Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 11
LESBÓK MCVRGUNBLAÐSTNS 203 Gunnar Hagwall: NASREDDIN - HÁÐFUGLINN ÓGLEYMANLEGI ÞAÐ VAR í ágústmánuði 1402. Ibúarnir í litla bœnum Aksejkir voru í öngum sínum. Súltaninn. Bajasid, hafði nú beðiö algjöran ósigur fyrir hinum ósigrandi Timur Lenk frá Sainarkand, í stórorustu við Angora ( Ankara), og var nú fangi sigurvegarans. Tyrkland hafði gefist upp, og um sigurvegarann vissu menn a. m. k. svo mikið, að hann ekki skaraði fram úr í inildi sinni. En það versta af öllu var, að hann liafði sent íbúunum í Ak- sjekir þau boð, að hann óskaði eft- ir huguðum og sterkum Tvrkja við hirð sína, til þess að inna af hendi verk nokkuð. En hver þorði að nálgast harðstjórann? Samræðurnar voru háværar. Þeir töluðu allir í einu, komu fram með tillögur, rit'ust. skömmuðust, pöt- uðu með höndunum og hrópuðu Allah!, sóru við skegg spámanns- ins og óskuðu Timur Lenk veg allrar veraldar. En loks kom einn þeirra með tillögu sem allir féll- ust á. Sendinefnd var valin, er lagði þegar leið sína að litlu, óá- sjálegu húsi þar rétt hjá. Fyrir utan húsið sat lítill, mag- ur maður með illa hnýttan túrban á höfðinu. Hringinn í kringum hann sátu nokkrir smástrákar á hækjum sínum. Maðurinn var hodsja, kennari, og kendi þessum smápöttum, sem sátu þarna í kring- urn hann. Sýnilegt var, að hann > var ekki strangur kennari, því að þegar strákarnir reyndu að gera einhver prakkarastrik, brosti hann í kampinn, og hafði sýnilega gam- Timur Lenk eða .Tamerlan, eins og hann var stundum nefndur, rjeð yfir Persíu, Mið-Asíu og mestum hluta Indlands. Hann dó 1404. an af hugkvæmni þeirra. Dreng- irnir voru einnig hrifnir af kenn- ara sínum, því að kennslan var krydduð glensi og gamni. —■ Túr- ban kennarans varð oft skotspónn. fyrir glens þeirra. Kennarinn gat, aldrei fengið enda höfuðprýðisins til þess að vera, eins og þeir áttu áð vera. Fyrir nokkrum dögurn hafði hann því orðið svo leiður á túrbaninum, að hann fór með; hann á markaðinn og ætlaði að selja hann þar. Þar lofaði hann 'gripinn hástöfum, svo að menn,1 tóku að bjóða í. Einn var það, sem bauð hæst. En þá hvíslaði eigand- inn að honum, að hann skyldi vara sig. ITann gæti aldrei fengið neitt lag á þennan túrban! Nafn kennarans var Nasreddin. Það var ekki lengra síðan en í gær, að hann hafði arkað á mark- aðinn með asna sem hann átti, til þess að selja liann. Kaupandi gaf sig fram, en asninn.gaf honum þá svo vel útilátið spark, að hann forðaði sjer hið skjótasta, bölv- andi og ragnandi. Og Nasreddin mátti labba aftur heim með sinit slæma asna. En ánægður var hann því að nú gátu allir sjeð, hvers- konar bestía þetta var, sem hann þurfti að dragast með. En nú nálguðust sendiboðarnir litla hópinn. Sá, sem var fyrir þeim, rak strákana á brott og gekk fyrir Nasreddin. ^Hodsja", sagði haun. „Þii ert hugaður maður og góður Tyrki. Við erum komnir hingað til þess að biðja þig að fara á fund Timur Lenk“. Nasreddin var ekki yfir sig hrif-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.