera eftir lúsum og óhrein-
indum. Ef þetta finnst, verður
eigandinn straffaður fyrir hirðu-
leysi og dofinskap. Þegar nokkur
fannst sofandi í sinni vakt, verður
hann arresteraður og straffaður
nieð 50 kaðalshöggum, ef það er í
friðstíð. Er það í ófriðstíð, straff-
ast hann uppá lífið. Nií er orðið
so heitt af sólunni, að það má slá
sjóvatn upp á þilfai'ið hvert annað
glas (annanhvern hálftíma). Ann-
ars bræðist bæði bik og tjara af
skipinu. Berfættur kann hann ei
að ganga á þilfarinu, því þá brenn-
ur hans iljaskinn af hitanum^ sem
sólin gefiw af sér á þilfarsplönk-
unum. Mest plágar oss nú þorst-
inn, lítil fæða og hart kommandum.
Um dagvaktina hafði vor ober-
stýrimaður vakt einu sinni sem
oftar og var að sjá eftir landi í
sinn stóra kikkert. Sá sem stýrði,
var norskur matrós. .Tens Lange.
Yor oberstýrimaður gekk inn í
sitt kammer að vökva sér á brenni-
víni eftir venju, því hann drakk
gjarnan pott brennivín á vakt
sinni, sem voru fjórir tímar. Legg-
ur sinn stóra kikkert á kompás-
húsið, þegar inn gekk. Jens Lange
fann stóra lús í höfði sér, lagði
hann á glasið í kikkeren. Vor stýri-
raaður tók strax sinn kikkert, og
þegar hann hafði séð lítið í hann,
lofar hann guð, nð vér séum nú
ei langt frá landi( því nú komi
jula til okkar með þremur árum
á borð. Gengur til kapt. ITólms og
segir hönum þessi markverðugu
tíðindi. Hann (kapt.), nýlega upp
vaktur af sænginni, var úrillur,
tekur og sinn stóra kikkert og fær
öngva julu að sjá. Vor yfirstýri-
maður segist hana gjörla sjá, — „en
þeir forustu eður fremstu menn
halda árunum upp í loftið“. Þeir.
þrætast á um þetta. Að síðustu tek-
ur vor kapteinn oberstýrimanns-
ins kikkert og fer að reyna, hvert
sjá kunni þessa julu, en þegar hann
tók kikkerten, sneri það fremsta
glas niður, so lúsin af féll^ hvar
fyrir vor kapteinn fékk ekkert að
sjá, vor yfirstýrimaður og ei held-
ur, þegar þann tók við kikkerten
En hefði hann hejwt það, er sá
norski matrós gjörði við hans
kikkert, var honum víst hið stærsta
straff. En vor yfirstýrimaður var
ei so vel kynntur, að nokkur mað-
ur unnti hönum góðs, þar hann'
var hinn versti að straffa fólk og
það fyrir smámuni.
Tveim dögum hér eftir fengum
vér land í sikti, sem var Portopray,
eitt lítið eyland (réttara höfuðstað-
ur Kapverdisku eyja) og hevrir til
kónginum af Portúgal. Vér vorum
þar þrjá daga, fyiT en komumst til
landsins, því vindurinn var lítill,
en undirsjór eður lognöldur. Sýndist
því bezt að halda út til sjós, þar
til betri tækfæri gefast kynnu.
Kort þar eftir komum vér til lands-
ins. Við lögðum vort skip á rúm-
sjóinn langt frá landi, höfðum ]>ó
góðan leirbotn fyrir vor arnker,
en fórum með vorn stóra bát í
land hlaðinn með tómum vatnsföt-
um, er uppfyllast áttu í landi með
vatn. Vér höfðum og lítið arnker
í bátnum, sem vér létum falla, þar
sem í land fórum, fyrir afturstefni,
en létum einn synda í land með
landkaðalinn og gjöra hann fast-
an. Nú gekk mikið brim í landí
Vér köstuðum út þeim tómu fötum
út í sjóinn, en þeir, sem ei kunnu
synda, máttu hala sig í land eftir
kaðlinum, og kunni sjórinn ganga
yfir höfuð vort, máske yfir tvær
mannshæðir, en þegar sjórinn út
ranji, áttum vér við harða kosti að
búa að halda oss so fast við kaðal-
innt að sjórinn oss ei með sér
tæki. I þessu brimi voru ei fáir
I’ortoprayerer að synda til gamans,
þar sjórinn var hálfvolgur. Þeir
voru svartir sem sót með svart hár,
líkast þeim svörtu unglambaskinn-
um hjá oss, er voru krulluð með
lítið hár. Þegar í land komum, sá-
um yér kvenfólk með viðlíkum
farfa. Þetta fólk var allt með söðul-
bökuðum nefjum, gekk mest nakið.
Utan um mittfð höfðu þeir svirgul
af líni. Öngvan dreng sá eg þar,
sem ei hafði sabel (sverð) við
síðu sér, þó hann væri ei eldri en
tíu ára.
AUt þetta hvski var þjófgefið
og morðingjar. Kort sagt: Það
var það versta fólk undir sólunni,
sem eg hefi heyrt og séð. Þeir eru
opinberlegir þjófar. Þegar þeir