Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 13
bamli vii'i Ha.jasid súltan, 0? er
}iaú cigi ólíklagt,*að það hafi ein-
mitt verið hann, sem leiddi athygli
Timur Lenk að honum í upphafi.
flagt er, að Timur Lenk hafi dval-
ið í þrjá daga í Jeni- sjekir til
þess að hlýða á Nasreddin, og orð-
ið svo hrifinn af sögum hans, að
hann hafi hlýft bænum við eyði-
ingu þess vegna.
Því er haldið fram, að Nasreddin
s.je fæddur árið 1300. Það er hrein
tilgáta, en getur þó nokkurn veg-
inn staðist. Það er aftur á móti
ekki eins trúlegt, þegar ákafir að-
dáendnr hans vilja gera hann að
hreinlífum dýrðling, ótrúlega vitr-
um. Siigur þær, sem af honum eru
sagðar, gefa alt aðra mynd af
skapgerð hans. Þær lýsa honum'
sem mjög mannlegum, dálítið gróf-
gerðum syndara, sem hefir fengið
ríkulega kímnisgáfu í vöggugjöf,
og hefir gliiggt auga fyrir eigin
veikleikum og ánnara.
En nú skuluð þið fá að heyra
meira um afrek Nasreddins við
hirð Timur Lenks. Eins og áður
hefir verið minst á, var Timur Lenk
maður mjög ófríður. Ilann var auk
]>ess vanskapaður. Annar fóturinn
var úr járni og ægilegt ör afmynd-
aði andlit hans. En hann var þrif-
inn og ljet af og til raka höfuð sitt,
Dag einn Ijet hann kalla á rak-
arann og ljet hann raka sig. Þeg-
ar rakarinn hafði lokið því •—
honum tókst að raka herra sinn,
án þess að skera hann, og slapp
því við að missa höfuðið — rjetti
hann Timur Lenk spegil til þess
að hann gæti dáðst að árangrin-
um. Þegar harðstjórinn sá. hversu
ljótur hann var( tók hann að veina.
Siðvenjan bauð svo fyrir, að allir
skyldu taka þátt í harmakveini
herra síns, og hjelt það þannig
áfram í nokkrar klukkustundir.
En loks tókst einhverjitm hirð-
manni að fá harðstjórann til að
LESr.DK MOR0 UNBLAÐSTNS
20.'
glevma sorgum sínum, svo að hann
hætti öllum kvcinstöfum. 011 hirð-
in gerði auðvitað hið sama, nema
Nasreddin. Hann rak upp hvert
harmakveinið af öðru, svo að und-
ir tók í höllinni.
,,Eg horfði á mig í speglinum ‘,
sagði Timur Lenk ásakandi, móðg-
aður yfir þessum skorti á hirðaga,
,,og eg, sem er Konungur og ræð
yfir mörgum þrælum, grjet, af því
að m.jer fannst eg svo ljótur. En
hvers vegna hættir þíi ekki kvein-
stöfum þínum ?“
„llerra“, sagð'i Nasreddin. ,,Þú
sást ])ig í spegli einu sinni, og það
var nóg til þess að þú grjest í
tvo tíma. Er þá nokkuð undarlegt,
þótt eg, sem horfi á þig allan dag-
inn, þurfi að gráta dálítið lengur?“
Nú hló Timur Lenk nærri því
eins mikiö, og hann hafði grátið
áður og bauð kennaranum í bað
með sjer, en það var mikill heiður.
P.aðherbergið var hitað upp, og
Timur Lenk vafði sig inn í svo-
kallað „peehtemal" — 1>. e. stórt.
blátt. ofið teppi, sem vor nútími
myndi nefna baðhandklæði. Var
teppi þetta virt á 100 gullstykki.
Þeir settust nú við baðkerið og
röbbuðu saman. Idinn mongóliski
hershöfðingi var í heimspekilegum
þenkingum þann daginn, og því
upplagður til ])ess að skoða eigin
persónu frá öllum hliðum. Eftir
stundarkorn spj*r hann því kenn-
arann hversu mikið hann hefði
viljað gefa fyrir sig, hefði hann
verið falur sem bræll.
Kennarinn horfði lengi hugsandi
á hann.
,.Tæplega hundrað gullstykki",
sagði hann loks.
„Vitlaus ertu“, hrópaði Timur
Lenk. „Pectamalið eitt er svo mikils
virði“.
*,Já, eg reiknaði auðvitað með
verðmæti pectamalisins", svaraði
Nasreddin.
Nasreddin naut svo mikillar gest-
risni h.já Timur Lenk, að um síð-
ír sá hann sjer ekki annað fært,
en reyna að gjalda í söinu mynt.
En hann var fátækur maður og
átti skrítna konu, svo að ekki gat
hann boðið honum heim til sín.
Þess vegna steikti hann gæs, og
fór með hana til Timur Lenk, og
ætlaði að gefa lionum. En Nas-
reddin hafði mjög góða matarlist,
-— sagði einu sinni, að sú unaðs-
legasta hljómlist sem hann ]>ekkti.
væri glamrið í diskum og fötum.
-— Á leiðinni grei]) hann óstjórnleg
löngun í gæsasteik, og hann reif
því annað lærið af gæsinni og át,
Þegar hann afhenti Timur Lenk
steikina, sá hann auðvitað strax(
að annað lærið vantaði, og spurði
hvernig á því stæði.
En kennarinn var ekki orðlaus:
„Engin gæs í Aksjekir hefir nema
einn fót“, sagði hann.
Sem von var, var Timur Lenk
dálítið efagjarn á svipinn.
„Ef ])ú trúir mjer ekki, herra' ,
sagði Nasreddin, „getur þú horft
á gæsirnar hjerna út við þrunn-
inn‘ ‘.
Timur Lenk leit út, og við brunn-
inn stóð hópur gæsa, á öðr-
um fæti og svaf. En á sama augna-
bliki kvað við lúðraþytur svo að
gæsirnar vöknuðu, og tóku að
hlaupa fram og aftur.
,,Þú lýgur“, sagði Timur Lenk.
„Þarna getur þú sjeð að þær hafa
allar tvo fætur“.
„Já“, svaraði kennarinn. „Ef
einhver blæsi í lúður rjett við
eyra þitt, myndu sennilega koma
í ljós á þjer fjórir fætur!“
Það mun vera söguleg staðreynd,
að Timur Lenk hafi notað fíla á
herferð sinni yfir Litlu-Ásíu.
Komu þeir honum að miklu gagni,
og m. a. í orustunni við Angora.
Þegar hann kom til Akesjekir,
hafði hann með sjer einn fíl, seni