Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1944, Blaðsíða 1
15.
tölublað.
Sunnudagur 30. apríl 1944.
XIX. árgangur.
Uafulilarpraataiiilðjai L.t
Ingólfur Gíslason, læknir:
NOKKUR ÆFIATRIÐI GUNNARS
EINARSSONAR, KAUPMANNS
Löngum, breytilegum og aö ýmsu
leyti merkilegum æfiferli lauk er
Ounnar Einarsson frá Nesi andað-
ist 1 síðastl. mánuði.
í safni fyrstu æskuniinninga
minna er glögg mynd af honum
ungum frjálslegum og spaugsöm-
um fyrirmanni; hann hafði hlotiði
fágun heimsmannsins af sífeldum
utanförum og dvöl víða í löndum
Evrópu. Það yrði löng saga ef rekja
skyldi götu hans fet fyrir fet og1
verður það ekki' gert hjer, aðeins
stiklað á aðal merkjasteinunum.
Gunnar fæddist að Þverá í Dals-
mynni 11. sept. 1853. Faðir hans,
Einar Asmundsson, l>jó þá með,
konu sinni, Margrjeti Guttorms-
dóttur, á parti af jörðinni móti
föður sínum, Ásmundi Gíslasvni.
Tveim árum síðar fluttist Einar
að Nesi og ólst Gunnar þar upp;
var hann fermdur í Laufáskirkju
af sjera Birni Halldórssyni og meðal
fermingarbarna var þá Þórhallur,
síðar biskup sonur prófasts. Fyrir
ferminguna höfðu börnin gengið
lengi til spurninga því sjera Björu
vildi uppfræða þau sem best. Mjer
Gunnar Einarsson
dettur í hug saga er eg heyrði í
æsku af þessum fermingarundir-
búningi. Þeir fjelagar Þórhallur
og Gunnar vildu sleppa seni l.jett-
ast frá námsstritinu, eins og geng-
ur og tóku þeir ráð sín saman.
Börnin sátu ætíð öll í einni röð á
bekk^ byrjaði prófastur yfirheyrsl-
una á því fyrsta til vinstri og!
hlýddi þeim yfir hverju af öðru
og endaði á þeim síðasta til hægri.
Tóku nú fjelagarnir fast sæti sinn
við hvorn enda raðarinnar og þurfti
þarafleiðandi annar þeirra ekki
að lesa nema upphaf lexíunnar og
hinn endirinn. (!ekk svo lengi, en
loks endaði þetta með skelfingu^
því prófastur byrjaði eitt sinn
á öfugum enda raðarinnar. Þór-
hallur'sagði ekki neitt og fjekk
ávítur, en Gunnar var svo heppinn
að hann gat svarað einhverju þeg-
ar hann var spurður útúr og fjekk
hrós fyrir hjá prófasti, þótt hann
hefði ekki unnið til Jiess.
Þegar Gunnar var um fermingu
langaði hann til að reyna sjómanns-
lífið. Eftir nokkrar mótbárur fjekk
hann leyfi föður síns til að fara
eina veiðiför með hákarlaskipi sem;
lá ferðbúið á Ivljáströnd, en um
morguninn var sent eftir honum,
treysti hann sjer ekki vegna las-
leika, hafði sýkst í meltingarfær-
um — af ofmiklu rúsínuáti. Skipið
fór, en kom ekki aftur.
Annars segir ekki af ferðum
Gunnars fyr en Baudoin prestur
kemur til sögunnar, hann hafði vetr
arsetu á Nesi einu, eða tveim ár-