Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 2
r
191
—
~r
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
) O *r
Einar Ásmundsson
lun eftir að Ghxnnar var íermdur.
Þessi kaþólski prestur mun hafa
verið inikilhæfur maður og því
liaft áhrif á hinn unga svein,
í daglegri umgengni og með því
að gerast kennari hans í frönsku
og líklega fleiri greinum. Um þetta
leyti fjekk sjera Baudoin brjef frá
frönskum greii'a, þar sem hann
bauðst til þess, að kosta núm
tveggja íslenskra drengja í Frakk-
landi. Urðu þeir Gunnar og Þórhall-
ur fyrir valinut en móðir Þórhalls
var treg til að láta son sinn fara
i'rá sjer og var því ákveðið að Jón
Sveinsson (Nonni) skyldi verða
námsfjelagi Gunnars. Leið Gunnars
lá fyrst til Ivaupmannahafnar og
fór hann frá Akureyri í júlí 1870
með skútunni Rakel. Eg hefi með
höndum útdrátt úr dagbók Gunnars
þar sem lauslega er sagt frá þessari
fyrstu ferð hans 10 ára gamals.
„9. júlí. Er að búa mig að heim-
an og fer með þessar bækur“ ; telur
svo upp 19 bækur, biblían er fyrst,
kvæðí Bjarna Thorarensens og svo
námsbækur; þar á meðal latnesk
grammatík. Síðan telur hann upp
annan farangur, virðist hann luifa
verið vei búinn að fötum. Hann
segist hafa 60 rd. og 1 rd. frá
Laufási, sem hann á að verja til að
kaupa rjómakönnu fyrir frú Sig-
ríði. sömu tegundar og hann hefit*
meðferðis handarhaldslausa. Faðir
hans og Guttormur fylgja honum til
Akureyrar og fara þeir heim næsta
dag, en hann fór um borð í Rakel
er leggur at' stað 12. júlí. (,Lögð-
umst við Hrísey kl. 1 ; eg fjekk brjef
frá föður mínum með Tryggva frá
IIallgilsstöðum“. Ferðin virðist
liafa gengið sæmilega, Þann 16. sjá
þeir Langanes og 2. ágúst koma þeir
til Kaupmannahafnar. Að heiman
hafði hann í vasabókinni heimilis-
fang þriggja manna: Gísli Brynj-
úlfsson, Magnús Eiríksson og PálL
Sveinsson. Fylgdu þeir honum og
leiðbeindu og skólanám hóf hann
brátt í St. Knuds Skole og fjekk
sjer kenslu utan skóla í latínu,
frönsku, o. fl.
Hann talar um brjef, sem hann
byrjaði að skrifa föður mínum.
Þórhalli Bjarnarsyni, fermingar-
bróður sínum, og frá sjera Baudoin;
hann kemur oft til Gísla Brynjúlfs-
sonar og talar um að frú hans
hafi spilað fyrir sig á píanó. 9.
ágúst: „Eg skrifaði Þórhalli og
byrjað iað skrifa föður mínum.
Eg var við messu.“ /
10. ágúst: ?,Eg enti víð að skrifa
föður mínum, svo fór eg til M.
E.. (Magn. Eiríkss.) og hann gekk
með mjer í bókasölubuð og þar
keypti eg 100 tíma í frönsku og
svo lykilinn með og 10 Nr. af
„Dagbladet“ til að senda íöður mín-
um einnig. 8íðan fór eg um borð í
Rakel með stígvjelin og bókapakk-
ann og svo br.ief og einn pakka;
(könnuna í Laufás). Kapteinninn
tók við bessu.
4. sept.: „Sunnud. G. B. (Gísli
Brynjúlfsson) kom til mín og bauð
mjer að koma með sjer í Tivoli;
cg fór svo kl. o til M. E. og tók
hjá honum tvo rd. (eftir 61 rd.).
Síðan fór eg til G. B. kl. 3Vst,
borðaði hjá honiun og kl. 6—7 fór-
Jóhanna Friðriksdóttir
um við í Tivoli og vorum til 11 íil
12. Eg sá þar ýmislegt (dverga, ara-
biskan hest, heyrði músik( etc.).
5. sept. „Bar ekkert til tíðinda;
eg byrjaði að lesa kaþólska lær-
dómsbók“.
11. sept. „Afmælisdagur minn;
byrjað 18. ár“.
17. sept. „Madama Valentin bað
mig að reyna að útvega sjer
8 álnir af hv'ítu vaðmáli í kjól
handa sjer.
18. sept. „G. B. sagði rnjer að
faðir minn hefði fengið 100 rd.
verðlaun fyrir ritgjörðina sína og
þar að auki 12 rd. fyrir hverja örk
í 8 blaða brotit en vissi ekki hvað
hún mundi verða margar arkir“.
28. sept. „Eg fór til M. E„ lafði
hjá honum dálítið, svo fór eg iil
G'. B. og tafði hjá hopum lengi;
síðan fór hann með mjer til Garðs-
ins (Regens) og til Boga. sonar
biskupsins og svo til Pjeturs Jóns-
sonar og þaðan fórum við svo upp
í Sívalaturn og sáurn yfir alla
Kaupmannahöfn. Svo fórum við
heim til mín og svo um borð í
„Gránu“ og töluðum nokkuð lengi
við kapteinínn og sagðist hann liafa
farið af stað 11. sept„ en þá var
ekki „Rakel“ komin. Eg enti við
að skrifa föður mínum og Baudoin