Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 14
T T^tVAk ORHunblaðsins S 200 hann sleppti á beit á ökruin bænd- anua. Dýrið át upp alla uppsker- una og bæudurnir urðu æfareiðir. Saman í hóp lögðu þeir af stað til þess að kvarta yfir þessu við Timur Lenk, með Nasreddin í broddi fylkingar. En þeir óttuðust allir Timur Lenk, svo að þeir stungu af, hver á eftir öðrum, þar til Nas- reddin, þegar næstum því var kom- ið á áfangastaðinn, tók eftir því, að hann var orðinn einn eftir. Hann brást reiður við, sem vonlegt var, og hugsaði þessum hugleysingjum ]>egjandi þörfina. Svo gekk hann fyrir Timur Lenk, sem spurði, hvað hann vildi. „Fólkið hefir beðið mig að íæra þjer ástarþakkir fjrrir að þú hefir sleppt einum fíla þinna á beit í ökrum þeirra' ‘, svaraði Nasreddin. ,fEn vesalings dýrið er einmana í íramandi landi þar eð það hefir ' engan maka. og angrar okkur með kveinstöfum sínum. Vinir mínir komu með mjer hingað, en þorðu ekki að ganga fyrir þig. I stað þess bíða þeir góðra frjetta hjá mjer. Við erum allir auðmjúkir þjónar þínir“. Timur Lenk varð undrandi og upp með sjer. Kennarinn fjekk, heiðursmerki og aðrar góðar gjaf- irf og átti að skila kveðjum til fólksins. Auk þess gaf hann fyrir- skipanir um. að kven-fíll skyldi útvegast, handa hinum einmana karl- fíl. Nasreddin var hrifinn af áraugri heimsóknarirmar og í prýðis skapi fór hann aftur til borgarinnar og kallaði saman bændurna. „Nú, kennari", hrópuðu þeir, „hvað segir ])ú í frjettum?" ,,Allt ágætt ‘, hrópaði Nasredd- in hreykinu. „Nú kemur líka kven- f«ir í sögum þeim, sem hjer hafa verið sagðar af Nasreddin og Timur Lenk, hefir greinilega verið. reynt að sýna harðstjórann frá Samarkand sem ruddalegann, held- ur einfaldan mann, með dálítinn snefil af kínmigáfu. En sú mynd er sennilega ekki rjettlát. Sam- kvæmt sögunni, var Timur Lenk heitur aðdáandi hverskonar lista, vísinda og verklegra framkvæmda, þannig að siðmenning stóð með miklum blóma í ríki hans. Hann dó árið 1404f einmitt þegar hann hafði ákveðið herferð mikla gegn lvína. Það hefir áður verið á það minnst, að Nasreddin hafi einnig verið við hirð Bajasid súltans, og hlýtur það að hafa verið áður én orustan við Angora stóð, því að Bajasid ljest árið 1403, sem fangi Timur Lenk. Það er að minnsta kosti til ein saga um það, þegar Nasreddin fór til súltansins til þess að klaga fátækt sína. Fór hann fram á, að fá skjal, sem veitti honum rjett til þess að kvefjast fimm „para“ af hverjum rjett- trúuðum. sem væri hræddur við konu sína. Fjekk hann skjalið og varð auðugur maður. Næst þegar hanu gekk fyrir súlt- aninn, spurði liann Nasreddin hvort hann hefði ekki hugsað sjer, að sýna sjer þakklæti sitt, með því að gefa sjer einhverja gjöf. Jú. Nasreddin hafði vissulega hugsað mikið um það. Ilann sagðist hafa komið með forkunnar fagra ambátt frá Cypern, til þcss að gefa súltaninum. „Uss, talaðu ekki svona hátt“, hvíslaði súltaninn. ,fUppáhaldskona mín er í næsta herbergi“. Nasreddin tók upp skjal sitt og hrópaði hástöfiun: „Herra! Gefðu mjer mína fimm „para“ ! Sennilega hefir hann feligið peningana. Þetta er víst eina sagait, þar setn talað er um Nasreddin sem auðugan mann. Annars var ha.nn alltaf fátækur, svo fátækur, að í mikilli eftirvæntingu liggur hann og hlustar á þjófinn, sem hefir brotist inn í hús hans. Það yrði óvæntur fögnuðurf ef þjófurinu findi eitthvað verðmætt til þess að stela. Ilann gæti ])á náð því frá honum á eftir. En Nasreddin gat misst alt það, er veraldleg verðmæti kallast, án þess að missa sitt góða skap. Þegar hann lá á banalegunni, bað hann konu sína u)n að klæða sig í fín föt, svo að engill dauðans Azrail, villtist ef til vill og tæki hana í stað hans sjálfs. A tunglskinsnóttu sá hann eitt sinn standa óhugnanlega manns- mynd, með útbreidda arma, í garði sínum. llann náði sjer í boga og ör, og hrópaði: ,fí nafni Allah!“ um leið og liann skaut í magann á mannsmyndinni. Glaðúr og ánægð ur fór hann síðan að hátta, en komst að því daginn eftir, að manns myndin hafði verið hans eigin frakki, sein kona hans hafði hengt til þerris. Það var stórt gat ;i, kápunni eftir píluna. Þá hrópaði Nasreddin: .,Ó, egþakka þér Allah" Konu hans fannst þessi lofsöng- ur eiga heldur illa við, og sagði Nasreddih það. f,Þú heimska kona“, hrópaði Nasreddinn. „S.jerðu ekki að pílan hefir farið þvert í gegnum magann, Hugsaðu þjer bara, hvernig farið hefði fvrir mjer, ef cg hefði verið • v innan í kápunni!“ Hann lagði liönd sína á magann, mcðan hann söng Allah, þeim rjett- láta og almátfuga lof og prís. Andlátsdagur Nasreddins er álíka óþekktur og fæðingardagur hans. En gröf hans er hægt að íinna í Aksjekir, eða menn halda a. m. k. að það sje hans gjöf, og það gagu- stæða liefir aldrei verið sannað. A gröfinni cr líkkista sem minnis- rnerkif og ofan á loki hennar er geysistór „kaok‘ , sem er eins kon- ar höfuðfat. Er höfuðfat þejtta mjög

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.