Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 4
436 LESBÓK MOROUNBLAÐSTNS yfir þeim löngum gapti hann, fátækum lítið gjörði sott. gleymdi tíðum þeim kærleiks vott. Líkaði Teiti illa grafskriftin, en varð þó svo búið að hafa. Aðrir eigna grafskriít þessa Jóni Sigurðssyni, bróður Sæmundar smiðs. Það verkefni bíður, að rannsaka nánar Sannfræði frásagnar Gísla, en hún ber víða ærinn þjóðsagn- ar keim. n. FYRSTA DVÖL SIGURÐAR I REYKJAVÍK. EINS og áður getur kom Sigurð- ur til Reykjavíkur vorið 1822. Stundaði hann þar beykisstörf og aðra vinnu, og ,var í fyrstu „condi-. tionerandi" hjá Sivertsen kaup- manni, en síðar mun hann hafa verið til heimilis í Brúnsbæ. Fyrst kemur Sigurður við sögu í Reykjavík á þann hátt, að 7. mars 1823 kærir hann Jón Jónsson frá Silfrastöðum i Skagafirði fyrir Moltke stiftamtmanni. Stiftamtmað ur sendi bæjarfógeta þessa kæru, og tók mál Sigurðar til meðferðar. Kærði Sigurður Jón fyrir að hafa brugðið fyrir sig fæti á götu og slegið sig. Við rannsókn málsins upplýstist, að Jón hafði lánað Sig- urði 1 ríkisdal í smákúranti, og ábyrgðist Guðmundur Sveinbjörns- son verslunarmaður greiðslu á lán- inu. Stóðu efíir af skuldinni 90 skildingar, er hjer var komið, og hafði Sigurður færst undan að greiða í sömu mynt, en vildi greiða. eftir vörureikningi. Sunnudaginn ^3. febrúar 1823 hitti Jón Sigurð á förnum vegi og krafði hann um skuldina. Sigurður sagði, að nii væri ekki tími til að tala um það, og hafði við einhver illyrði, og setti hendina fyrir brjóst Jóns, svo að hann var rjett fallinn við. Jón var undir áhpifum áfengis og reiddist. Sló hann Sigurð í höf- uðið, svo að hattur hans dalaðist. Einnig hjelt Sigurður því fram, að Jón hefði brugðið fyrir sig fæti. fjell dómur í máli þessu 10. mars 1823 á þá lund, að Jón var sýknað- ur af kæru Sigurðar og skyldu jafnast högg Jóns og illyrði Sig- urðar, en ekki var talið, að .Tón hefði viljandi brugðið fæti fyrir. Sigiirð. Ilinsv. var Jón sektaður um 4 mörk til Reykjavíkur sakafalls- kassa fyrir að vera drukkin á al- mannafæri. Síðar á sama ári hófst svonefnt- Draugsmál, sem Sigurður kvað, Draugsrímur um. Tildrög voru þau, að þeir Sigurður, Tlannes Erlends- son skósmiður, Guðmundur Ilann- esson lausamaður og Sigmundur Jónsson snikkari komu sjer saman um það, að hræða Pjetur Pjeturs- son beyki með draiigagangi til þess að gefa þeim brennivín. Áttu þessir merin allir heima í Brúnsbæ hjá Ilannesi Erlendssyni skósmið. Kærði Pjetur athæfi þeirra til bæjarfógeta með kæru dags. 3. jan. 1824 og er aðalefni kærunnar á þessa leið: Milli kl. 12 og 1 nótt- ina 4. desember 1823 heyrði Pjetur að komið var við gluggann á her- hergi því, er þeir ITannes og hann sváfu í. Voru þá allir í húsinu hátt- aðii;, nema Ilannes Erlendsson,, ,,bödkerlærlingurinn“ Sigurður Ei- ríksson og Guðmundur Ilannesson, og voru þeir allir frammi í kokk- húsinu. I því bili kom Ilannes inn, en hann neitaði að hafa komið við gluggann. TTannes fór til sængur og heyrði Pjetur þá skark mikið við gluggann. Slökkti hann þá Ijós- ið, en sá þó engan úti f.vrir. Skark- ið h.jelst um hríð, og heyrðist síðan ýlfur mikið. Var þá komið við herbergishurðina og barið giæini- lega. ITannes fór þá ofan og spurði hver þar væri, en ekkert svar kom. Kallaði hann þá á Sigurð og bað hann að flæma burtu þennan vonda gest, sem og varð, og ekki kom hann aftur þá nótt. Pjetur kvaðst þ;» hafa verið svo hræddur, að hann þorði ekki að sofa um nóttina. Daginn eftir, þegar dimmt var orðið, kallaði Guðmundur Ilannes- son Pjetur á eintal, og kvaðst hafa orðið var við einhverja veru fyrir utan, sem hefði sagt, að hún væri send til Pjeurs til þess að drepa hann. Um kl. 7 um kvöldið byrjaði draugurinn með líkri aðferð og áð- ur. Kristján Jakobsson sá um kvöld ið, er hann fór, einhverja ófreskju, sem fór upp í sundið hjá Ullar- stofunni. Vakti Pjetur einnig þessa nótt, sakir óttá. Daginn eftir sagði Sigurður, að þetta væri draugur sendur einhverjum þeirra. Um kvöld ið byrjaði draugagangurinn aftur. Var nú barið og bramlað svo að hurðin hrökk oft upp og munir duttu niður. Lagsmenn Pjeturs ræddu mikið um drauga. Síðan býð- ur Sigurður, að hann skuli afmá vofuna, ef hann fái einn pott af brennivíni. Fjellst Pjetur á það, og keypti brennivinið samstundis og var það drukkið um kvöldið. Sagði Sigurður, að erfitt væri að ráða slíkar vofur af dögum, en guð rjeði sínum lukkukjörum og mundi styrkja sig. er hann væri að gjöra miskunarverk. Síðan skrif- aði Sigurður svokallaða drauga- stefnu og nokkra stafi með blóði og gekk fram í eldhús og Hannes með hortum. Ileyrðust þaðan rysk- ingar og spurði Sigurður vofuna hvaðan hún væri og hvað hún vildi. Ileyrðist óljóst uml. Síðan skipaði Sigurður vofunni að koma kl. 11 komu þgir síðan báðir inn aftur Sigurður og Hannes og voru mjög dæstir. Um kl. 10 fjellu þeir hvor af öðrum í óvit. Sigurður og ITannes og hjálpaði Pjetur hinum að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.